Þetta er konsept grínmynd frá Mike Judge (skapara Beavis & Butthead) sem er ljómandi fyndin og skemmtileg. Mér finnst grínmyndir í dag flestar vanta bæði góða hugmynd og eru bara einfaldlega ekki nógu fyndnar. Það á ekki við um Idiocracy sem er með góða hugmynd (satíra á "dumbing-down of culture" (niðurheimskandi menningu?)) og grínið er yfirleitt vel heppnað. Gott konsept og mikið grín og fjör.
No comments:
Post a Comment