Friday, September 28, 2012
Thursday, September 27, 2012
Blaut tuska
Hér er sköpunarsagan í boði Bjarkar Guðmundsdóttir. Ég var einu sinni næstum því búinn að hitta hana.
No Doubt
Mikið var ég kátur að sjá það að Gwen "ávallt-í-góðu-líkamlegu-ásigkomulagi" Stefani og kó í No Doubt eru komin aftur og búinn að fleygja út eins og einu stykki af Push and Shove. Það eru orðin hvorki fleiri né færri en 11 ár síðan þau gáfu út plötuna Rock Steady. No Doubt eiga náttúrulega nokkur af anthemum níunda áratugarins og gáfu út plötu árið 2000 sem heitir Return of Saturn sem ég hlustaði á í hakk á sínum tíma Til að hita upp fyrir herlegheitin eru hér fimm tuskublaut frá No Doubt.
5. A Simple Kind of Life
4. Sunday Morning
3. Just a girl
2. Don´t speak
1. New
5. A Simple Kind of Life
4. Sunday Morning
3. Just a girl
2. Don´t speak
1. New
Wednesday, September 26, 2012
Beach House
Beach House eru frá Baltimore og eru með tónlist sem hægt er að hlusta á fyrir svefninn. Þetta er af plötunni Bloom.
Tuesday, September 25, 2012
Nafnagleði
![]() |
James Bönd? |
Monday, September 24, 2012
Tuska
Hinn 31 árs Joseph Gordon-Levitt hefur ekki verið að bora mikið í nefið þegar kemur að hlutverkum í góðum myndum. Næst á dagskrá er hin sjóðheita LOOPER.
Sunday, September 23, 2012
Given to the Wild
Besta platan sem Tuskan hefur heyrt á þessu ári kemur frá London. Eðal andrúmsloftsrokkpopp frá strákunum í The Maccabees. Rennvot tuska!
Saturday, September 22, 2012
Brandarahornið
Nei bíddu hvernig var þetta aftur já alveg rétt. Það voru sem sagt Múslimi, Kínverji, Frakki, Hafnfirðingur, Prestur, Nasisti, Japani, ljóska, gyðingur, hommi, feministi, blökkumaður, nörd, repúblikani, hryðjuverkamaður, mormóni, fatafella, kynskiptingur, betlari, grænmetisæta, indjáni, vændiskona, eskimói, læknir og fyrirsæta á bar.
Og það var bara gott stuð.
Og það var bara gott stuð.
Væntanlegir hrollar
Ungstirnið knáa Jennifer "ég-er-nokkuð-heit" Lawrence sem við sáum teygja bogann í The Hunger Games er að mæta í hrollvekju sem heitir House at the End of the Street. En kannski enn meira spennandi er Ethan "raunveruleikinn bítur" Hawke í hrollaranum Sinister sem er að fá rosa dóma og lítur vel út.
Adventures in your own backyard
Tuskan er byrjuð að grafa eftir ævintýrum í eigin bakgarði með kanadísku hljómsveitinni Patrick Watson. Þetta er Lighthouse. Draumkennt og ljúft, gott í magann.
Friday, September 21, 2012
Tuskufréttir (geisp)
Lítið að frétta. Einhver sími kominn í verslanir. En það eiga nú allir síma í dag. Þetta verður nú eitthvað flopp. Múslimar brjálaðir. Kínverjar óhressir. Suð suð vestan þrír. Gallúp könnun. 23% fylgi. Icesave. Takk.
Thursday, September 20, 2012
Wednesday, September 19, 2012
Vatnsmelónusafi með Regina Spektor
Það er fátt ferskara en að sturta í sig ferskum vatnsmelónusafa. Um daginn var ég með hálfa vatnsmelónu og hafði byrjað á að moka úr henni með matskeið en hún var troðfull af steinum sem ég nennti ekki að senda í rússíbanaferð um ristilinn. Því tók ég á það ráð að tæma úr henni í blandara. Svo notaði ég sigti til að skilja steinana eftir svo að fallega bleikrauði safinn bunaði í glasið. Þetta er unaðslegur drykkur með góðum skammti af A og C vítamíni. Vatnsmelónuglasið fer svo vel saman með lagi af plötunni hennar Regina Spektor, What We Saw from the Cheap Seats. Þá er maður nokkuð vel settur.
Tuesday, September 18, 2012
Monday, September 17, 2012
The Campaign
Ég var ánægður með þessa mynd þó hún hafi aðeins lækkað flugið í lokin. Will Ferrell mjög fyndin. Zach Galf... ekki eins mikið. Skemmtileg ádeila á pólitíkusa og á köflum sprenghlægileg.
Muse topp 5
Nú styttist í að ný Muse plata líti dagsins ljós en fyrsti singullinn er nú þegar farin að hljóma á öldvökum ljósvakans. Ég hef á tilfinningunni að fólk sem hefur ekki kynnt sér Muse mikið sé að fíla nýja lagið en harðir aðdáendur ekki sérstaklega hrifnir. Madness má samt eiga það að það er grípandi skítur en bara ekki nógu töff lag. Ég er engu að síður gríðarlega spenntur að heyra nýju plötuna sem kemur út 2. Október. Matt Bellamy sagði einhvern tíma í gríni á Twitter síðunni sinni orðrétt að nýju plötunni mætta lýsa sem "christian gangsta rap jazz odyssey, with some ambient rebellious dubstep and face melting metal flamenco cowboy psychedelia" sem hljómar auðvitað afar framandlega. En í meiri alvöru hafa þeir sagt að þeir séu undir áhrifum Hans Zimmer sem er kvikmynda tónskáld sem gerði meðal annars tónlistina í The Dark Knight.
Það er því við hæfi að Tuskan þrykki 5 bestu lögum Muse hér á síðuna.
5. Map of the Problematique (Black Holes & Revelations)
4. Apocalypse Please (Absolution)
3. Space Dementia (Origin of Symmetry)
2. New Born (Origin of Symmetry)
1. Citizen Erased (Origin of Symmetry)
Það er því við hæfi að Tuskan þrykki 5 bestu lögum Muse hér á síðuna.
5. Map of the Problematique (Black Holes & Revelations)
4. Apocalypse Please (Absolution)
3. Space Dementia (Origin of Symmetry)
2. New Born (Origin of Symmetry)
1. Citizen Erased (Origin of Symmetry)
Sunday, September 16, 2012
The Dictator
Hún á ágæta spretti þessi en kemst ekki með hælana þar sem Borat og Bruno hafa hælana.
Hér má sjá epískt atriði úr Da Ali G show með hinum eina sanna Borat.
Hér má sjá epískt atriði úr Da Ali G show með hinum eina sanna Borat.
Saturday, September 15, 2012
Tuskuna á loft drengir!
Það er frábær tilfinning að bleyta í góðri tusku og sveifla henni vægðarlaust. Þetta vita strákarnir í Bloc Party en þeir eru með sína tusku vel raka og í þéttri sveiflu á plötunni Four.
Friday, September 14, 2012
Prótein
Er ekki lang mest prótein í sæði? Það hlýtur einhver að fara að markaðssetja sæðisdrykki fyrir líkamsræktarfólk. Kannski þeir Ívar og hinn geti komið með Sæðishleðsluna (með bananabragði).
Thursday, September 13, 2012
tUnE-yArDs
tUnE-yArDs eru áunnið bragð. Það er gott diskó í þessu og fullt af krökkum á sýru í myndbandinu. Ég hélt alltaf að það væri karl sem syngur í bandinu en þetta er víst dama sem leikur listir sýnar með röddina og er allt í öllu í þessu bandi. Dama að nafni Merrill Garbus frá Nýja Englandi. Respek.
Wednesday, September 12, 2012
Tuesday, September 11, 2012
10 sjokkerar
Sumar kvikmyndir sjokkera meira en aðrar og vekja upp mikið umtal. Ætli Gaspar Noe og Lars Von Trier geti ekki kallast sjokk-konungarnir. Ég ætla að birta listann minn yfir mest sjokkerandi myndir sem ég hef séð. Sjokkerandi þýðir hér ekki bara einhver viðbjóður heldur frekar eiginleikinn að vekja upp sterkar tilfinningar hjá áhorfandanum. Svo nú er um að gera að taka fram fötuna og kíkja á þessar 10 kvikmyndir.
10. Bruno (2009)
Ég varð að hafa Bruno á listanum. Það var náttúrulega sjokkerandi hvað Sacha Baron-Cohen gerði í þessari mynd. En fyndið sjokkerandi. Samfara-atriðið hjá Bruno og litla asíska kærastanum hans var fyndið og allt sem gerðist í swinger partýinu var fyndið og smá sjokkerandi.
Atriðið: Fljúgandi typpið var tvímælalaust mesti sjokkarinn.
09. Sympathy for Mr. Vengeance (2002)
Fyrsta myndin í hefndarþríleik Park Chanwook er sjokkerandi vonlaus og ofbeldisfull.
Atriðið: Hinn heyrnar og mállausi Ryu lemur menn sem sviku hann með hafnaboltakylfu
08. Happiness (1998)
Þessi mynd var óþægileg því að hún sýnir barnaníðing og samband hans við son sinn. Þetta er ansi djörf mynd og áhugaverð.
Atriðið: Þegar barnaníðingurinn talar við son sinn um hneigðir sínar.
07. I stand Alone (1998)
Franski leikstjórinn Gaspar Noe er ansi vægðarlaus leikstjóri og í þessari mynd er hvergi gefið eftir í að kafa í myrkustu kima mannshugans. Sifjaspell og ofbeldi sjokkera hér mest auk þess sem að haturinn og hugmyndir aðalpersónunnar eru töluvert sjokkerandi út af fyrir sig.
Atriðið: Slátrarinn og aðalpersónan kýlir ítrekað í magann á óléttri barnsmóður sinni.
06. Martyrs (2008)
Aftur koma Frakkar sterkir inn með hroll og ofbeldis-óperu sem er ekki fyrir viðkvæma. Mikið af pyntingum á varnarlausri konu sjokkeruðu mest.
Atriðið: Persónan Anna flegin lifandi
05. Pink Flamingos (1972)
Mynd sem inniheldur nærmynd af munnmökum dragdrottningu á syni sínum fer sjálfkrafa á þennan lista.
Atriðið: Syngjandi endaþarmsopið var soldið óvænt atriði.
04. The Exorcist (1973)
Andrúmsloftið í þessari mynd er sjokkerandi drungalegt og svo er sjokkerandi hvað hin fjórtan ára Linda Blair lét út úr sér sem hin tólf-ára andsetin Regan.
Atriðið: Það er að sjálfsögðu þegar útúr-andsetin Regan tekur róðurkross og notar sem kynlífshjálpartæki og fer með hina fleygu setningu "let Jesus fuck you".
03. Salo or the 120 Days of Sodomy (1975)
Þeir eru ófáir sem telja þetta eina af merkustu kvikmyndum sögunnar. Það breytir hins vegar ekki því að það er ómögulegt að horfa á þessa mynd með kruðeríi. Ég var bjarstýnn og opnaði ilmandi Stjörnu Popp með myndinni en það reyndist svo ómögulegt. Það er nokkuð öruggt að þessi mynd inniheldur mesta magn hægða sem ég hef séð í kvikmynd. Kvikmyndagerðarmennirnir notuðu súkkulaði og appelsínu marmelaði til að skapa kúkinn. Annars inniheldur myndin alls konar ófögnuð, afbrigðilegheit og mannvonsku. Einhver myrkasta og illa þefjandi ádeila sem gerð hefur verið.
Atriðið: Greyið stelpan sem þurfti að snæða nýkreistann kúkinn (fékk þó skeið).
02. Irreversible (2002)
Gaspar Noe með sýna aðra mynd á listanum. Þessi mynd er gríðarlega erfið að horfa á. Í fyrsta atriðinu eltum við aðalsöguhetjuna um subbulegan neðanjarðar hommaklúbb þar sem mikið ofbeldisverk er síðan framið og leikstjórinn ákvað til að gera áhorfið sem óþægilegast að setja inn látíðni hljóð sem getur leitt til svima og óáttunar.
Atriðið: Það er fyrrnefnt atriði.
01. Antichrist (2009)
Mynd sem inniheldur getnaðarlim í fullri reisn sem síðan fær sáðlát með blóði hlýtur að vera mest sjokkerandi mynd sem ég hef séð. Ég held ég hafi aldrei upplifað eins óþægilega tilfinningu og að horfa á þetta atriði. Andrúmsloftið í þessari mynd er líka mjög drungalegt og óþægilegt. Mér finnst þetta samt mjög fín mynd.
Atriðið: Gettu
10. Bruno (2009)
Ég varð að hafa Bruno á listanum. Það var náttúrulega sjokkerandi hvað Sacha Baron-Cohen gerði í þessari mynd. En fyndið sjokkerandi. Samfara-atriðið hjá Bruno og litla asíska kærastanum hans var fyndið og allt sem gerðist í swinger partýinu var fyndið og smá sjokkerandi.
Atriðið: Fljúgandi typpið var tvímælalaust mesti sjokkarinn.
09. Sympathy for Mr. Vengeance (2002)
Fyrsta myndin í hefndarþríleik Park Chanwook er sjokkerandi vonlaus og ofbeldisfull.
Atriðið: Hinn heyrnar og mállausi Ryu lemur menn sem sviku hann með hafnaboltakylfu
08. Happiness (1998)
Þessi mynd var óþægileg því að hún sýnir barnaníðing og samband hans við son sinn. Þetta er ansi djörf mynd og áhugaverð.
Atriðið: Þegar barnaníðingurinn talar við son sinn um hneigðir sínar.
07. I stand Alone (1998)
Franski leikstjórinn Gaspar Noe er ansi vægðarlaus leikstjóri og í þessari mynd er hvergi gefið eftir í að kafa í myrkustu kima mannshugans. Sifjaspell og ofbeldi sjokkera hér mest auk þess sem að haturinn og hugmyndir aðalpersónunnar eru töluvert sjokkerandi út af fyrir sig.
Atriðið: Slátrarinn og aðalpersónan kýlir ítrekað í magann á óléttri barnsmóður sinni.
06. Martyrs (2008)
Aftur koma Frakkar sterkir inn með hroll og ofbeldis-óperu sem er ekki fyrir viðkvæma. Mikið af pyntingum á varnarlausri konu sjokkeruðu mest.
Atriðið: Persónan Anna flegin lifandi
05. Pink Flamingos (1972)
Mynd sem inniheldur nærmynd af munnmökum dragdrottningu á syni sínum fer sjálfkrafa á þennan lista.
Atriðið: Syngjandi endaþarmsopið var soldið óvænt atriði.
04. The Exorcist (1973)
Andrúmsloftið í þessari mynd er sjokkerandi drungalegt og svo er sjokkerandi hvað hin fjórtan ára Linda Blair lét út úr sér sem hin tólf-ára andsetin Regan.
Atriðið: Það er að sjálfsögðu þegar útúr-andsetin Regan tekur róðurkross og notar sem kynlífshjálpartæki og fer með hina fleygu setningu "let Jesus fuck you".
03. Salo or the 120 Days of Sodomy (1975)
Þeir eru ófáir sem telja þetta eina af merkustu kvikmyndum sögunnar. Það breytir hins vegar ekki því að það er ómögulegt að horfa á þessa mynd með kruðeríi. Ég var bjarstýnn og opnaði ilmandi Stjörnu Popp með myndinni en það reyndist svo ómögulegt. Það er nokkuð öruggt að þessi mynd inniheldur mesta magn hægða sem ég hef séð í kvikmynd. Kvikmyndagerðarmennirnir notuðu súkkulaði og appelsínu marmelaði til að skapa kúkinn. Annars inniheldur myndin alls konar ófögnuð, afbrigðilegheit og mannvonsku. Einhver myrkasta og illa þefjandi ádeila sem gerð hefur verið.
Atriðið: Greyið stelpan sem þurfti að snæða nýkreistann kúkinn (fékk þó skeið).
02. Irreversible (2002)
Gaspar Noe með sýna aðra mynd á listanum. Þessi mynd er gríðarlega erfið að horfa á. Í fyrsta atriðinu eltum við aðalsöguhetjuna um subbulegan neðanjarðar hommaklúbb þar sem mikið ofbeldisverk er síðan framið og leikstjórinn ákvað til að gera áhorfið sem óþægilegast að setja inn látíðni hljóð sem getur leitt til svima og óáttunar.
Atriðið: Það er fyrrnefnt atriði.
01. Antichrist (2009)
Mynd sem inniheldur getnaðarlim í fullri reisn sem síðan fær sáðlát með blóði hlýtur að vera mest sjokkerandi mynd sem ég hef séð. Ég held ég hafi aldrei upplifað eins óþægilega tilfinningu og að horfa á þetta atriði. Andrúmsloftið í þessari mynd er líka mjög drungalegt og óþægilegt. Mér finnst þetta samt mjög fín mynd.
Atriðið: Gettu
Monday, September 10, 2012
kynþokkafyllstu kvikmyndapersónurnar
Sumar persónur kvikmyndana eru eftirminnilegri en aðrar í því að láta froðu myndast í munnvikum. Er ég að gleyma einhverri? Örugglega.
Angela í American Beauty (2000)
Mena Suvari lék þessa stelpu sem heimilisfaðirinn Lester Burnham féll svo eftirminnilega fyrir í hinni ýktu en skemmtilegu American Beauty. Við gleymum ekki rósabaðinu.
Sera í Leaving Las Vegas (1995)
Elisabeth Shue lék vændiskonuna með gullhjartað sem Nic Cage fellur fyrir áður en hann drekkur úr sér líftóruna. Shue var tilnefnd til óskarsverðlauna og Cage hirti sín verðlaun eftir ógleymanlegan leik. Shue var flott í þessari mynd á alla kanta.
Persephone í The Matrix Reloaded (2003)
Monica Bellucci gæti kúkað á kynþokkafullan hátt. Í öðrum hluta ævintýrsins um Neo og félaga var hún einstaklega heit. Últra svöl mynd.
Catherine Tramell í Basic Instinct (1992)
Það var spennandi að horfa á þessa mynd á unglingsárunum enda margt vafasamt í gangi. Sharon Stone var sannfærandi sem tálkvendi mikið sem vafði Michael Douglas um fingur sér. Hættuleg kona.
Tina í The Mask (1994)
Þarna var ég að sjá Cameron Diaz í fyrsta sinn og var ég þokkalega sáttur þrettán ára í kvikmyndahúsinu að horfa á þessa rosalegu konu ásamt ærslaganginum í Jim Carrey. Jæks.
Nancy Callahan í Sin City (2005)
Það rauk úr Jessica Alba í þessari flottu mynd.
Chenault í The Rum Diary (2011)
Þessi ágæta dama er núna frægust fyrir að vera kærasta Johnny Depp en þau léku saman í þessari annars auðgleymanlegu mynd frá síðasta ári. Auðgleymanleg nema fyrir utan það hvað Amber Heard var skuggalega kynþokkafull.
Grace í U-Turn (1997)
Þessi mynd var öll mjög heit því hún gerðist í glóðarsteiktri eyðimörkinni. Það kólnaði ekki neitt þegar J-Lo mætti á svæðið í appelsínurauða kjólnum. Og aumingja Sean Penn varð fórnarlamb hitans í þessari flippuðu en skemmtilegu mynd Oliver Stone.
Pearl í Payback (1999)
Lucy Liu var hörku eggjandi sem glæpakvendið Pearl í þessari hressandi spennumynd þar sem Mel Gibson lék kunnugleg hlutverk.
Angela í American Beauty (2000)
Mena Suvari lék þessa stelpu sem heimilisfaðirinn Lester Burnham féll svo eftirminnilega fyrir í hinni ýktu en skemmtilegu American Beauty. Við gleymum ekki rósabaðinu.
Sera í Leaving Las Vegas (1995)
Elisabeth Shue lék vændiskonuna með gullhjartað sem Nic Cage fellur fyrir áður en hann drekkur úr sér líftóruna. Shue var tilnefnd til óskarsverðlauna og Cage hirti sín verðlaun eftir ógleymanlegan leik. Shue var flott í þessari mynd á alla kanta.
Persephone í The Matrix Reloaded (2003)
Monica Bellucci gæti kúkað á kynþokkafullan hátt. Í öðrum hluta ævintýrsins um Neo og félaga var hún einstaklega heit. Últra svöl mynd.
Catherine Tramell í Basic Instinct (1992)
Það var spennandi að horfa á þessa mynd á unglingsárunum enda margt vafasamt í gangi. Sharon Stone var sannfærandi sem tálkvendi mikið sem vafði Michael Douglas um fingur sér. Hættuleg kona.
Tina í The Mask (1994)
Þarna var ég að sjá Cameron Diaz í fyrsta sinn og var ég þokkalega sáttur þrettán ára í kvikmyndahúsinu að horfa á þessa rosalegu konu ásamt ærslaganginum í Jim Carrey. Jæks.
Nancy Callahan í Sin City (2005)
Það rauk úr Jessica Alba í þessari flottu mynd.
Chenault í The Rum Diary (2011)
Þessi ágæta dama er núna frægust fyrir að vera kærasta Johnny Depp en þau léku saman í þessari annars auðgleymanlegu mynd frá síðasta ári. Auðgleymanleg nema fyrir utan það hvað Amber Heard var skuggalega kynþokkafull.
Grace í U-Turn (1997)
Þessi mynd var öll mjög heit því hún gerðist í glóðarsteiktri eyðimörkinni. Það kólnaði ekki neitt þegar J-Lo mætti á svæðið í appelsínurauða kjólnum. Og aumingja Sean Penn varð fórnarlamb hitans í þessari flippuðu en skemmtilegu mynd Oliver Stone.
Pearl í Payback (1999)

Sunday, September 9, 2012
Tónlist hljómar betur með þér
Hressandi hallærispopp frá Svíþjóð. Acid House Kings eru búnir að vera hallærislegir síðan 1991 og á síðasta ári gáfu þeir út Music Sounds Better with You sem er ágæt en samt ekki jafn góð og þeirra Magnum Opus Sing Along with Acid House Kings.
Mætti kannski lýsa þeim sem blöndu af Belle & Sebastian og Abba.
Mætti kannski lýsa þeim sem blöndu af Belle & Sebastian og Abba.
Karlar sem slefa
Maður getur verið fljótur að missa kúlið.
Það er maður á stefnumóti að snæða kvöldverð á elegant veitingahúsi með aðlaðandi kvenmanni. Þau eru á fyrsta stefnumóti. Ástríða og daður í loftinu. Bros hennar eins og hjá ljósmyndafyrirsætu. Maðurinn er í hvítri skyrtu með tvær efstu tölurnar óhnepptar þannig að bringuhárin gægjast upp úr. Maðurinn hugsvar hvort hann ætti að kyssa hana þegar hann keyrir hana heim. Kannski eitthvað meira. Ilmandi nautasteikin, blóðug og safarík er komin á borðið. Hún er byrjað að nasla í avokadó pastaið sitt. En svo gerist það. Maðurinn ætlar að stinga upp í sig bita af nautinu búinn að dýfa því í piparsósuna að væn buna af munnvatni lekur úr munni hans og á diskinn hans. Hann panikkar. Sá hún þetta? Alveg örugglega! Hann er ekki viss en finnst hún vera komin með hausinn meira ofaní diskinn sinn. Hann spyr hana. Sástu mig slefa? Hún horfir hissa en vandræðalega á hann og svarar fljótt nei og lútir svo höfði og snýr gafflinum í pastainu. Hún sá þetta! Fokk. Ég get gleymt kossinum. Þetta er búið.
Þessi maður lenti í því mikla tabúi sem er að fullorðinn maður (eða kona) slefi. Eftir slíkt atvik er engin sjens á neinu frekara áframhaldandi sambandi. Dömur vilja einfaldlega ekki karla sem slefa.
Það er maður á stefnumóti að snæða kvöldverð á elegant veitingahúsi með aðlaðandi kvenmanni. Þau eru á fyrsta stefnumóti. Ástríða og daður í loftinu. Bros hennar eins og hjá ljósmyndafyrirsætu. Maðurinn er í hvítri skyrtu með tvær efstu tölurnar óhnepptar þannig að bringuhárin gægjast upp úr. Maðurinn hugsvar hvort hann ætti að kyssa hana þegar hann keyrir hana heim. Kannski eitthvað meira. Ilmandi nautasteikin, blóðug og safarík er komin á borðið. Hún er byrjað að nasla í avokadó pastaið sitt. En svo gerist það. Maðurinn ætlar að stinga upp í sig bita af nautinu búinn að dýfa því í piparsósuna að væn buna af munnvatni lekur úr munni hans og á diskinn hans. Hann panikkar. Sá hún þetta? Alveg örugglega! Hann er ekki viss en finnst hún vera komin með hausinn meira ofaní diskinn sinn. Hann spyr hana. Sástu mig slefa? Hún horfir hissa en vandræðalega á hann og svarar fljótt nei og lútir svo höfði og snýr gafflinum í pastainu. Hún sá þetta! Fokk. Ég get gleymt kossinum. Þetta er búið.
Þessi maður lenti í því mikla tabúi sem er að fullorðinn maður (eða kona) slefi. Eftir slíkt atvik er engin sjens á neinu frekara áframhaldandi sambandi. Dömur vilja einfaldlega ekki karla sem slefa.
Saturday, September 8, 2012
Tæ
Það er fínn tælenskur veitingastaður í Ármúlanum sem heitir Pho. Snyrtilegur staður, einfaldur matseðill og maturinn fallega borin fram og bragðgóður. Fékk þar alveg þrælfína nautakjöts núðlusúpu.
Drífðu þig, okkur Dreymir
M83 er band sem gaman er að grípa í við og við. Þetta er franskt eins-manns band sem gerir rafrænt 80's skotið draumapopp. Það skemmtilega við M83 er hvað tónlistin þeirra er fjölbreytt og maður veit aldrei hverju maður getur átt von á næst. Á síðasta ári kom út hin tvöfalda Hurry Up, We´re Dreaming sem er búin að vera að grassera í eyrunum á mér í dágóðan tíma og er virkilega feitur pakki. Þar kennir ýmissa góðra grasa en viðfangsefnið á þeirri plötu eru jú draumar.
Friday, September 7, 2012
Framtíðin að skýrast
Nú er farið að hausta og væntanlegar óskarsverðlaunamyndir fara að streyma út. Hér eru nokkrar áhugaverðar.
This Must be the Place með Sean Penn hlýtur að verða skemmtileg.
The Master eftir P.T. Anderson er beðið eftir með óþreyju víðast hvar þó víðar væri leytað
Looper er tímaflakks hasarmynd þar sem gamla kynslóðin (Bruce Willis) mætir nýju kynslóðinni (Joseph Gordon-Levitt)
Lawless er að fá góða dóma og þykir með flott andrúmsloft
Hjartaknúsarinn Brad Pitt kemur sterkur inn í Killing Them Softly
This Must be the Place með Sean Penn hlýtur að verða skemmtileg.
The Master eftir P.T. Anderson er beðið eftir með óþreyju víðast hvar þó víðar væri leytað
Looper er tímaflakks hasarmynd þar sem gamla kynslóðin (Bruce Willis) mætir nýju kynslóðinni (Joseph Gordon-Levitt)
Lawless er að fá góða dóma og þykir með flott andrúmsloft
Hjartaknúsarinn Brad Pitt kemur sterkur inn í Killing Them Softly
Wednesday, September 5, 2012
Blaut tuska - Broken Bells
Þeir Danger Mouse og James Mercer settu saman í einn góðan rétt sem er líka svona skemmtilega bragðgóður og ljúfur í maga. Án glutens.
Tuesday, September 4, 2012
Cat Power
Það er ansi merkilegt að lesa bíógrafíuna um Chan Marshall en hún er fertug söngkona og lagasmiður sem hefur samið lög síðan hún var í fjórða bekk. Líf hennar hefur ekki verið dans á rósum en hún hefur átt við áfengisvandamál og geðræn vandamál að stríða. Hún kynntist áfengi snemma en hún segir að mamma sín hafi gefið sér bjór í pela. Fyrir útgáfu á plötunni The Greatest segist hún hafa lokað sig inni í sjö daga með Miles Davis á rípít, ekki borðað né sofið og óskað þess að deyja. Hún eyddi svo viku á geðsjúkrahúsi en hún lýsir þeirri reynslu sem algjöru helvíti. Í dag líður henni betur og segist nokkurn vegin vera edrú þó hún noti enn lyf við kvíða og til að sofa. Hún er nýhætt með leikaranum Giovanni Ribisi sem var fljótur að ná sér í aðra og giftast henni. Í kjölfarið á sambandsslitunum kláraði hún nýju plötuna sína sem hún kallar Sun.
Monday, September 3, 2012
Divine Fits
Þetta er nýtt band sem ég ætla að hafa augun með. Í þessu bandi eru meðal annars söngvarinn úr Spoon og gaur úr Wolf Parade.
Þetta er nú bara eitt gamalt og gott frá Spoon
Blaut tuska - Idiocracy (2006)
Þetta er konsept grínmynd frá Mike Judge (skapara Beavis & Butthead) sem er ljómandi fyndin og skemmtileg. Mér finnst grínmyndir í dag flestar vanta bæði góða hugmynd og eru bara einfaldlega ekki nógu fyndnar. Það á ekki við um Idiocracy sem er með góða hugmynd (satíra á "dumbing-down of culture" (niðurheimskandi menningu?)) og grínið er yfirleitt vel heppnað. Gott konsept og mikið grín og fjör.
Sunday, September 2, 2012
Jeon Do-yeon
Þessi hæfileikaríka kóreska leikkona á einhvern flottasta leik sem ég hef séð á filmu. Það er í myndinni Secret Sunshine. Þessi mynd er mikil tragedía og eiginlega skrítið að maður hafi setið yfir þessu en það er einfaldlega út af frammistöðu Do-yeon sem gerir það að verkum að mér fannst ég vera að horfa á raunverulega manneskju takast á við sorg.
Svo er önnur mynd með sömu leikkonu sem ég mæli með, hún var ansi eftirminnileg. Ekki eins hrikalega hjartbrjótandi og Secret Sunshine en samt alls engin sápufroða. Sú heitir The Housemaid og er já ansi...eftirminnileg.
Suður-Kórea framleiðir mikið af myndum (í tólfta sæti yfir flestar myndir framleiddar) og gæðin töluvert betri en til dæmis í kínverskum kvikmyndum. Japan og S-Kórea eru kóngar kvikmyndanna í Asíu (Indland er náttúrulega sér á báti með sitt Bollywood).
Svo er önnur mynd með sömu leikkonu sem ég mæli með, hún var ansi eftirminnileg. Ekki eins hrikalega hjartbrjótandi og Secret Sunshine en samt alls engin sápufroða. Sú heitir The Housemaid og er já ansi...eftirminnileg.
Suður-Kórea framleiðir mikið af myndum (í tólfta sæti yfir flestar myndir framleiddar) og gæðin töluvert betri en til dæmis í kínverskum kvikmyndum. Japan og S-Kórea eru kóngar kvikmyndanna í Asíu (Indland er náttúrulega sér á báti með sitt Bollywood).
Saturday, September 1, 2012
Gamla Tuskan
Tuskudagslagið þessa vikuna er gömul en rök tuska alla leið frá Írlandi. Lagið er af fyrstu plötu Trönuberjana og kom út fyrir næstum 20 árum. Er þetta besta lag The Cranberries? Affirmative.
Subscribe to:
Posts (Atom)