Tuesday, November 20, 2012

Muse - The 2nd Law (65% raki)

Muse liðar gerðu óvænt poppað lag á síðustu plötu sem var þó töff lag (Undisclosed desires) en á The 2nd Law eiga þeir svipaðan leik í Madness sem er bara hallærislegt og væmið lag.

Það er töluvert léttari stemning á The 2nd Law miðað við fyrri afurðir þeirra þremenninga og þeir hafa örugglega haft gaman að því að búa til þessa plötu. Þeir máta á sig ýmsar tónlistarstefnur og taka ágætis U2 eftirhermu í The Big Freeze og 80´s hljóðgervla popp í hressandi Panic Station og nota svo kraftmikinn dubstep takt í Follow Me. Mér finnst mjög gaman að þessum þremur lögum og Survival venst líka vel auk þess sem mér finnst Supremacy flott lag. Animals er svo hógværasta lagið á plötunni en líka það sem vinnur hvað mest á og sýnir að þeir geta þroskað lagasmíðar sínar. Annað á plötunni finnst mér ekki Muse sæmandi og tilraunir bassaleikarans til að semja og syngja lög finnst mér alveg steingeld og þau tvö lög auðgleymd sem og instrúmental kaflinn í lok plötunnar.



Þó að það sé gott stuð í mörgum lögum þá er The 2nd Law of samhengislaus og kraftlaus til að snúast fyrri plötum snúning.

Einungis 65% raki í þessari tusku.


No comments:

Post a Comment