Wednesday, November 14, 2012
The Five Year Engagement (2012)
Maður sá Jason Segel fyrst í How I met your Mother þar sem hann var (er?) góður sem Marshall. Segellinn er svo heldur betur búinn að hrista af sér aukahluverkastimpilinn með skemmtilegri frammistöðu í Forgetting Sarah Marshall, Ted Who lives at Home og núna í The Five Year Engagement auk þess sem hann skrifaði Sarah Marshall og The Five Year Engagement. Kallinn er heldur betur ekki við eina fjölina felldur því hann er líka þekktur fyrir að vera brúðustjórnandi og tónlistarmaður.
TFYE er flott viðbót í Jason Segel/Judd Apatow bíógrafíuna. Bæði fyndin, skemmtileg or rómantísk, þetta er hin fullkomna kvikmynd fyrir ánægjulega kvöldstund með betri helmingnum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment