Thursday, December 6, 2012

Death in Gaza (2004)

Þetta er einhver magnaðasta heimildamynd sem ég hef séð. Hún er kannski ekki alveg "up-to-date" því hún er jú frá 2004 (tekin upp 2003) en engu að síður mögnuð frásögn af börnunum á Gaza. Það magnaðasta eru viðhorf ungu strákana til þess að deyja písarvottardauða. Í Vestur heiminum dreymir unga stráka um að verða fótboltahetjur en á Gaza eiga drengir sér drauminn heitast að deyja fyrir Palestínu, deyja fyrir Islam.

Maður getur ímyndað sér að leikstjórar fórni miklu fyrir að koma verkum sínum til áhorfenda. James Miller sem framleiddi og leikstýrði þessari mynd fórnaði lífi sínu til að gera þessa mynd. Dauði hans er innleiddur inn í frásögnina og endirinn á myndinni er ótrúlegur en Palestínumenn heiðruðu Miller sem píslarvott. Þetta er einfaldlega mynd sem allir verða að sjá.






No comments:

Post a Comment