Sagan af Sada Abe er náttúrulega stórmerkileg en hún kyrkti elskhuga sinn í ástaratlotum og skar svo af honum tólin.
Kvikmyndin In the Realm of the Senses fjallar um hneigðir og girndir þessarar goðsagnakenndu japönsku konu. Myndin er afar umdeild, enda mjög opinská og má sjá aðalleikarana í raunverulegum ástaratlotum. Í myndinni er líka einstakt atriði þar sem soðið egg hverfur upp í æxlunarfæri og þarf Sada Abe að hafa sig alla við til að verpa því aftur út. Mjög eggjandi.
Þrátt fyrir mikla erótík er þetta algjör "bad-feel" kvikmynd og ég bara fíla ekki að sjá fólk kyrkja hvort annað í bólinu. Kallið mig skrítinn. En sögulega séð er þetta náttúrulega merkileg kvikmynd og krassandi kvikmyndagerð um krassandi kvenmann.
No comments:
Post a Comment