Thursday, January 10, 2013

10 bestu vasaklútarnir

10. What´s Eating Gilbert Grape
Hjartakreistarinn: Það var þarna eitthvað atriði þegar Johnny Depp slær greindarskertan bróður sinn.

09. Rain Man
Hjartakreistarinn: Í lokin þegar bræðurnir virðast loksins tengjast (sjá vídjó)


08. To Live
Hjartakreistarinn: Það er þarna atriði þegar dóttirin fer á spítala en allir læknarnir hafa verið sendir í hreinsun af kommúnistunum. Mikið af blóði.

07. Brokeback Mountain
Hjartakreistarinn: Heath Ledger sá mestmegnis um þetta.

06. Departures
Hjartakreistarinn: Lokaatriðið tryggir að allir fara út úr salnum með vota kinn.

 05. Philadelphia
Hjartakreistarinn: Það er á nógu að taka í þessari mynd.

04. The Shawshank Redemption
Hjartakreistarinn: Það var ansi hjartbrjótandi þegar gamli maðurinn með fuglinn var sleppt út úr fangelsi. Stofnanamatur.

03. Born on the Fourth of July
Hjartakreistarinn: Það er atriði þar sem Tom Cruise fer yfir um heima hjá foreldrum sínum og spyr pabba sinn svo í tárum "who´s ever gonna love me"? Frábær kvikmynd.


02. Dead Man Walking
Hjartakreistarinn: Einhvern veginn tókst þessari mynd að láta mann finna til með öllum. En þegar Sean Penn biður aðstandendur fórnarlamba sinna afsökunnar, það var ansi mikil kreista.


 01. The Elephant Man
Hjartabrjótarinn: Ég man nú ekki eftir einu sérstöku atriði en þetta er náttúrulega mynd sem kitlar tárkirtlana ansi hressilega!








No comments:

Post a Comment