Tuesday, December 31, 2013

Favorite tunes of 2013

Phosphorescent - Song for Zula

Foals - Inhaler


Chvrches - The mother we share


Kings of Leon - Supersoaker


Indians - Bird


James Blake - Retrograde


The National - I should live in Salt


Phoenix - Entertainment


Vampire Weekend - Step


Young Dreams - Fog of War


Youth Lagoon - Raspberry Cane


Foxygen - Oh Yeah


Chelsea Wolf - The Warden


Caveman - In the city


Autre Ne Veut - Warning

Atoms for Peace - Ingenue



Arctic Monkeys - R U mine?


Arcade Fire - Afterlife


Kanye West - Black Shinhead




My favorite albums of 2013

1. James Blake - Overgrown


2. Autre Ne Veut - Anxiety


3. Atoms for Peace - Amok



4. Tegan and Sara - Heartthrob


5. Pheonix - Bankrupt!


6. Suede - Bloodsports


7. Phosphorescent - Muchacho


8. Local Natives - Hummingbird



9. Foals - Holy Fire


10. Goldfrapp - Tales of us





Monday, December 30, 2013

Don Jon (2013)

Don Jon er frumraun Joseph Gordon-Levitt sem leikstjóra og ásamt honum sjálfum koma við sögu Scarlett Johansson, Julianna Moore og Tony Danza. Gordon-Levitt leikur titilhlutverkið en sá ungi maður er sí-graður og heltekinn af internetklámi. Myndin fjallar svo um sambandserfiðleika sem koma upp þegar hann verður ástfanginn af stúlku einni en klámið á yfirleitt hug hans allan.

Þetta er svona öllu mildari og hressari stúdía á áhrifum kynlífsvæðingarinnar og kynlífsfíknar á unga karlmenn heldur en Shame. Mér fannst Don Jon nokkuð fyndin en ekki er kafað djúpt ofaní þetta vandamál sem getur valdið fólki mikillri vanlíðan. Persónurnar fannst mér einnig heldur staðalmyndaðar. Gordon-Levitt fer öruggu leiðina hér en hægt er að hafa gaman af þessu enda Gordon-Levitt alltaf vel áhorfanlegur.

Tuesday, December 24, 2013

Prisoners

Þessi er flott og spennandi. Algjör killer thriller eftir upp-og-komandi kanadíska leikstjórann Dennis Villeneuve og með hinum sí-öfluga og íturvaxna Ástrala Hugh Jackman. Jólamyndin í ár.




Friday, December 20, 2013

Interstellar

Nú er bara að stilla vekjaraklukkuna á Nóvember 2014.


He's still here

Joaquin Phoenix er leikari sem er gríðar vel með á nótunum en síðast fór hann hamförum í The Master sem var vel steikt stykki. Það verður hátíð að sjá hann í Her eftir Spike Jonze en sú kvikmynd er væntanleg. Einnig er orðrómur um að hann kunni að taka að sér hlutverk Lex Luthor í nýju Súperman vitleysunni. Hann er greinilega maður augnabliksins og mér datt þá í hug að demba fram fimm uppáhalds Joaquin Phoenix afurðunum.






Quills (2000)













Gladiator (2000)














To Die For (1995)













Parenthood (1989)














Hotel Rwanda (2004)

Head Home

Þetta. rosa. gott.


Sandra í geim

Gravity er myndin sem hefur heillað hvað flesta á þessu ári og eru flestir spekúlantar með þessa kvikmynd eftir Mexíkóann Alfonso Cuarón á topplista sínum yfir árið. Mér fannst hún fín. Það sem heillaði mig voru sjónbrellurnar og kvikmyndatakan sem skapa spennuþrungið andsrúmsloft. Ég náði samt aldrei að gleypa forsenduna, að Rússarnir hafi skotið niður sinn eigin gervihnött. Hefðu þeir ekki farið varlegar í slíkar framkvæmdir? En allavega Sandra Bullock hún geysist óttaslegin um geiminn með Clooney sveimandi í kringum sig og við fáum að sjá hana klæða sig úr fötunum í þyngdarleysi (sem er víst ómögulegt því í raunveruleikanum er allt of kalt inni í þessum geimstöðum). Ég gef henni 8 af 10.

Thursday, December 19, 2013

Manstu eftir þessu?

At the Drive-in voru sjóðheitir árið 2000 og hresstu mann og annan með öskri og annarskonar flippi.


Svo var það 1997 eða 1998 þegar maður hlustaði á þetta lag nánast á hverjum degi í unglingavinnunni.


Að lokum er hér eitt af aðal lögunum af sándtrakkinu af níunda áratugnum.


Monday, December 16, 2013

2 hrollar

Um helgina var lítil hrollvekjuhátíð á heimilinu þar sem kvikmyndirnar The Descent frá 2005 og Insidious frá 2010 voru krufnar til mergjar. Báðar eru þessar myndir ansi taugastrekkjandi og nokkuð vel heppnaðar á því sviðinu. Hins vegar voru nokkrir gallar á gjöf Njarðar í báðum myndum að mínu  mati.

Aðal böggið í The Descent var að það voru tvö endalok sem er náttúrulega algjört svindl. Við fengum endann þar sem aðalgellan slapp úr hellinum í lokin en svo kemur í ljós að það var bara draumur eða eitthvað slíkt og í raun er hún ennþá föst í hellinum. Mér fannst líka óþarfi að vera með þessa framhjáhalds flækju í farteskinu og fannst mér ansi ósannfærandi að hún hafi drepið góða vinkonu sína í lokin. En fyrir utan þetta þá er myndin eins og ég segi ansi spennandi.






Insidious fer líka út í soldið mikið rugl í lokin, sérstaklega þegar við sjáum rauða demónann vera í góðum fíling að hlusta á tónlist að brýna á sér klærnar. Og hvað er málið með að það komi alltaf einhver gömul, lítil kona til að skynja og eiga samskipti við draugsa? Mér fannst hins vegar bláendirinn á Insidious soldið flottur og hún er á köflum vel spúkí.

Blue is the Warmest Color

I have absolutely no idea why this movie is so highly regarded, receiving the main award at the Cannes film festival this year. After an hour of watching it I couldn't really be bothered anymore and discovered to my astonishment that the film's run time almost stretches to three hours. I just didn't see anything charming about it. A romantic film really needs charm or interesting characters to take flight but this flick was stuck in security even after an hour. Is it because it's a French movie about lesbians that contains explicit sex scenes that makes this "provocative"? The muppets are more provocative than this pretentious pile of dirty laundry. Avoid like the plague.

Sunday, December 8, 2013

Saturday, December 7, 2013

Midlake

Þetta er nýtt stöff frá Texas verjunum í Midlake. Þeir eru hér án fyrrverandi forsprakkans Tim Smith en þeir eru engu að síður enn flottir. Þetta er titillag nýju plötunnar Antiphon


Broken Bells

Broken Bells gáfu út ljómandi fína plötu fyrir nokkrum árum síðar en um er að ræða samvinnu James Mercer úr The Shins og Danger Mouse. Þeir eru nú að snúa aftur með nýtt efni og þetta lag er komið á öldur ljósvakans. Það verður spennandi að heyra í meiru af nýja plötunni sem heitir After the Disco.


Thursday, December 5, 2013

Danni Brúni

Danni Brúni kemur sterkur inn á meðan maður er komið með hundleið á Jísús.


Wednesday, December 4, 2013

Monday, December 2, 2013

American Splendor

Þessi ræma er nú alveg ljómandi skemmtileg. Það er eitthvað rómantískt og frábært við að horfa á hokinn Paul Giamatti geifla sig illskulega og kvarta og kveina sem hinn ófrýnilegi Harvey Pekar. Lítill gullmoli þessi.


Á borðinu

Þetta lag með bandaríska bandinu Hellogoodbye var að koma inn á borð til mín og fólk hérna í kringum mig er byrjað að dilla sér við herlegheitin.


Taktu þetta

Ég er eitthvað búinn að pósta áður með þessu bandi Chvrches. Þetta er af fyrstu plötu þessa velska tríós og þeir eru á réttri bylgjulengd. Rosa fínt með jólahreingerningunum.


Skrifstofan

Á borðið til mín barst nýlega sjónvarpsþættir sem heita The Office. Þetta eru víst þættir sem voru voðalega vinsælir fyrir einhverju síðan. En eins og ég segi þá kom þetta á borð til mín. Og þetta er gott.

Þetta eru án efa uppáhalds atriðin mín úr Skrifstofunni. Þetta er sjóðheitt.



Room 237

Þetta er myndin sem fjallar um allskonar meintar faldar merkingar í stykkinu The Shining eftir hinn flippaða og fráfallna Stanley Kubrick. Nokkrir viðmælendur varpa fram allskonar greiningum á öllu frá fatavali óþolandi eiginkonu Jack Torrance til munstursins á teppalagningunni á Hótel Sjónarhóli. Ætli Kúbrikinn hafi ferðast á milli teppaverslana alveg brjálaður í leit að teppi með rétt munstur. Og hvað er teppi annað en typpi sagt með skrítnum hreim.? Hafa kvikmyndaspekúlantar spáð í þeirri merkingu? En annars fannst mér ansi gaman að þessum pælingum þó að margt sé ansi langsótt og sumt sem hefur komið í ljós að er einfaldlega ekki rétt þá er alltaf gaman að heyra samsæriskenningar um kvikmyndir eins áhugaverðar og The Shining.


Jólahreingerning

Það hefur heldur betur safnast upp rykið á þessari blessuðu síðu minni. Það var alveg kominn tími til að líta inn og dusta aðeins af.  Ég er nú bara  búinn að vera að frjósa úr kulda hérna megin á kúlunni. Ég myndi frekar vilja deyja úr hita heldur en deyja úr kulda. Ég er þó allavega búinn að komast að því.

Smá músík getur hlýjað vel.

Um árið var ég alveg froðufellandi yfir þessari plötu frá Kent og alveg Sísí fríkar úti yfir þessu lagi. Þetta kyndir aðeins undir ísilögðu hjartanu.