Monday, December 30, 2013

Don Jon (2013)

Don Jon er frumraun Joseph Gordon-Levitt sem leikstjóra og ásamt honum sjálfum koma við sögu Scarlett Johansson, Julianna Moore og Tony Danza. Gordon-Levitt leikur titilhlutverkið en sá ungi maður er sí-graður og heltekinn af internetklámi. Myndin fjallar svo um sambandserfiðleika sem koma upp þegar hann verður ástfanginn af stúlku einni en klámið á yfirleitt hug hans allan.

Þetta er svona öllu mildari og hressari stúdía á áhrifum kynlífsvæðingarinnar og kynlífsfíknar á unga karlmenn heldur en Shame. Mér fannst Don Jon nokkuð fyndin en ekki er kafað djúpt ofaní þetta vandamál sem getur valdið fólki mikillri vanlíðan. Persónurnar fannst mér einnig heldur staðalmyndaðar. Gordon-Levitt fer öruggu leiðina hér en hægt er að hafa gaman af þessu enda Gordon-Levitt alltaf vel áhorfanlegur.

No comments:

Post a Comment