Monday, December 31, 2012

Bestir í músík 2012

Þetta var það besta sem ég heyrði árinu. Platan Noctourniquet og þetta lag Zed and Two Naughts.
Ég er fárveikur fyrir The Mars Volta.


Saturday, December 29, 2012

End of Watch (blaut tuska)

Ekki alveg jafn spennandi og Training Day en spennandi þó. Þunn á plotti en sem betur fer eru þarna leikarar sem bera myndina vel og endirinn bara nokkuð hugljúfur. Alveg frambærilegasta löggumynd hér.

Tuesday, December 25, 2012

Tilkynning

Góðir hálsar,

Mér mistókst að halda jólin og hef því ákveðið að fresta þeim þangað til í lok Janúar.

Það breytir því þó ekki að hægt er að vera í hýru skapi og Jason Lytle er sannarlega hýr í skapi á nýju plötunnu sinni Dept. of Disappearance. Grandaddy áhangendur og aðrir geta hér hýrt sig vel upp með því að hlýða á þessa  plötu, til dæmis Willow Wand Willow Wand.

Gleðileg ekki-jól.




Sunday, December 23, 2012

Hleyptu hinum rétta inn (Blaut tuska)

Þessi kvikmynd er nú meiri snilldin. Ég hef horft á hana nokkrum sinnum og alltaf finnst mér hún jafn grípandi og gríðarlega flott. Kvikmyndatakan er svo rúsínan í pulsunni. Ég tel óþarfi að horfa á amerísku útgáfuna þar sem það er ómögulegt að toppa þetta sænska meistaraverk.

Titillinn á myndinni er líka góð speki fyrir ungar hnátur.

Saturday, December 22, 2012

Christmastime

Þá er komið að því að kíkja á hvaða jólalög eru blautar tuskur. Þetta er í engri sérstakri röð en síðasta lagið er í miklu uppáhaldi. Gleðileg Jól hér!

Beach Boys - White Christmas


Enya - Oiche Chun (Silent Night)


John Lennon - Happy Christmas (War is over)

The Darkness - Christmas Time (Don´t let the Bells End)

U2 - Christmas (Baby Please Come Home)

South Park - Mr. Hankey the Christmas Poo

Jimmy Eat World - Last Christmas

Mariah Carey - All I want for Christmas is You

Tori Amos - Have yourself a Merry Little Christmas


 Smashing Pumpkins - Christmastime


 





Friday, December 21, 2012

Blaut tuska

Það er fullt af fínu sleikipinnapoppi á nýju plötu No Doubt.

Hér er hugguleg ballaða af þessari plötu sem heitir Undone.

Gwen Stefani er algjörlega gæðavottuð blaut tuska.

 

Thursday, December 20, 2012

Stálkarlar

You know you are handsome when you are hired to play Superman.

Henry Cavill getur nú notið þess að vera einn heitasti gaurinn gangandi á jarðkúlunni.

Það sem meira er Cavill var næsti maður á eftir Daniel Craig þegar leitað var að nýjum Bond.
..hann er greinilega með'etta.

Cavill tekur við skikkjunni (fyrstur Breta) af fljóttgleymdum Brandon Routh. Routh renndi sér í gúmmígallann árið 2006 í Superman Returns sem þótti í meðallagi. Routh var flottur í gallanum en hann náði samt engan veginn að fylla upp í rauðu stígvélin hans Christopher Reeve heitins sem var gjörsamlega frábær í að túlka bæði hinn klaufalega Clark Kent og svo hinn ofursterka sjarmör Súperman.



Með Zac Snyder (Watchmen, 300) fyrir aftan myndavélina þá bíð ég með slef í munnvikum eftir að sjá ofurmennið aftur á hvíta tjaldinu næsta sumar.

Svo er komin nýr munnvatns-örvandi treiler sem hægt er að kíkja á hér að neðan.










Wednesday, December 12, 2012

The Coup - The Magic Clap

Það er fullt af hressum krökkum í hljómsveitinni The Coup og þau voru að gefa út fjörugt jólalag sem heitir The Magic Clap. Í laginu hvetja þau alla hressa krakka til að vera ófeimin til að hrissta búk í kringum jólatré. Þetta er eitt af þeim jólalögum sem Tuskan kynnir í ár en Tuskan verður á ferð og flugi með Tuskulestinni í Desember.




Monday, December 10, 2012

The Man with the Iron Fists (2012) (þurr)

Eins og ég hef gaman af Wu-tang Clan og góðum Kung-Fu myndum þá kom það mér á óvart hversu mikið mér leiddist á að horfa á þessa mynd eftir Rza. Hvorki fyndin, töff né spennandi.

Það má hafa meira gaman að tónlistinni úr kvikmyndinni og hér eru tvö töff lög af plötunni.











Núið

Ég er upptekinn í núinu. Kem eftir hálftíma. (Takk Addi P)


Rust and Bone trailer (Blaut tuska)

Þessi fransk-belgíska mynd lúkkar vel.


Life of Pi (70% raki)

Ang Lee er æðislegur leikstjóri sem hefur lag á að snerta mann djúpt. Ég var þokkalega spenntur fyrir að sjá nýjustu myndina hans byggða á bókinni eftir Yann Martel.

Ég held að engin geti orðið fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Maður veit fyrirfram hvað mun gerast og að þessi mynd er jú um strák og tígrisdýr í björgunarbát. Þannig að ég get ekki sagt að ég hafi verið gríðarlega spenntur á meðan ég horfði en hins vegar þá er myndin svo stórglæsilega gerð og falleg að ekki var hægt annað en að dást að útliti myndarinnar. Þrívíddin er mjög flott og gerir fallega mynd enn fallegri. Ég held að krakkar eigi eftir að fíla þessa mynd í botn. Fyrir mig, þá var ég bara sæmilega sáttur.

Thursday, December 6, 2012

Death in Gaza (2004)

Þetta er einhver magnaðasta heimildamynd sem ég hef séð. Hún er kannski ekki alveg "up-to-date" því hún er jú frá 2004 (tekin upp 2003) en engu að síður mögnuð frásögn af börnunum á Gaza. Það magnaðasta eru viðhorf ungu strákana til þess að deyja písarvottardauða. Í Vestur heiminum dreymir unga stráka um að verða fótboltahetjur en á Gaza eiga drengir sér drauminn heitast að deyja fyrir Palestínu, deyja fyrir Islam.

Maður getur ímyndað sér að leikstjórar fórni miklu fyrir að koma verkum sínum til áhorfenda. James Miller sem framleiddi og leikstýrði þessari mynd fórnaði lífi sínu til að gera þessa mynd. Dauði hans er innleiddur inn í frásögnina og endirinn á myndinni er ótrúlegur en Palestínumenn heiðruðu Miller sem píslarvott. Þetta er einfaldlega mynd sem allir verða að sjá.






Tuesday, December 4, 2012

Tungu-togari dagsins

Ég rak Viðar sem rak við í Viðey

In the Realm of the Senses (1976)

Sagan af Sada Abe er náttúrulega stórmerkileg en hún kyrkti elskhuga sinn í ástaratlotum og skar svo af honum tólin.

Kvikmyndin In the Realm of the Senses fjallar um hneigðir og girndir þessarar goðsagnakenndu japönsku konu. Myndin er afar umdeild, enda mjög opinská og má sjá aðalleikarana í raunverulegum ástaratlotum. Í myndinni er líka einstakt atriði þar sem soðið egg hverfur upp í æxlunarfæri og þarf Sada Abe að hafa sig alla við til að verpa því aftur út. Mjög eggjandi.

Þrátt fyrir mikla erótík er þetta algjör "bad-feel" kvikmynd og ég bara fíla ekki að sjá fólk kyrkja hvort annað í bólinu. Kallið mig skrítinn. En sögulega séð er þetta náttúrulega merkileg kvikmynd og krassandi kvikmyndagerð um krassandi kvenmann.

Sunday, December 2, 2012

Í fréttum er þetta helst..

Þetta er mikil stuðplata.

The Mars Volta geta ekki klikkað jafnvel þó þeir hafi yfirgefið þrumukraftinn á Bedlam in Goliath.

Smá kántrí, smá popp, smá sól, smá Kate Earl

Það eru engir hestar í þessu bandi, ég athugaði það. Slow Cruel Hands of Time af Mirage Rock.

Beth Orton er komin aftur og þetta er ljúft og hæfilegt lag sem heitir Last Leaves of Autumn.

Það er sumt sem maður getur alltaf reitt sig á og eitt af því er að maður getur alltaf kinkað hratt kolli í takt við Green Day.

Segjum þetta gott í dag.  


The Cabin in the Woods (þurr tuska)

Ég bjóst við einhverju "mind-bending mind-fokki" en eina sem ég sá var ærslafull og blóðug grínmynd.