Wednesday, May 28, 2014

Undur himingeimsins

Ég ætla að leyfa mér að mæla með þáttaröðum sem ég hef verið að kynna mér en það er BBC sem framleiðir þessa þætti (frá 2010) um undur sólkerfisins með poppvísindamanninum Brian Cox í fararstjórasætinu. Mjög merkilegir þættir og aðgengilegir en þeir ganga undir enska nafninu Wonders of the Solar System. Í fyrsta þætti er umfjöllunarefnið Sólin en hún er grundvöllur þess að við getum lifað á bláa punktinum.






Wednesday, May 21, 2014

Brokeback Mountain með glimmeri

Þessi kvikmynd er ljómandi fín með Michael Douglas sláandi góðum sem píanistinn og skemmtikrafturinn Liberace. Matt Damon leikur elskhugann hans sem skrifaði bókina sem myndin byggir á. Fullt af 80's stemningu, lúxus lifnaðarháttum og hómó-erótík. Það gerist nú ekki mikið betra en það!

Wednesday, May 14, 2014

10 ástæður fyrir að flytja til Kína

1. Þú getur fengið herraklippingu með þvotti á 400 krónur.

2. Hvít húð er guðdómleg fyrir kínverjum og þá sérstaklega fyrir stelpur sem mjaka á sig hvítunarkremi. "Vá hvað þú ert hvít" er eitthvað mesta hrós sem stelpa getur fengið. Íslendingar teljast því þá í fallegri kantinum.

3. Verslun. Ótrúlegt vöruúrval og óteljandi verslanir út um allt. Allt frá götusölum að selja bakaðar sætar kartöflur upp í tískuverslanir, þá er vöruúrvalið sláandi sérstaklega fyrir Íslending sem þarf að setjast inn í bíl og keyra út í stórmarkað til að kaupa banana. Svo ef þú finnur það ekki í verslun þá er allt annað á netinu og sent heim oftast gjaldlaust og verði  haldið vel niðri.

4. Kínverjar eru að öllu jöfnu vingjarnlegir og áhugasamir við fólk frá öðrum löndum. Sumir myndu jafnvel segja að þeir væru vingjarnlegri við þá heldur en við hvorn aðra.

5. Lánamenningin er allt öðruvísi hérna og hér tekur engin 40 ára lán fyrir íbúð eða 5 ára lán á bíl. Fólk safnar pening en ef það á ekki nóg fyrir íbúð þá borgar það lánið á kannski 5-10 árum.

6. Stuttur vetur.

7. Ótrúlega margir fallegir staðir til að ferðast á. Kína er í rauninni heimsálfa með fjölda menninga og allskonar loftslag frá hitabelti og upp í fimbulkulda í norðrinu.

8. Ótakmarkað niðurhal!

9. Úrval af hráefni er gríðarlegt enda geta kínverjar ræktað nánast hvað sem er og því er verð oftast sanngjarnt.

10. Samgöngur. Að taka strætó er lítið mál og kostar nánast ekki neitt (þó oft þurfi maður að standa). Það er því engin þörf á að eiga bíl.

Ég gæti svo örugglega talið upp 20 ástæður fyrir að flytja ekki til Kína. En það gæti hleypt af stað viðvörunarbjöllum hjá internet ritskoðun ríkisins.

Hjólið

Þetta ljóta hjól er búið að koma sér vel við að koma mér frá A til B. Áður átti ég álitlegri hjól en þeim var hvert á fætur öðru stolið frá mér. Ég keypti því ljótasta hjól sem ég fann á skólasvæðinu. En það gerir sitt gagn.

Fjölskylda

Þessa vikuna talaði ég við nemendur mína um fjölskyldu og þá sérstaklega á hvaða hátt vestrænar fjölskyldur væru frábrugðnar kínverskum fjölskyldum. Hérna ætla ég að týna til the main differences.

1. Það er algengt að afar og ömmur búi með barni sínu, maka og börnum eftir að þau leggjast í helgan stein og hjálpi til á heimilinu. Það er ekki mikið fæðingarorlof í boði fyrir foreldra í Kína og þannig hagnast allir af þessum aðstæðum. Amman eldar gjarnan mat og sér um húsverk á meðan foreldrar vinna og amman og afinn sjá að sjálfsögðu um barnið á meðan foreldrarnir eru í burtu. Ég sagði nemendum mínum að þetta væri mjög óvenjulegt á Íslandi þar sem we value independence and privacy more than Chinese people whereas Chinese people place greater importance on taking care of one another and being close. Þetta er eitthvað sem ég kann að meta við kínverska menningu. Þarna hefur eldra fólk hlutverk auk þess sem þau geta eytt miklum tíma með barnabörnum sínum og fylgst með þeim vaxa og dafna.

2. Foreldrar halda uppi börnum sínum fjárhagslega þangað til þau byrja að vinna. Það þýðir að foreldrar halda uppi börnum sínum á meðan þau eru í háskóla því það er sjaldgæft að ungt fólk fari út á vinnumarkaðinn áður en það útskrifast úr háskóla. Foreldrar koma miklu meira af öllum ákvarðanatökum í lífi barna sinna og ákvarða allt frá því hvað börn þeirra læra í háskóla (stelpur = accounting, strákar = viðskipti eða verkfræði) til hverjum börn þeirra giftast (Í Ningbo verður maðurinn að eiga hús og helst bíl ef hann á að fá að giftast konunni). Með öðrum orðum þá er sjálfstæði ekki eiginleiki sem foreldrar reyna að byggja upp í börnum sínum. Hins vegar þá hvetja íslenskir foreldrar börn sín til að vera sjálfstæð, gera og ákveða hluti sjálf þegar það á við.

3. Börn segja nánast aldrei "takk" við foreldra sína. Fljótt á litið mætti túlka þetta sem vanþakklæti en sannleikurinn er sá að þetta tíðkast bara ekki. En það eru ástæður fyrir því og það liggur í hugsunarhætti kínverja. Þeir álita sem svo að fjölskyldymeðlimir séu svo nánir að það er óþarfi að vera með einhverjur seremóníur. "Takk" er eitthvað sem þau nota (samt ekki nógu mikið) á almannafæri við fólk sem það er ekki náið. Það að segja "takk" við foreldra sína myndi þá sýna að þau væru ekki náin foreldrum sínum. Það spilar líka inn í að kínverjar leggja mikla áherslu á skyldu. Það er skylda foreldra að sjá vel um börn sín og seinna meir skylda barna að sjá um foreldra sína þegar þau eldast.

Monday, May 12, 2014

Sohn

Sohn er náungi frá London sem er að gera sálarfulla elektroník, í svipuðum dúr og James Blake. Hér er upphafslag plötunnar Tremors sem er glæsilegt.


Besta uppfinningin

Hjólið, nánar tiltekið reiðhjólið er að mínu mati einhver besta uppfinning sem sköpuð hefur verið. Hönnunin er einföld, og því oftast tiltölulega ódýr. Hraðinn sem næst með reiðhjólinu er umtalsvert betri en þegar gengið er þannig að það eru augljós hagur af minni tíma í að ferðast (þó bíll hafi vinninginn - sérstaklega þegar langar vegalengdir eru farnar - en bíllinn aftur á móti ekki einfaldur og ekki hagkvæmur). Reiðhjólið er umhverfisvænt og í þokkabót líkamsræktartæki. Það eru einfaldlega ekki margar uppfinningar sem toppa þetta frábæra tæki.

Elbow menn

Elbow menn frá Manchester eru komnir með nýtt stykki og hér er ljómandi biti af því sem heitir Charge.


Forgangsröðun

Svona ef maður hugsar til þess hvað matur er mikilvægur fyrir fólk þá er skrítið að hugsa til þess að engir minnisvarðar eða styttur eru til af þessum lífsnauðsynlegu fyrirbærum. Það mætti alveg reisa styttu af banana og skrifa á platta hvaða lífsnauðsynlegu næringarefni banani hefur og hvað át á einum slíkum gerir mannfólki gott. 

Svo eru íslenskar götur oft nefndar eftir einhverjum körlum og stöðum úr íslendingasögum. Væri eitthvað verra að hafa Brokkolístræti 10 eða gulrótargötu 23?

Það má ekki taka þessum lífsnauðsynlegu afurðum móður jarðar sem sjálfsögðum hlut. 

Wednesday, May 7, 2014

Hér er vísindamaðurinn Sam Harris að tala um mikilvægi augnabliksins og leiðir okkur í gegnum Mindfulness hugleiðslu.


Ekki smart

Ég hef ekki enn séð ástæðu til að fjárfesta í svokölluðum smartsíma en eign á slíku tæki virðist hálfpartinn orðið eins algengt og fæðingarvottorð. Ég skil ekki hvað á að vera svona frábært og nauðsynlegt við þessa græju. Sjálfur vill ég leitast við að hafa líf mitt sem einfaldast og ég er handviss að svona sími mun flækja líf mitt, ekki gera það betra. Ég veit hvað internetið bíður upp á rosalega margt og bara það að hafa tölvu á heimilinu veitir aðgang að ógrynni af efni sem keppist um athygli manns. Ég get því ekki skilið hvað á að vera gott við það að vera alltaf tengdur við internetið eða alltaf vera með "vini" inni í þessu tæki. Ég þarf nú bara smá tíma fyrir sjálfan mig.

Kína er gott dæmi um land þar sem smart símar hafa tröllriðið öllu og það eru "allir" með smartsíma. Tískufyrirbrigði grassera einstaklega vel í þessari menningu þar sem samkeppni, og að vera "í hópnum" er sterk hvatning til hegðunar. Fólk einfaldlega vill ekki vera útundan. Og þetta er allt saman rosalega hagkvæmt fyrir fyrirtækin sem koma reglulega upp með nýja og betri tækni og sannfærir fólk um að þetta þurfi allir að eiga. Fólk hérna er yfirleitt frekar hissa á að sjá mig draga upp gamlan (og góðan) Nokia síma.

Ég er ekki sannfærður um að ég þurfi þetta tæki en ég er sannfærður að þetta tæki geri það að verkum að fólk er minna staðsett í tilteknu augnabliki og á færri raunveruleg samskipti við fólkið í kringum það. Ég vil frekar vera til í þessu augnabliki heldur en vera til á Wechat.

Saturday, May 3, 2014

Temples - The Guesser

Flott hljóðið í þessum mönnum.


Hunger Games: Catching Fire

Þessi mynd fannst mér ekki byrja fyrr en hún endaði. Ég var ekki hrifinn.

The Dish (2000)

The Dish er áströlsk kvikmynd byggð á sönnum atburðum en myndin segir frá þeim mönnum (og gervihnattardisknum sem myndin er kennd við) sem unnu við að senda út sjónvarspsmerkið frá tungl-lendingunni árið 1969. Þrátt fyrir viðfangsefnið er myndin mjög jarðbundin, eitthvað sem einkennir jafnan ástralska kvikmyndagerð. Að mínu mati er þetta afar vel heppnuð, lítil mynd sem segir frá venjulegu fólki sem vann á bakvið tjöldin við að skapa söguna. Og ekki skemmir fyrir að Sam Neill er í húsinu og sýnir heillandi leik.