Wednesday, May 14, 2014

Fjölskylda

Þessa vikuna talaði ég við nemendur mína um fjölskyldu og þá sérstaklega á hvaða hátt vestrænar fjölskyldur væru frábrugðnar kínverskum fjölskyldum. Hérna ætla ég að týna til the main differences.

1. Það er algengt að afar og ömmur búi með barni sínu, maka og börnum eftir að þau leggjast í helgan stein og hjálpi til á heimilinu. Það er ekki mikið fæðingarorlof í boði fyrir foreldra í Kína og þannig hagnast allir af þessum aðstæðum. Amman eldar gjarnan mat og sér um húsverk á meðan foreldrar vinna og amman og afinn sjá að sjálfsögðu um barnið á meðan foreldrarnir eru í burtu. Ég sagði nemendum mínum að þetta væri mjög óvenjulegt á Íslandi þar sem we value independence and privacy more than Chinese people whereas Chinese people place greater importance on taking care of one another and being close. Þetta er eitthvað sem ég kann að meta við kínverska menningu. Þarna hefur eldra fólk hlutverk auk þess sem þau geta eytt miklum tíma með barnabörnum sínum og fylgst með þeim vaxa og dafna.

2. Foreldrar halda uppi börnum sínum fjárhagslega þangað til þau byrja að vinna. Það þýðir að foreldrar halda uppi börnum sínum á meðan þau eru í háskóla því það er sjaldgæft að ungt fólk fari út á vinnumarkaðinn áður en það útskrifast úr háskóla. Foreldrar koma miklu meira af öllum ákvarðanatökum í lífi barna sinna og ákvarða allt frá því hvað börn þeirra læra í háskóla (stelpur = accounting, strákar = viðskipti eða verkfræði) til hverjum börn þeirra giftast (Í Ningbo verður maðurinn að eiga hús og helst bíl ef hann á að fá að giftast konunni). Með öðrum orðum þá er sjálfstæði ekki eiginleiki sem foreldrar reyna að byggja upp í börnum sínum. Hins vegar þá hvetja íslenskir foreldrar börn sín til að vera sjálfstæð, gera og ákveða hluti sjálf þegar það á við.

3. Börn segja nánast aldrei "takk" við foreldra sína. Fljótt á litið mætti túlka þetta sem vanþakklæti en sannleikurinn er sá að þetta tíðkast bara ekki. En það eru ástæður fyrir því og það liggur í hugsunarhætti kínverja. Þeir álita sem svo að fjölskyldymeðlimir séu svo nánir að það er óþarfi að vera með einhverjur seremóníur. "Takk" er eitthvað sem þau nota (samt ekki nógu mikið) á almannafæri við fólk sem það er ekki náið. Það að segja "takk" við foreldra sína myndi þá sýna að þau væru ekki náin foreldrum sínum. Það spilar líka inn í að kínverjar leggja mikla áherslu á skyldu. Það er skylda foreldra að sjá vel um börn sín og seinna meir skylda barna að sjá um foreldra sína þegar þau eldast.

No comments:

Post a Comment