Monday, February 10, 2014

Blue Jasmine

Ég hef aldrei verið sérstakur áhugamaður Woody Allen og hef ekki verið að hressast yfir töfra realismanum sem hann oft færir fram í myndum sínum. Ég man þó að ég hafði gaman af Match Point af þessum nýju myndum hans. Ég var hins vegar gríðarlega sáttur við nýjasta framlag Allen. Í Blue Jasmine setur hann upp dauðafæri fyrir Cate Blanchett til að túlka þá taugaveiklun sem einkennir efnishyggju og snobb nútímans. Blanchett, fædd og menntuð í leikfræðum í Ástralíu, þakkar pent fyrir sig og skorar mikinn leiksigur. Látið þessa konu hafa Skara!

9/10

Og fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða frekari andhetjur nútímans á hvíta tjaldinu mæli ég einnig með Young Adult þar sem Charlize Theron fer á kostum í aðeins léttari mynd.






The Secret Life of Walter Mitty

Alltof þunglamaleg mynd með flötum persónum sem myndu kannski duga fyrir steikta grínmynd en ekki fyrir svona alverlega nálgun. Þessi nýjasta mynd Ben Stiller nær engan veginn að dansa á línunni milli gríns og alvöru og fellur því kylliflöt. Það var með herkjum að ég kláraði hana og kannski eina ástæðan var hlutverk Íslands í myndinni.

P.S. Er ekki gert lítið úr vitsemdum unga fólks vors þjóðar þegar það er sýnt skipta á hjólabretti fyrir einhverja teyjudúkku!

4/10


Saturday, February 8, 2014

2013 aukaefni

Hér eru lög af öðrum plötum sem toguðu í eyrun á síðasta ári. Annars fer tónlistarárið 2014 hægt af stað.

Midlake gáfu út fína plötu sem heitir Antiphon


Kings of Leon voru meira spennandi band þegar þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið. Þeir eru orðnir mun meira straumlínulegir núna en þeir gerðu plötu á síðasta ári sem heitir Mechanical Bull sem hitti oft í mark með grípandi rokki.


Emilíana Torrini gerði vinalega plötu að venju sem olli alls engum ónæmisviðbrögðum.


The Dodos gerðu plötu sem heitir Carrier. Hún þarf smá tíma en verður betri með hverri hlustun.


The National platan var mikið að þvælast um eyrun á mér á síðasta ári. Fín plata þar.


Sigur-Rós gerðu ágætis plötu sem er þó engin ágætis byrjun.


The Spinto Band gerðu plötu með óhugnanlega grípandi lögum.


Torres er tónlistarkona sem ég veit nú ekki mikil deili á en samnefnd plata hennar fannst mér áhugaverð.




Gagnrýnendur fíluðu þessa plötu hvað mest á árinu 2013. Mér fannst hún ágæt.


Youth Lagoon gerði framúrstefnulega poppplötu með fullt af bergmáli og allt þetta kunni ég vel að meta.


Arctic Monkeys platan var svo ansi skotheld rokkplata.


Chvrches komu með sérstaklega skemmtilegt blátt-áfram elektrópopp.



 Ég varð sárlega fyrir vonbrigðum með framlögum Arcade Fire og Janelle Monae á árinu 2013.

Sunday, February 2, 2014

Tvær áhorfanlegar gamanmyndir

Góðar gamanmyndir eru fáar og langt á milli en ég sá nýlega tvær fínar gamanmyndir frá 2013.

Enough Said er fullorðins rom-kom með "besta-brosinu-í-Hollywood" Julia Louis-Dreyfus og James Gandolfini þar sem þau sýna heillandi samleik í skemmtilegri lítilli mynd um fólk á miðjum aldri í leit að ást.

8/10

In a World... er fyndnari mynd og naut ég hennar gríðarlega vel en hún státar af fyndnum hugmyndum um kvikmyndaheiminn og bráðfyndnum samtölum ásamt því að leikararnir sem flestir eru óþekktir eru frábærir.

9/10

The Dodos

Strákarnir í The Dodos með flott lag.