Sunday, April 27, 2014

Robots and work

I am sure that in the future robots with advanced artificial intelligence will be utilized to do most of the jobs humans currently engage in. Today robots are being used in jobs that are dangerous (mining), monotonous (assembly line jobs), simple (cleaning floors in homes), or simply not within the capabilities of humans (space exploration). But I believe that with the advancement of robotics technology and artificial intelligence robots will even be capable of jobs that require intelligence and decision making. Okay, let's imagine that kind of world. Robots do most of the jobs that humans now do. Basically, that would mean two things:

One, people would have more time to devote themselves to important issues such as making clean and sustainable energy, finding cures for chronic illnesses, growing crops in ecologically healthy ways, fighting social problems, and the "make-the-world-a-better-place" list goes on. Of course, lots of devoted and hardworking people are currently involved in solving these issues but more support would definitely make a huge positive impact. We could educate more people in science and get them working on these issues which are of benefit to the whole world.

Secondly, people would have more spare time. Now to a lot of people that sounds quite unattractive. Why would I want to sit on my ass all day? When I probed the reaction of my students to my utopian future one of them said that he would not enjoy a world where he didn't have to work. He said "work gives meaning to our lives". When I further questioned him if he thought his job was meaningful he reluctantly admitted that it was not. So do we actually believe that work gives meaning to our lives? Or is it something that has been told to us by a society that is built on an economic model that is sustained through meaningless jobs and the pursuit of money and material wealth. Of course, there are people who have meaningful jobs. But aren't most of those jobs related to exactly the work I just mentioned. Jobs that have the aim of improving life. I would welcome a world where work would only be aimed at making life on earth healthier, more equal, and more environmentally sustainable. People work their backs off. But what of actual worth is actually gained from that?

That's where I see the robots coming in.

And I could take up meditating again.

möööööö

Þetta er fínt lag frá Mö.


Friday, April 18, 2014

Gott í eyrun

Smá lagasyrpa sem hressir mögulega mann og annan

Damien Jurado - Suns in our Mind


Það er vel þess virði að kíkja á plötuna hans sem heitir Brothers and Sisters of the Eternal Son. Þetta er efni sem vinnur á.

Broken Bells - Perfect World



Strákarnir í Broken Bells gáfu út aðra plötu sína snemma á þessu ári. Hún er vel áhlustanleg og hressir á köflum en mér fannst fyrri platan betri.

Metronomy - The Upsetter


Dan Croll - Wanna Know



I Break Horses - Denial






Talib Kweli - Violations (feat Raekwon)



Architecture in Helsinki - When you walk in the Room


Ed Harcourt - Do as I say not as I do



Einn af popp gimsteinunum af plötu Ed Harcourt, Lustre sem kom út 2010 og er í miklu uppáhaldi.



Tuesday, April 8, 2014

Ed Harcourt - Lustre

Þetta var ein af uppáhalds plötunum mínum árið 2010. Rosa djúsí popp sem titrar af lífi.


The Hunger Games: Catching Fire

Ég hef gaman af satírunni í þessari myndaseríu en það fór allt of lítið fyrir henni í þessu framhaldi. Annars var ég alltaf að bíða eftir að hún byrjaði. Svo komst ég að því í lokin að hún byrjar sennilega ekki fyrr en í þriðju myndinni. Slakt.

3 / 10

Compliance (2012)

Þessi kvikmynd byggir á sönnu réttarmáli þar sem maður hringdi á McDonald's veitingastað, sagðist vera lögreglumaður og að einn starfsmaðurinn væri grunaður um þjófnað. Hann fékk yfirmann staðarins til að leita á starfsstúlkunni naktri en vegna anna hringdi yfirmaðurinn í unnusta sinn til að sitja yfir stúlkunni þangað til lögreglan kæmist á staðinn. Maðurinn í símanum, sem unnustinn hélt líka að væri lögreglumaður fékk unnustann til að gera allskonar skrítna og kynferðislega hluti við stúlkuna, meðal annars rassskella hana.

Þetta er alveg ótrúlegt mál en það hafa komið upp ansi mörg svona tilfelli í Bandaríkjunum þar sem yfirleitt var hringt á skyndibitastaði, starfsmaður sakaður um þjófnað og starfsfólk beðið um að gera eitthvað vafasamt við viðkomandi.

Myndin er á köflum erfið áhorfs því maður trúir varla að fólk sé ekki fært um að hugsa rökrétt í svona aðstæðum. En þetta sýnir bara nákvæmlega það sem Stanley Milgram sýndi fram á í margumtöluðum rannsóknum hans þar sem þátttakendur gáfu öðru fólki rafstraum er þeim fannst yfirvald skipa þeim fyrir. Fólk getur nefninlega látið siðferðislega sannfæringu sína eins og vind um eyru þjóta ef það skynjar að yfirvald gefur skipanir. Þessi rannsókn var talin geta meðal annars skýrt hvernig hermenn geta framið skelfileg ódæði í stríði.

Compliance er lítil og vel gerð kvikmynd sem sýnir ansi kröftuglega þessa hlið á mannlegri hegðun.

9 / 10