Thursday, January 30, 2014

Sightseers (2012)

Ég er augljóslega í vetrarfríi og hef verið að sólgra í mig kvikmyndum. Þessi breska kvikmynd er ansi steikt, þetta er svona hálfgerð Natural Born Killers sem gerist í sveitum Englands og morðingjarnir eru peysufólk úr úthverfum Englands. Sjúklegheit þessa pars sem fer hamförum í útilegum og myrðir mann og annan hélt mér við skjáinn.

7/10

Like Someone in Love (2012)

Þessi kvikmynd kom inn á borð til mín og fylgdi sögunni að hér væri á ferðinni gæðakvikmynd frá japönskum óháðum aðilum. Þetta var nú bara ansi óspennandi mynd sem ekkert gerðist í. Full mikið artí fartí fyrir minn smekk.


4/10

Friday, January 24, 2014

Culture in Decline

Það voru að detta inn á borð til mín þættir sem taka fyrir ýmis málefni sem snúa að tilvist mannskepnunnar með gagnrýnum augum en gera það á skemmtilegan og  kæruleysislegan hátt. Gestgjafinn heitir Peter Joseph.


Bill Hicks

Jón Gnarr hefur lengi verið að gefa þessum grínista hátt undir höfði og í dag gafst mér loksins tími til að skoða uppistand með honum. Ég var hrifinn.


The Corporation

I'm a bit behind schedule with this but this Canadian documentary still packs a punch with a great argument which is relevant today as much as it was relevant in 2003 when the movie was made.


Wednesday, January 22, 2014

Polytechnique

One of the most disturbing, difficult, and tense movies I have ever watched. It lays out the events surrounding the Montreal Massacre where a lone gunman killed fourteen women and injured many more when he entered a school carrying a rifle and started to target mostly women. Such a powerful and haunting film which also shows what devastating effects this kind of event has on the survivor's lives. This is brilliant film-making.

9/10


Her

Nýjasta kvikmynd Spike Jonze hefur heldur betur heillað kvikmyndaáhugamenn upp úr skónum enda ekki von á öðru þegar myndin byggir á jafn skemmtilegri og frumlegri hugmynd og hér er raunin plús það að Joaquin Phoenix sér um leikinn. 

Mér fannst hún samt ekki eins frábær og ég bjóst við. Hugmyndin er góð og myndin er grípandi og skemmtileg á að horfa en mér fannst vanta betri hugmyndir til að þróa söguna. Ég hef til dæmis séð voða svipaða sögu sagða í Lars and the Real Girl þar sem Ryan Gosling lék einmana mann sem varð ástfangin af kynlífsdúkku sem hann pantaði á netinu. Auk þess bjóst ég við að verða heillaður upp úr skónum af Joaquin Phoenix en mér fannst hann bara þokkalegur í annars erfiðu hlutverki en hann er nánast alltaf á skjánum.

8/10

Donald Glover

Þessi gæi hefur komið víða við í skemmtanabransanum, meðal annars sem uppistandari og handritshöfundur sjónvarsþáttana 30 Rock. Hann er líka rappari og vill þá láta kalla sig Childish Gambino. Hann var að gefa út plötu sem heitir Because the Internet og það er ágætis sveifla í þessu hjá honum. Lagið hér er Crawl.


Friday, January 17, 2014

Out of the Furnace

Það er nokkuð þéttur pakki leikara í þessari spennumynd eftir Scott Cooper (Crazy Heart). Hæst ber að nefna Christian Bale sem leikur aðalhlutverkið og er þéttur að venju og Woody Harrelson sem fer hamförum sem drullusokkur dauðans. Hins vegar er myndin helst til týpísk (t.d. bróðirinn sem er alltaf að koma sér í klandur og góði bróðirinn alltaf að redda honum) og handritið þunnt. Hún á hins vegar ágætis spretti, er á köflum spennandi og er áhorfanleg þá helst vegna frammistöðu leikarana.

7/10

Surfer Blood

Þessi nýjasta plata Surfer Blood laumaðist einhvern veginn framhjá mér á síðasta ári. En núna er ég kominn með hana og byrjaður að hressa mig við. Lagið hér er Gravity og hresstu þig nú við!



Blood Orange

Ef þú ert að velta fyrir þér hvað í andskotanum þetta er þá eru hér tvö lög af þessari plötu sem smyrja notalega á mér eyrun. Þessi plata kom út á síðasta ári og fékk ágætis umfjöllun. Maðurinn kallar sig Blood Orange, platan er Cupid Deluxe og lögin að neðan.



Thursday, January 16, 2014

Jagten

Mads Mikkelsen gives a graceful performance in this acclaimed Danish drama from director Thomas Vinterberg. Very relevant, thought-provoking and tense. Definitely a must-see.

  9/10

Tuesday, January 14, 2014

Stories we Tell

Stories we Tell er heimildarmynd sem Sarah Polley leikstýrir en hún tekur viðtöl við fjölskyldumeðlimi og vini sem tala um mömmu hennar og framhjáhald hennar sem leiddi til þess að hún fæddist í lausaleik án vitneskju pabba hennar. Þessi heimildarmynd hefur verið hjúpuð lofi og hefur verið sagt að hún sé vel hugsuð stúdía á eiginleika minnis og hvernig við segjum frá.

Ég er hins vegar á þeirri skoðun að þessi mynd sé ekki að segja frá neinu sem ekki er augljóst. Minni fólks er brigðult og sögur sem við segjum eru litaðar af tilfinningum, tengslum okkar við fólkið í sögunni og frásögn annara (eða jafnvel ljósmyndum sem við höfum séð). Ég get því ekki séð af hverju ég á að vilja að eyða tveim klukkutímum í að horfa á þessa kanadísku fjölskyldu tala um eitthvað framhjáhald. Bara ekki nógu áhugavert.

5/10

The Spectacular Now

Þessi mynd hefur verið að fá góður viðtökur en hún er skrifuð af sama teyminu og skrifaði 500 Days of Summer. Myndin er flokkuð sem grínmynd en ég verð nú að lýsa yfir vonbrigðum yfir þeim hluta myndarinnar. Hún er eilítið þung og það er ekki mikil dýnamík í gangi þannig að á köflum verður hún óspennandi. Hins vegar á hún góð dramatísk augnablik og þessir ungu leikarar eru mjög góðir, sérstaklega strákurinn sem leikur aðahlutverkið. En miðað við alla úrvals dómana sem myndin er búin að fá verð ég að segja að ég varð fyrir vonbrigðum.

7/10

Monday, January 13, 2014

Captain Phillips

Alveg sé ég fyrir mér að þessi mynd yrði þýdd á íslensku sem "háskaleikur" þegar hún verður kannski einn daginn sýnd á RÚV.

En burtséð frá þýðingum þá er þetta spennuþrungin mynd með Tom Hanks í góðu formi (ekki líkamlegu þó).

Pottþétt minnsta hlutverk sem Catherine Keener hefur tekið að sér en þessi ágæta leikkona sást í nokkrar mínútur í byrjun.

Annars voru sjúskaðir sómalískir sjóræningjar (er það ekki eittvað lag?) náttúrulega í aðalhlutverki.

9/10


Friday, January 10, 2014

Tónar dagsins

Fjórir léttir tónar til að koma sér í góða skapið!!!???

Broken Bells - Holding on for Life


Chance the Rapper - Lost (ft. Noname Gypsy)


Arcade Fire - You Already Know


Pusha T - S.N.I.T.C.H. feat. Pharrell




amerískt hössl

Ein af þessum myndum sem verður í baráttunni um Óskarinn í ár. Kvikmyndir David O. Russell eru orðnar fastagestir á helstu verðlaunapöllum kvikmyndana. American Hustle er fínasta mynd með Christian Bale sem enn hniklar kröftuglega á sér leik-vöðvana (þó með bumbu í þessari mynd).

8/10

Thursday, January 9, 2014

Myndin til að sjá

Dallas Buyers Club er myndin til að sjá. McConaughey er frábær í myndinni og nær að löðra mann í samkennd fyrir manni sem á yfirborðinu hefur kannski ekki marga aðdáunarverða eiginleika.

Dallas Buyers Club is no doubt the film to see these days. What a great movie! The movie is based on a true story of a Texas man diagnosed with the HIV virus and given a month to live by physicians. The man, Ron Woodroof, played by an unrecognizable and necessarily emaciated Matthew McConaughey is shown at the beginning of the film to be a swindler and a reckless pleasure-seeker, seeking the comfort of booze, prostitutes and drugs.

McConaughey gives an outstanding performance, able to bring humanity and depth to a character that at first doesn't seem to have many redeeming qualities. The triumph of his performance is making this apparently selfish and irresponsible character sympathetic to the audience. It is a truly knock-out performance and surely he will be on the list of nominations for best actor in the upcoming Oscars. I hope he gets it! Also check out a great performance by Jared Leto in the movie.

9/10

Sunday, January 5, 2014

Best and most disappointing movies of 2013

I haven't been up-to-date this year so this list is embarrassingly incomplete.

1. Prisoners
2. Mud
3. The Conjuring
4. Gravity
5. Star Trek: Into darkness
6. The Way Way Back



Most disappointing

Man of Steel
Elysium


The Wolverine (6/10)

Ég var ekki sérstaklega heillaður af annari tilrauninni til að starta sólóferli Wolverine. Það var ágætis dýnamík og spenna í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var öllu tilþrifaminni enda brann söguþráðurinn fljótt upp eftir byrjun síðari hálfleiks. Illkvendið í þessari mynd verður svo að teljast eitthvert það aumasta í sögu ofurhetjumynda. Mér sýnist Úlfamaðurinn njóta sín best þegar hann er umvafinn öðrum stökkbreytingum og það mun hann vera í væntanlegri mynd um áframhald ævintýra X-mannana. 6/10