Tuesday, January 14, 2014

Stories we Tell

Stories we Tell er heimildarmynd sem Sarah Polley leikstýrir en hún tekur viðtöl við fjölskyldumeðlimi og vini sem tala um mömmu hennar og framhjáhald hennar sem leiddi til þess að hún fæddist í lausaleik án vitneskju pabba hennar. Þessi heimildarmynd hefur verið hjúpuð lofi og hefur verið sagt að hún sé vel hugsuð stúdía á eiginleika minnis og hvernig við segjum frá.

Ég er hins vegar á þeirri skoðun að þessi mynd sé ekki að segja frá neinu sem ekki er augljóst. Minni fólks er brigðult og sögur sem við segjum eru litaðar af tilfinningum, tengslum okkar við fólkið í sögunni og frásögn annara (eða jafnvel ljósmyndum sem við höfum séð). Ég get því ekki séð af hverju ég á að vilja að eyða tveim klukkutímum í að horfa á þessa kanadísku fjölskyldu tala um eitthvað framhjáhald. Bara ekki nógu áhugavert.

5/10

No comments:

Post a Comment