Thursday, October 31, 2013

Spark-í-rass 2

Ég veit ekki hverju gagnrýnendur voru að búast við en framhaldið af Kick-Ass er nokkurn veginn það sem maður bjóst við. Flippað og ýkt ofbeldi og alls konar kómísk sjúklegheit keyrt áfram af viðunandi söguþræði. Fínt spark í rassinn bara þó að hæfileikum Jim Carrey hafi nú verið sóað í kjötlítið hlutverk.

Stöðugleiki

Gömlu kempurnar í Pearl Jam voru að gefa út nýja plötu. Ég er búinn að hlusta aðeins á hana og strákanir bara nokkuð ferskir. Pearl Jam er eitt af þeim böndum sem er búið að vera stöðugt í gæðum í gegnum árin. Þeir hafa gefið út haug af plötum og flest allt gæðastöff. Önnnur bönd sem eru eftirtektarverð fyrir stöðugleika eru að mínu mati:





Radiohead
Goldfrapp
Arcade Fire
My Morning Jacket
Muse (þangað til The 2nd Law)
Sigur-Rós
The Mars Volta

Það kemur því ekkert á óvart að þetta eru allt bönd sem eru í uppáhaldi hérna megin.

Hér er lag:


Reflektor

Það er auðvitað spenna í kringum útgáfu Arcade Fire á Reflektor. Ég var að djöflast á hlaupabretti þegar þetta lag sveif inn í eyrað á mér og ég lifnaði allur við.


Stick your Willy Wonka between my Oompa Loompas

Frábært atriði úr Extras þar sem Kate Winslet fer mikinn í sóðatali. Extras eru annars snilldar þættir sem ég hef verið að endur-heimsækja við mikla kátínu.


Sunday, October 27, 2013

Apple

Einn nemandinn minn (Apple) lenti nýlega í hræðilegu bílslysi þar sem vinkona hennar lést. Sjálf meiddist hún illa á fæti og þarf á nokkrum aðgerðum að halda auk þess að vera á spítala í 1-2 mánuði. Ég og nokkrir bekkkjarfélagar hennar fórum að heimsækja hana á dögunum. Það er hefð í Kína þegar maður heimsækir fólk á spítala að gefa ávexti þannig að ég keypti slatta af eplum handa henni. Sumir bekkjarfélagar komu með mjólk (sem þarf ekki að vera í kæli), og þau höfðu líka undirbúið allskonar föndur eins og hjörtu og höfðu skrifað skilaboð í litla stílabók frá öðrum nemendum í bekknum.

Hún var í herbergi með þremur öðrum, allt eldri karlmenn sýndist mér og ansi þröngt um manninn. Maðurinn við hliðina á henni sat uppi með fótinn upp í rúmi á meðan læknir gerði að sári hans en það vantaði á hann stóru tána. Apple var frekar feimin að sjá þegar við komum en líklega leið henni líka illa en það er ekki eins mikið um verkjalyfs notkun þarna hjá þeim. Hún grét aðeins en við reyndum að hressa hana við. Pabbi hennar lyfti teppinu af fætinum á henni til að sýna okkur ansi slæmt sár á kálfanum á hennni. Ég hef aldrei séð jafn slæm meiðsli áður og brá mér töluvert en lét þó ekkert á mér sjá. Ef skilningur minn var réttur þá á að taka hold af rassinum á henni og græða á legginn því það djúpt er sárið. Læknirinn er víst búin að segja henni að útlitið sé ekki gott um að hún muni ganga aftur á venjulegan hátt. Ég talaði við hana og reyndi að hressa hana við en vissi kannski ekki alveg stundum hvað ég ætti að segja. Ég spurði hana hvort henni þætti gaman að syngja. Hún sagði það ekki vera. Hinir nemendurnir stungu þá upp á að ég myndi syngja fyrir hana lag. Sem hljómaði nú ekki voða vel fyrir mér enda sjúkrastofan full af fólki, mamma hennar og pabbi þarna ásamt aðstandendum og sjúklingum. Hins vegar gat ég ekki ollið Apple vonbrigðum og auðvitað vildi ég reyna láta henni líða betur. Ég söng þá feimnislega hluta af einu kínversku lagi og svo You are not Alone en fékk nú aðstoð með textann úr snjallsíma. Apple þakkaði mér voða vel fyrir og kannski að tálausi maðurinn hafi notið líka en ég fékk nú ekki komment frá honum. Ég er svo búin að heimsækja Apple einu sinni aftur og hún er ótrúlega brött miðað við erfið meiðsli og dáist ég að viðhorfi hennar. Hún er heppin að vera á lífi og segist hún ætla að sigrast á þessu og nýta líf sitt vel. Rosalega aðdáunarverð stelpa.

The Conjuring

Ég plataði Söru til að horfa á The Conjuring með mér um daginn og uppskar eitt nokkuð kröftugt öskur. Það flugu nokkrir fuglar af húsþakinu heyrði ég þegar hún öskraði. En burtséð frá tilraunum mínum til að venja Söru á að horfa á hrollvekjur þá er The Conjuring ekki sérstaklega frumleg hrollvekja. Það er smjattað á sömu gömlu tuggunni að fjölskylda flytur inn í gamalt hús þar sem einhver djöfulgangur átti sér stað á árum áður og á nóttunnni fer ýmislegt undarlegt að gerast (og hundurinn auðvitað skynjar þetta og stígur ekki fæti inn í húsið- sá fékk svo á baukinn seinna). Það var margt í myndinni sem minnti mig á Poltergeist og The Exorcist og svo er alveg klassíkt að krydda þetta allt saman með skuggalega útlítandi dúkku með óhreint í pokahorninu. En þótt að frumleikinn leki ekki af myndinni þá hafði ég samt gaman af henni því hún er vel gerð og er nægilega spennuþrungin til að halda manni við efnið. Góðir leikarar sjá svo um að selja manni söguna og fannst mér Lili Taylor eiga hrós skilið fyrir flottan leik.

Þannig að það er alveg þess virði að slökkva ljósin og kíkja á The Conjuring.

Saturday, October 26, 2013

Epískir hjónabandserfiðleikar

Ég hef aldrei séð eins spennuþrungnar hjónaerjur túlkaðar á (svart)hvíta tjaldinu eins og í Who's Afraid of Virginia Woolf þar sem Elizabeth Taylor og Richard Burton leika hjón sem tjá ást sína á hvort öðru með því að hvelja hvort annað. Ef þú hefur ekki séð þessa ættiru að kíkja á hana. Hún er þrælmögnuð og skemmtileg.


Thursday, October 17, 2013

gott samtal

átti gott samtal við kínverska konu sem var á hjóli. Við vorum næstum búin að rekast á hvort annað þannig að hún sagði kurteisislega á ensku: sorry. Og ég svaraði á íslensku: alltílæ. Alþjóðlegar samræður heldur betur.

Pacific Rim

sex ára krakki hefði getað sett saman söguna í Pacific Rim en það hefur þurft einhverja grafík snillinga og græjur til að sjóða saman þessar tæknibrellur sem eru magnaðar. Alltílagi mynd.

The Vampyre of Time and Memory

Mikið er þetta nú skemmtilegt lag hjá strákunum í Queens of the Stone Age.


töfrabrögð í Tælandi

Ég las það í fréttum nýlega að skemmtistað hefði verið lokað í Tælandi þar sem meðal annars var hægt að sjá dömur draga alls konar dót út úr leggöngum sínum. Hvert er heimurinn að fara þegar heiðarlegur maður getur ekki sest niður og horft á asíska dömu draga dýr í útrýmingarhættu út úr sköpum sínum?

Saturday, October 12, 2013

Bland í poka

Vændiskonurnar eru meira á sveimi á laugardögum enda eru laugardagar dagar þegar maður leyfir sér ákveðin munað. Eins og að splæsa í eins og eitt Lindubuff. Nú eða bland í poka.

Iron & Wine er hérna með alveg silkimjúkan slagara í beinni sem heitir The Desert Babbler.


Rhye er tvíeyki sem gáfu út plötuna Woman á þessu ári. Rosa melló og aðlaðandi fílingur með dassi af retró og kallinn tjillaður á því.


Manic Street Preachers eru það besta sem komið hefur frá Wales síðan Ryan Giggs var upp á sitt besta. Þeir eru hvergi að baki dottnir og eru farnir að hvetja fólk til að spóla til baka. Illa flippaðir náungar sem fara létt með að skapa dýrðar tóna eins og þessa.


Arctic Monkeys hafa aldrei verið upp á vegg hjá mér en nokkur löf af nýju plötunni hafa fengið mig til að sperra eyrun. Þeir eru með eitthvað kúl í vasanum.


Au Revoir Simone er tríó frá New York sem eru að gera garðinn frægan með Move in Spectrum. Þetta lag heitir The Lead is Galloping og hljómar flott.


Chvrches er band sem er búið að vera að færa sig upp á skaftið með taktþungu synth poppi. Night Sky er flott lag af frumraun þessara.



The Dodos eru indí rokk band frá Bandaríkjunum. Ég  held að það sé þess virði að kíkja á plötuna Carrier en þetta dúndur fína lag er af henni. Nú ég ætlaði að spila lagið Relief en það er víst ekki til á Youtube. Þá er hérna í staðinn lagið Substance.



Platan hennar Emilíönu Torrini lofar mjög góðu. Skemmtileg blanda af lífrænu og rafrænu sándi hjá henni.




Hér er eitt til að taka með sér í ræktina.


Þú getur ekki klikkað með að setja Goldfrapp á fóninn. Himneskt.


The National með vangalagið Heavenfaced.



Niu Tommu Naglar hér farnir að hamra viðinn að nýju.


Og allir elska Janelle Monae.


og er ég þá farinn að sofa. Góðar stundir.






Friday, October 11, 2013

Hello Ladies

Ég horfði á fyrsta þáttinn af þessum nýju gamanþáttum. Mér fannst þetta frekar hressandi þáttur. Stephen Merchant er kannski ekki fyndnasti leikarinn í heimi en hann kann að skrifa gott djók.


Ég talaði við mann sem hafði verið í klaustri með munkum í nokkrar vikur að læra bardagaíþrótt. Ég hef mikinn áhuga á hugleiðslu og munkalíferni þannig að ég spurði hann hvort þeir hefðu gefið honum einhver góð ráð til að ná hugarró. Ráðið sem þeir gáfu honum var stutt og einfalt: "Þegar þú borðar, borðaðu bara. Þegar þú gengur, gakktu bara. Þegar þú situr, sittu bara."  Mjög munkalegt svar.
Ég myndi vilja heyra meira um þessa konu Miley Cyrus.

Dr. Hampire

The Silence of the Lambs er klassík en er það ekki fullmikil tilviljun að maðurinn heiti Hannibal og er Cannibal. Ég bíð bara spenntur eftir að einhver kvikmyndin komi með karakter sem heitir Hampire. Dr. Hampire kannski.

Wednesday, October 9, 2013

Kung Fu never looked this good

Þessi nýjasta kvikmynd Hong Kong leikstjórans Wong Kar-Wai er mikilfengleg sýning á sjónrænni kvikmyndagerð eins og hún gerist hvað best. Nánast hver rammi er listaverk og maður getur alveg sópað nokkrum göllum í söguþræðinum undir teppið á meðan maður nýtur flugeldasýningarinnar. Þetta er svalasta mynd ársins svei mér þá!



Thursday, October 3, 2013

Iron Man 3

Mér fannst þriðja járnmannsmyndin ágætlega skemmtileg (er Robert Downey Jr. nokkurn tíma leiðinlegur?) en leiðinleg í lokin. Ekkert sem maður rifjar upp með hafragrautnum í fyrramálið.

Warm Bodies

Þetta var nú meiri vitleysan. Á þetta ekki bara að vera Twilight fyrir hipstera? Þeir fengu allavega leikkonu sem er nógu lík þessari úr Twilight. Og í staðinn fyrir Vampírur þá erum við með Sombía. Zombie ástarsaga hljómaði ekki vel fyrir og hljómar ekkert betur eftir að ég sá þessa.