Saturday, October 12, 2013

Bland í poka

Vændiskonurnar eru meira á sveimi á laugardögum enda eru laugardagar dagar þegar maður leyfir sér ákveðin munað. Eins og að splæsa í eins og eitt Lindubuff. Nú eða bland í poka.

Iron & Wine er hérna með alveg silkimjúkan slagara í beinni sem heitir The Desert Babbler.


Rhye er tvíeyki sem gáfu út plötuna Woman á þessu ári. Rosa melló og aðlaðandi fílingur með dassi af retró og kallinn tjillaður á því.


Manic Street Preachers eru það besta sem komið hefur frá Wales síðan Ryan Giggs var upp á sitt besta. Þeir eru hvergi að baki dottnir og eru farnir að hvetja fólk til að spóla til baka. Illa flippaðir náungar sem fara létt með að skapa dýrðar tóna eins og þessa.


Arctic Monkeys hafa aldrei verið upp á vegg hjá mér en nokkur löf af nýju plötunni hafa fengið mig til að sperra eyrun. Þeir eru með eitthvað kúl í vasanum.


Au Revoir Simone er tríó frá New York sem eru að gera garðinn frægan með Move in Spectrum. Þetta lag heitir The Lead is Galloping og hljómar flott.


Chvrches er band sem er búið að vera að færa sig upp á skaftið með taktþungu synth poppi. Night Sky er flott lag af frumraun þessara.



The Dodos eru indí rokk band frá Bandaríkjunum. Ég  held að það sé þess virði að kíkja á plötuna Carrier en þetta dúndur fína lag er af henni. Nú ég ætlaði að spila lagið Relief en það er víst ekki til á Youtube. Þá er hérna í staðinn lagið Substance.



Platan hennar Emilíönu Torrini lofar mjög góðu. Skemmtileg blanda af lífrænu og rafrænu sándi hjá henni.




Hér er eitt til að taka með sér í ræktina.


Þú getur ekki klikkað með að setja Goldfrapp á fóninn. Himneskt.


The National með vangalagið Heavenfaced.



Niu Tommu Naglar hér farnir að hamra viðinn að nýju.


Og allir elska Janelle Monae.


og er ég þá farinn að sofa. Góðar stundir.






No comments:

Post a Comment