Tuesday, December 31, 2013

Favorite tunes of 2013

Phosphorescent - Song for Zula

Foals - Inhaler


Chvrches - The mother we share


Kings of Leon - Supersoaker


Indians - Bird


James Blake - Retrograde


The National - I should live in Salt


Phoenix - Entertainment


Vampire Weekend - Step


Young Dreams - Fog of War


Youth Lagoon - Raspberry Cane


Foxygen - Oh Yeah


Chelsea Wolf - The Warden


Caveman - In the city


Autre Ne Veut - Warning

Atoms for Peace - Ingenue



Arctic Monkeys - R U mine?


Arcade Fire - Afterlife


Kanye West - Black Shinhead




My favorite albums of 2013

1. James Blake - Overgrown


2. Autre Ne Veut - Anxiety


3. Atoms for Peace - Amok



4. Tegan and Sara - Heartthrob


5. Pheonix - Bankrupt!


6. Suede - Bloodsports


7. Phosphorescent - Muchacho


8. Local Natives - Hummingbird



9. Foals - Holy Fire


10. Goldfrapp - Tales of us





Monday, December 30, 2013

Don Jon (2013)

Don Jon er frumraun Joseph Gordon-Levitt sem leikstjóra og ásamt honum sjálfum koma við sögu Scarlett Johansson, Julianna Moore og Tony Danza. Gordon-Levitt leikur titilhlutverkið en sá ungi maður er sí-graður og heltekinn af internetklámi. Myndin fjallar svo um sambandserfiðleika sem koma upp þegar hann verður ástfanginn af stúlku einni en klámið á yfirleitt hug hans allan.

Þetta er svona öllu mildari og hressari stúdía á áhrifum kynlífsvæðingarinnar og kynlífsfíknar á unga karlmenn heldur en Shame. Mér fannst Don Jon nokkuð fyndin en ekki er kafað djúpt ofaní þetta vandamál sem getur valdið fólki mikillri vanlíðan. Persónurnar fannst mér einnig heldur staðalmyndaðar. Gordon-Levitt fer öruggu leiðina hér en hægt er að hafa gaman af þessu enda Gordon-Levitt alltaf vel áhorfanlegur.

Tuesday, December 24, 2013

Prisoners

Þessi er flott og spennandi. Algjör killer thriller eftir upp-og-komandi kanadíska leikstjórann Dennis Villeneuve og með hinum sí-öfluga og íturvaxna Ástrala Hugh Jackman. Jólamyndin í ár.




Friday, December 20, 2013

Interstellar

Nú er bara að stilla vekjaraklukkuna á Nóvember 2014.


He's still here

Joaquin Phoenix er leikari sem er gríðar vel með á nótunum en síðast fór hann hamförum í The Master sem var vel steikt stykki. Það verður hátíð að sjá hann í Her eftir Spike Jonze en sú kvikmynd er væntanleg. Einnig er orðrómur um að hann kunni að taka að sér hlutverk Lex Luthor í nýju Súperman vitleysunni. Hann er greinilega maður augnabliksins og mér datt þá í hug að demba fram fimm uppáhalds Joaquin Phoenix afurðunum.






Quills (2000)













Gladiator (2000)














To Die For (1995)













Parenthood (1989)














Hotel Rwanda (2004)

Head Home

Þetta. rosa. gott.


Sandra í geim

Gravity er myndin sem hefur heillað hvað flesta á þessu ári og eru flestir spekúlantar með þessa kvikmynd eftir Mexíkóann Alfonso Cuarón á topplista sínum yfir árið. Mér fannst hún fín. Það sem heillaði mig voru sjónbrellurnar og kvikmyndatakan sem skapa spennuþrungið andsrúmsloft. Ég náði samt aldrei að gleypa forsenduna, að Rússarnir hafi skotið niður sinn eigin gervihnött. Hefðu þeir ekki farið varlegar í slíkar framkvæmdir? En allavega Sandra Bullock hún geysist óttaslegin um geiminn með Clooney sveimandi í kringum sig og við fáum að sjá hana klæða sig úr fötunum í þyngdarleysi (sem er víst ómögulegt því í raunveruleikanum er allt of kalt inni í þessum geimstöðum). Ég gef henni 8 af 10.

Thursday, December 19, 2013

Manstu eftir þessu?

At the Drive-in voru sjóðheitir árið 2000 og hresstu mann og annan með öskri og annarskonar flippi.


Svo var það 1997 eða 1998 þegar maður hlustaði á þetta lag nánast á hverjum degi í unglingavinnunni.


Að lokum er hér eitt af aðal lögunum af sándtrakkinu af níunda áratugnum.


Monday, December 16, 2013

2 hrollar

Um helgina var lítil hrollvekjuhátíð á heimilinu þar sem kvikmyndirnar The Descent frá 2005 og Insidious frá 2010 voru krufnar til mergjar. Báðar eru þessar myndir ansi taugastrekkjandi og nokkuð vel heppnaðar á því sviðinu. Hins vegar voru nokkrir gallar á gjöf Njarðar í báðum myndum að mínu  mati.

Aðal böggið í The Descent var að það voru tvö endalok sem er náttúrulega algjört svindl. Við fengum endann þar sem aðalgellan slapp úr hellinum í lokin en svo kemur í ljós að það var bara draumur eða eitthvað slíkt og í raun er hún ennþá föst í hellinum. Mér fannst líka óþarfi að vera með þessa framhjáhalds flækju í farteskinu og fannst mér ansi ósannfærandi að hún hafi drepið góða vinkonu sína í lokin. En fyrir utan þetta þá er myndin eins og ég segi ansi spennandi.






Insidious fer líka út í soldið mikið rugl í lokin, sérstaklega þegar við sjáum rauða demónann vera í góðum fíling að hlusta á tónlist að brýna á sér klærnar. Og hvað er málið með að það komi alltaf einhver gömul, lítil kona til að skynja og eiga samskipti við draugsa? Mér fannst hins vegar bláendirinn á Insidious soldið flottur og hún er á köflum vel spúkí.

Blue is the Warmest Color

I have absolutely no idea why this movie is so highly regarded, receiving the main award at the Cannes film festival this year. After an hour of watching it I couldn't really be bothered anymore and discovered to my astonishment that the film's run time almost stretches to three hours. I just didn't see anything charming about it. A romantic film really needs charm or interesting characters to take flight but this flick was stuck in security even after an hour. Is it because it's a French movie about lesbians that contains explicit sex scenes that makes this "provocative"? The muppets are more provocative than this pretentious pile of dirty laundry. Avoid like the plague.

Sunday, December 8, 2013

Saturday, December 7, 2013

Midlake

Þetta er nýtt stöff frá Texas verjunum í Midlake. Þeir eru hér án fyrrverandi forsprakkans Tim Smith en þeir eru engu að síður enn flottir. Þetta er titillag nýju plötunnar Antiphon


Broken Bells

Broken Bells gáfu út ljómandi fína plötu fyrir nokkrum árum síðar en um er að ræða samvinnu James Mercer úr The Shins og Danger Mouse. Þeir eru nú að snúa aftur með nýtt efni og þetta lag er komið á öldur ljósvakans. Það verður spennandi að heyra í meiru af nýja plötunni sem heitir After the Disco.


Thursday, December 5, 2013

Danni Brúni

Danni Brúni kemur sterkur inn á meðan maður er komið með hundleið á Jísús.


Wednesday, December 4, 2013

Monday, December 2, 2013

American Splendor

Þessi ræma er nú alveg ljómandi skemmtileg. Það er eitthvað rómantískt og frábært við að horfa á hokinn Paul Giamatti geifla sig illskulega og kvarta og kveina sem hinn ófrýnilegi Harvey Pekar. Lítill gullmoli þessi.


Á borðinu

Þetta lag með bandaríska bandinu Hellogoodbye var að koma inn á borð til mín og fólk hérna í kringum mig er byrjað að dilla sér við herlegheitin.


Taktu þetta

Ég er eitthvað búinn að pósta áður með þessu bandi Chvrches. Þetta er af fyrstu plötu þessa velska tríós og þeir eru á réttri bylgjulengd. Rosa fínt með jólahreingerningunum.


Skrifstofan

Á borðið til mín barst nýlega sjónvarpsþættir sem heita The Office. Þetta eru víst þættir sem voru voðalega vinsælir fyrir einhverju síðan. En eins og ég segi þá kom þetta á borð til mín. Og þetta er gott.

Þetta eru án efa uppáhalds atriðin mín úr Skrifstofunni. Þetta er sjóðheitt.



Room 237

Þetta er myndin sem fjallar um allskonar meintar faldar merkingar í stykkinu The Shining eftir hinn flippaða og fráfallna Stanley Kubrick. Nokkrir viðmælendur varpa fram allskonar greiningum á öllu frá fatavali óþolandi eiginkonu Jack Torrance til munstursins á teppalagningunni á Hótel Sjónarhóli. Ætli Kúbrikinn hafi ferðast á milli teppaverslana alveg brjálaður í leit að teppi með rétt munstur. Og hvað er teppi annað en typpi sagt með skrítnum hreim.? Hafa kvikmyndaspekúlantar spáð í þeirri merkingu? En annars fannst mér ansi gaman að þessum pælingum þó að margt sé ansi langsótt og sumt sem hefur komið í ljós að er einfaldlega ekki rétt þá er alltaf gaman að heyra samsæriskenningar um kvikmyndir eins áhugaverðar og The Shining.


Jólahreingerning

Það hefur heldur betur safnast upp rykið á þessari blessuðu síðu minni. Það var alveg kominn tími til að líta inn og dusta aðeins af.  Ég er nú bara  búinn að vera að frjósa úr kulda hérna megin á kúlunni. Ég myndi frekar vilja deyja úr hita heldur en deyja úr kulda. Ég er þó allavega búinn að komast að því.

Smá músík getur hlýjað vel.

Um árið var ég alveg froðufellandi yfir þessari plötu frá Kent og alveg Sísí fríkar úti yfir þessu lagi. Þetta kyndir aðeins undir ísilögðu hjartanu.


Thursday, October 31, 2013

Spark-í-rass 2

Ég veit ekki hverju gagnrýnendur voru að búast við en framhaldið af Kick-Ass er nokkurn veginn það sem maður bjóst við. Flippað og ýkt ofbeldi og alls konar kómísk sjúklegheit keyrt áfram af viðunandi söguþræði. Fínt spark í rassinn bara þó að hæfileikum Jim Carrey hafi nú verið sóað í kjötlítið hlutverk.

Stöðugleiki

Gömlu kempurnar í Pearl Jam voru að gefa út nýja plötu. Ég er búinn að hlusta aðeins á hana og strákanir bara nokkuð ferskir. Pearl Jam er eitt af þeim böndum sem er búið að vera stöðugt í gæðum í gegnum árin. Þeir hafa gefið út haug af plötum og flest allt gæðastöff. Önnnur bönd sem eru eftirtektarverð fyrir stöðugleika eru að mínu mati:





Radiohead
Goldfrapp
Arcade Fire
My Morning Jacket
Muse (þangað til The 2nd Law)
Sigur-Rós
The Mars Volta

Það kemur því ekkert á óvart að þetta eru allt bönd sem eru í uppáhaldi hérna megin.

Hér er lag:


Reflektor

Það er auðvitað spenna í kringum útgáfu Arcade Fire á Reflektor. Ég var að djöflast á hlaupabretti þegar þetta lag sveif inn í eyrað á mér og ég lifnaði allur við.


Stick your Willy Wonka between my Oompa Loompas

Frábært atriði úr Extras þar sem Kate Winslet fer mikinn í sóðatali. Extras eru annars snilldar þættir sem ég hef verið að endur-heimsækja við mikla kátínu.


Sunday, October 27, 2013

Apple

Einn nemandinn minn (Apple) lenti nýlega í hræðilegu bílslysi þar sem vinkona hennar lést. Sjálf meiddist hún illa á fæti og þarf á nokkrum aðgerðum að halda auk þess að vera á spítala í 1-2 mánuði. Ég og nokkrir bekkkjarfélagar hennar fórum að heimsækja hana á dögunum. Það er hefð í Kína þegar maður heimsækir fólk á spítala að gefa ávexti þannig að ég keypti slatta af eplum handa henni. Sumir bekkjarfélagar komu með mjólk (sem þarf ekki að vera í kæli), og þau höfðu líka undirbúið allskonar föndur eins og hjörtu og höfðu skrifað skilaboð í litla stílabók frá öðrum nemendum í bekknum.

Hún var í herbergi með þremur öðrum, allt eldri karlmenn sýndist mér og ansi þröngt um manninn. Maðurinn við hliðina á henni sat uppi með fótinn upp í rúmi á meðan læknir gerði að sári hans en það vantaði á hann stóru tána. Apple var frekar feimin að sjá þegar við komum en líklega leið henni líka illa en það er ekki eins mikið um verkjalyfs notkun þarna hjá þeim. Hún grét aðeins en við reyndum að hressa hana við. Pabbi hennar lyfti teppinu af fætinum á henni til að sýna okkur ansi slæmt sár á kálfanum á hennni. Ég hef aldrei séð jafn slæm meiðsli áður og brá mér töluvert en lét þó ekkert á mér sjá. Ef skilningur minn var réttur þá á að taka hold af rassinum á henni og græða á legginn því það djúpt er sárið. Læknirinn er víst búin að segja henni að útlitið sé ekki gott um að hún muni ganga aftur á venjulegan hátt. Ég talaði við hana og reyndi að hressa hana við en vissi kannski ekki alveg stundum hvað ég ætti að segja. Ég spurði hana hvort henni þætti gaman að syngja. Hún sagði það ekki vera. Hinir nemendurnir stungu þá upp á að ég myndi syngja fyrir hana lag. Sem hljómaði nú ekki voða vel fyrir mér enda sjúkrastofan full af fólki, mamma hennar og pabbi þarna ásamt aðstandendum og sjúklingum. Hins vegar gat ég ekki ollið Apple vonbrigðum og auðvitað vildi ég reyna láta henni líða betur. Ég söng þá feimnislega hluta af einu kínversku lagi og svo You are not Alone en fékk nú aðstoð með textann úr snjallsíma. Apple þakkaði mér voða vel fyrir og kannski að tálausi maðurinn hafi notið líka en ég fékk nú ekki komment frá honum. Ég er svo búin að heimsækja Apple einu sinni aftur og hún er ótrúlega brött miðað við erfið meiðsli og dáist ég að viðhorfi hennar. Hún er heppin að vera á lífi og segist hún ætla að sigrast á þessu og nýta líf sitt vel. Rosalega aðdáunarverð stelpa.

The Conjuring

Ég plataði Söru til að horfa á The Conjuring með mér um daginn og uppskar eitt nokkuð kröftugt öskur. Það flugu nokkrir fuglar af húsþakinu heyrði ég þegar hún öskraði. En burtséð frá tilraunum mínum til að venja Söru á að horfa á hrollvekjur þá er The Conjuring ekki sérstaklega frumleg hrollvekja. Það er smjattað á sömu gömlu tuggunni að fjölskylda flytur inn í gamalt hús þar sem einhver djöfulgangur átti sér stað á árum áður og á nóttunnni fer ýmislegt undarlegt að gerast (og hundurinn auðvitað skynjar þetta og stígur ekki fæti inn í húsið- sá fékk svo á baukinn seinna). Það var margt í myndinni sem minnti mig á Poltergeist og The Exorcist og svo er alveg klassíkt að krydda þetta allt saman með skuggalega útlítandi dúkku með óhreint í pokahorninu. En þótt að frumleikinn leki ekki af myndinni þá hafði ég samt gaman af henni því hún er vel gerð og er nægilega spennuþrungin til að halda manni við efnið. Góðir leikarar sjá svo um að selja manni söguna og fannst mér Lili Taylor eiga hrós skilið fyrir flottan leik.

Þannig að það er alveg þess virði að slökkva ljósin og kíkja á The Conjuring.

Saturday, October 26, 2013

Epískir hjónabandserfiðleikar

Ég hef aldrei séð eins spennuþrungnar hjónaerjur túlkaðar á (svart)hvíta tjaldinu eins og í Who's Afraid of Virginia Woolf þar sem Elizabeth Taylor og Richard Burton leika hjón sem tjá ást sína á hvort öðru með því að hvelja hvort annað. Ef þú hefur ekki séð þessa ættiru að kíkja á hana. Hún er þrælmögnuð og skemmtileg.


Thursday, October 17, 2013

gott samtal

átti gott samtal við kínverska konu sem var á hjóli. Við vorum næstum búin að rekast á hvort annað þannig að hún sagði kurteisislega á ensku: sorry. Og ég svaraði á íslensku: alltílæ. Alþjóðlegar samræður heldur betur.

Pacific Rim

sex ára krakki hefði getað sett saman söguna í Pacific Rim en það hefur þurft einhverja grafík snillinga og græjur til að sjóða saman þessar tæknibrellur sem eru magnaðar. Alltílagi mynd.

The Vampyre of Time and Memory

Mikið er þetta nú skemmtilegt lag hjá strákunum í Queens of the Stone Age.


töfrabrögð í Tælandi

Ég las það í fréttum nýlega að skemmtistað hefði verið lokað í Tælandi þar sem meðal annars var hægt að sjá dömur draga alls konar dót út úr leggöngum sínum. Hvert er heimurinn að fara þegar heiðarlegur maður getur ekki sest niður og horft á asíska dömu draga dýr í útrýmingarhættu út úr sköpum sínum?

Saturday, October 12, 2013

Bland í poka

Vændiskonurnar eru meira á sveimi á laugardögum enda eru laugardagar dagar þegar maður leyfir sér ákveðin munað. Eins og að splæsa í eins og eitt Lindubuff. Nú eða bland í poka.

Iron & Wine er hérna með alveg silkimjúkan slagara í beinni sem heitir The Desert Babbler.


Rhye er tvíeyki sem gáfu út plötuna Woman á þessu ári. Rosa melló og aðlaðandi fílingur með dassi af retró og kallinn tjillaður á því.


Manic Street Preachers eru það besta sem komið hefur frá Wales síðan Ryan Giggs var upp á sitt besta. Þeir eru hvergi að baki dottnir og eru farnir að hvetja fólk til að spóla til baka. Illa flippaðir náungar sem fara létt með að skapa dýrðar tóna eins og þessa.


Arctic Monkeys hafa aldrei verið upp á vegg hjá mér en nokkur löf af nýju plötunni hafa fengið mig til að sperra eyrun. Þeir eru með eitthvað kúl í vasanum.


Au Revoir Simone er tríó frá New York sem eru að gera garðinn frægan með Move in Spectrum. Þetta lag heitir The Lead is Galloping og hljómar flott.


Chvrches er band sem er búið að vera að færa sig upp á skaftið með taktþungu synth poppi. Night Sky er flott lag af frumraun þessara.



The Dodos eru indí rokk band frá Bandaríkjunum. Ég  held að það sé þess virði að kíkja á plötuna Carrier en þetta dúndur fína lag er af henni. Nú ég ætlaði að spila lagið Relief en það er víst ekki til á Youtube. Þá er hérna í staðinn lagið Substance.



Platan hennar Emilíönu Torrini lofar mjög góðu. Skemmtileg blanda af lífrænu og rafrænu sándi hjá henni.




Hér er eitt til að taka með sér í ræktina.


Þú getur ekki klikkað með að setja Goldfrapp á fóninn. Himneskt.


The National með vangalagið Heavenfaced.



Niu Tommu Naglar hér farnir að hamra viðinn að nýju.


Og allir elska Janelle Monae.


og er ég þá farinn að sofa. Góðar stundir.






Friday, October 11, 2013

Hello Ladies

Ég horfði á fyrsta þáttinn af þessum nýju gamanþáttum. Mér fannst þetta frekar hressandi þáttur. Stephen Merchant er kannski ekki fyndnasti leikarinn í heimi en hann kann að skrifa gott djók.


Ég talaði við mann sem hafði verið í klaustri með munkum í nokkrar vikur að læra bardagaíþrótt. Ég hef mikinn áhuga á hugleiðslu og munkalíferni þannig að ég spurði hann hvort þeir hefðu gefið honum einhver góð ráð til að ná hugarró. Ráðið sem þeir gáfu honum var stutt og einfalt: "Þegar þú borðar, borðaðu bara. Þegar þú gengur, gakktu bara. Þegar þú situr, sittu bara."  Mjög munkalegt svar.
Ég myndi vilja heyra meira um þessa konu Miley Cyrus.

Dr. Hampire

The Silence of the Lambs er klassík en er það ekki fullmikil tilviljun að maðurinn heiti Hannibal og er Cannibal. Ég bíð bara spenntur eftir að einhver kvikmyndin komi með karakter sem heitir Hampire. Dr. Hampire kannski.

Wednesday, October 9, 2013

Kung Fu never looked this good

Þessi nýjasta kvikmynd Hong Kong leikstjórans Wong Kar-Wai er mikilfengleg sýning á sjónrænni kvikmyndagerð eins og hún gerist hvað best. Nánast hver rammi er listaverk og maður getur alveg sópað nokkrum göllum í söguþræðinum undir teppið á meðan maður nýtur flugeldasýningarinnar. Þetta er svalasta mynd ársins svei mér þá!



Thursday, October 3, 2013

Iron Man 3

Mér fannst þriðja járnmannsmyndin ágætlega skemmtileg (er Robert Downey Jr. nokkurn tíma leiðinlegur?) en leiðinleg í lokin. Ekkert sem maður rifjar upp með hafragrautnum í fyrramálið.

Warm Bodies

Þetta var nú meiri vitleysan. Á þetta ekki bara að vera Twilight fyrir hipstera? Þeir fengu allavega leikkonu sem er nógu lík þessari úr Twilight. Og í staðinn fyrir Vampírur þá erum við með Sombía. Zombie ástarsaga hljómaði ekki vel fyrir og hljómar ekkert betur eftir að ég sá þessa.

Friday, September 27, 2013

Vampire Weekend

Menn eru að tala um að það sé vampíru helgi framundan. Hvern ætlar þú að bíta í hálsinn um helgina? Flott lag af Modern Vampires of the City.

This is the End

Eftir um klukkutíma áhorf á This is the End hugsaði ég af hverju ég var að horfa á þessa hugmyndasnauðu og ófyndnu kvikmynd. Og það voru endalokin.

Love is Sabotage

Brett Anderson er hér að koma því á framfæri að ást sé skemmdarverk. En burtséð frá skemmdarverkum í nafni ástarinnar þá er þetta bara hressilegt lag af Bloodsports sem er ansi írennileg plata.

Thursday, September 26, 2013

Drew

Goldfrapp er band sem gerir ekki vont. Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með plötu frá þeim. Þetta lag er hrífandi af Tales of Us sem kom út fyrir stuttu.

Vakní skólann klukkan 7

Vaknaði sjö. Sturta. Skóflaði í mig hafragraut. Vippaði mér í síðbuxur og síðerma skyrtu sem ég hef ekki gert í langan tíma. Þýðir víst ekki að vera tuskulegur að kenna háskólanemum. Kominn út 7:30. Var búinn að mæla mér mót við annan kennara sem ætlaði að sýna mér kennslustofuna sem ég átti að kenna í. Labbaði hratt yfir veginn þar sem allir kínversku verkamennirnir eru að vinna í neðanjarðarlestakerfinu. Gekk í 16 mínútur. Hringdi í gæjann. Hann sagði mér að ég væri í vitlausri byggingu en ætlaði að senda nemanda til að ná í mig. Beið fyrir utan hálfbjánalegur og nemendurnir streymdu hjá, margir að spá í hvað þessi rauðhærði væri nú risavaxinn. Nemandinn kom. Sagðist heita Ross. Mér datt strax í hug að hann væri Friends áhugamaður. Það var ekki rétt. Hann sagðist heita eftir NBA leikmanni. Aldrei heyrt um hann. Fórum upp á fjórðu hæð alveg út í enda. Þar biðu um 30 nýnemar eftir að sjá nýja enskukennarann. Og þau sáu mig. Og eitthvað.


Annars eru þessir nemendur sem ég er að kenna alveg yndislegir, brosmildir og kurteisir. Það er hálf skrítið að mér sé borgað fyrir að kenna þeim. Mér þætti alveg eins sanngjarnt að ég borgaði pening fyrir að spjalla og læra af þessum krökkum. En ég geri þá bara mitt besta til að láta þeim líða eins vel og þau láta mér líða.

Wednesday, September 25, 2013

Læknisviðtal dauðans


Queens

Nýja platan frá Queens of the Stone Age er að fara vel í mig.


Derek hinn góði

Ég hef þá lokið að horfa á þessa sex þætti sem í boði eru úr gamanþátta seríunni Derek. Ég  varð ekki fyrir vonbrigðum með þessa þætti þó að Gervais hafi nokkrum sinnum dansað á mörkum væmninar en einhvern veginn á hann inni fyrir því. Þumlar á lofti!

Smart

Kínverjar eru ekkert smá fljótir að tæknivæðast. Hér eru allir með snjallsíma á lofti, meiraaðsegja götusópararnir taka sér hvíld á hjólunum sínum og tjekka á símanum sínum. Ég er örugglega eini maðurinn hérna sem lætur sér nægja síma með tökkum. Ég held að snjallsími muni bara flækja líf mitt. En svo er ég örugglega sá eini sem er að dilla mér við nýju Nine Inch Nails plötuna.


The Not So Great Gatsby

Baz Luhrmann tekur á bókina frægu með pompi og prakt, hjartaknúsurum og trendí popp tónlist en eina sem hann áorkar er að nánast drepa mann úr leiðindum og í leiðinni að minna mann á að taka bókina aftur upp við tækifæri.

Sunday, September 15, 2013

Fýluferð til Elysium

Elysium er ein af vonbrigðum sumarsins en hún lofaði góðu eftir frábæra frumraun leikstjórans Neill Blomkamp. Eins og District 9 þá er grundvallarhugmyndin gagnrýni á þjóðfélagsaðstæður en þannig er það í mörgum löndum að ríkt fólk á frekara aðgengi að góðri læknisþjónustu heldur en þeir sem hanga neðar í þjóðfélagsstiganum.

En þrátt fyrir góða grunnhugmynd þá fer lítið fyrir snjöllum frásagnarmáta eða plott-keyrðri atburðarrás sem gerði District 9 að frábærri kvikmynd. Sagan er örþunn og persónurnar ekki sérstaklega áhugaverðar eða eftirminnilegar. Skot framhjá hjá Blomkamp að þessu sinni.

Friday, September 13, 2013

Konunglegt svall

Ljómandi fín dönsk óskarsbeita. Svona hálfgert Big Brother um hvað danska kóngafólkið var að bralla á 18. öldinni.

Derek

Ricky Gervais skrifar og leikstýrir þessari seríu sem gerist á litlu dvalarheimili fyrir aldraða. Mjög hressandi efni en Karl Pilkington stelur senunni auðveldlega sem viðgerðarmaðurinn Dougie.


Inní myrkrið

Það hefði ekki verið neitt hrikalega óviðeigandi ef Spock og Kirk hefðu á einhverjum tímapunkti dottið í innilegan koss.

Mér fannst þessi ljómandi fín og hafði ég meira gaman af henni heldur en fyrstu myndinni í þessari seríu J.J. Abrams. Hann er greinilega rétti maðurinn til að taka við geislasverðinu af George Lucas.

Gæði myndarinnar er svo ekki síst að þakka magnaðri frammistöðu breska leikarans Benedict Cumberbatch sem fer með hlutverk Kahn.

Monday, September 9, 2013

Ef þú hefur áhuga á samfélagslegum og heimsspekilegum umræðum þá er season 3 af The Ricky Gervais Show nú fáanlegt á Youtube.


Sunday, September 8, 2013

Oblivion

Mér fannst hún nú ekkert sérstök þessi. Tæknibrellur í góðu lagi en frammistöður eins steini runnar og íslenska landslagið og ekki var sagan neitt til að hrópa hoochie mama fyrir.

Ég: 1 Kakkalakki: 0

Ég pokaði kvikindið!

Lagið sem ég set á þegar ég er orðinn sveittur og erótískur í ræktinni


Annars er þessi plata Anxiety alveg tilvalin pump músík fyrir vel snyrta karlmenn.

Teyjustelpurnar

Þeir eru ekki með teyjusvæði í ræktinni hérna. Þeir eru með teyjustelpur. Það var þá.

Monday, September 2, 2013

Ferðin til Kína í myndum

Icelandair fær prik fyrir að bjóða upp á þætti af Louie sem grínistinn Louis CK skrifar og leikstýrir. Tíminn leið hratt með hráum, kolsvörtum húmornum.







Á leiðinni frá London til Shanghai komst ég í feitt en í flugvélinni var boðið upp á mynd sem ég hef beðið eftir að sjá með eftirvæntingu. Myndin heitir Mud og er leikstýrð af Jeff Nichols sem gerði hina mjög svo áhugaverðu Take Shelter árið 2011. Mud státar af frábærum frammistöðum og er virkilega grípandi kvikmynd. Hún fléttar saman ansi marga þætti og nær að vera bæði spennandi og áhrifarík. Matthew McConaughey (loksins búinn að læra hvernig á að skrifa nafnið hans!) sýnir líka að þegar hann er með gott efni til að vinna með er hann hörku leikari (sjá einnig Killer Joe).

Um þetta leyti var ég orðinn óþreyjufullur eftir níu tíma á flugi og sárvantaði eitthvað til að grípa athyglina. Þá skellti ég af stað The Bling Ring sem er nýjast afsprengi Sofia Coppola en hún fjallar hér um sanna sögu af unglingum í Kaliforníu sem um árið stálust inn á heimili fræga fólksins og stálu drasli og peningum frá þeim. Þetta fannst mér frekar tilgangslaus mynd en hún á að vera ádeila á efnishyggju og frægðardýrkun. Ég veit bara ekki hvort að það sé einhver ávinningur af því að gera bíómynd um fólk sem er búið að fá nóg af athygli fyrir það að stela og að vera hálfvitar. Ég setti því þumalinn niður á sama tíma og flugvélin kom niður.

Saturday, August 24, 2013

Ben Affleck er nýji Batman

Það eru allir að hugsa þetta en engin þorir að segja það. Ofurmennið og Leðurblökumaðurinn verða mögulega elskendur í framhaldinu af Man of Steel. Þetta verður gert til að laða að fleiri kvenkyns áhorfendur en töluvert fleiri karlar en konur lögðu leið sína til að sjá Stálmanninn í bíó. Og ekki er hægt að segja að neistar hafi flogið milli Ofurmennisins og Lois Lane í síðustu mynd og því rétt að kynna til sögunnar nýtt "love interest" stálmannsins. Þetta er auðvitað bara rökrétt þróun en ofurhetjumyndir eru farnar að verða raunsærri og endurspegla þjóðfélagsaðstæður. Svo segir þetta sig líka sjálft. Annar þeirra er í þröngum leðurgalla og með leðurgrímu og hinn í bláu og rauðu spandexi. Og þeir eru að fara að hanga saman til að stöðva glæpi? Yeah right.

 Möguleg nöfn á nýju myndinni:

Man of Steel 2: The Bat who loved me
Man of Steel 2: When Clark met Bruce
Man of Steel 2: From The Batcave with Love
Man of Steel 2: Feel my Steel
Man of Steel 2: My Little Dark Knight Rises

Friday, August 23, 2013

Ratchet

Þetta hressir nú mann og annan.


Actress

Minna mas, meiri músík. Set hér á fóninn hjartabræðandi lag með Jim James af plötunni Regions of Light and Sound of God.