Monday, December 16, 2013

2 hrollar

Um helgina var lítil hrollvekjuhátíð á heimilinu þar sem kvikmyndirnar The Descent frá 2005 og Insidious frá 2010 voru krufnar til mergjar. Báðar eru þessar myndir ansi taugastrekkjandi og nokkuð vel heppnaðar á því sviðinu. Hins vegar voru nokkrir gallar á gjöf Njarðar í báðum myndum að mínu  mati.

Aðal böggið í The Descent var að það voru tvö endalok sem er náttúrulega algjört svindl. Við fengum endann þar sem aðalgellan slapp úr hellinum í lokin en svo kemur í ljós að það var bara draumur eða eitthvað slíkt og í raun er hún ennþá föst í hellinum. Mér fannst líka óþarfi að vera með þessa framhjáhalds flækju í farteskinu og fannst mér ansi ósannfærandi að hún hafi drepið góða vinkonu sína í lokin. En fyrir utan þetta þá er myndin eins og ég segi ansi spennandi.






Insidious fer líka út í soldið mikið rugl í lokin, sérstaklega þegar við sjáum rauða demónann vera í góðum fíling að hlusta á tónlist að brýna á sér klærnar. Og hvað er málið með að það komi alltaf einhver gömul, lítil kona til að skynja og eiga samskipti við draugsa? Mér fannst hins vegar bláendirinn á Insidious soldið flottur og hún er á köflum vel spúkí.

No comments:

Post a Comment