Monday, December 2, 2013

Room 237

Þetta er myndin sem fjallar um allskonar meintar faldar merkingar í stykkinu The Shining eftir hinn flippaða og fráfallna Stanley Kubrick. Nokkrir viðmælendur varpa fram allskonar greiningum á öllu frá fatavali óþolandi eiginkonu Jack Torrance til munstursins á teppalagningunni á Hótel Sjónarhóli. Ætli Kúbrikinn hafi ferðast á milli teppaverslana alveg brjálaður í leit að teppi með rétt munstur. Og hvað er teppi annað en typpi sagt með skrítnum hreim.? Hafa kvikmyndaspekúlantar spáð í þeirri merkingu? En annars fannst mér ansi gaman að þessum pælingum þó að margt sé ansi langsótt og sumt sem hefur komið í ljós að er einfaldlega ekki rétt þá er alltaf gaman að heyra samsæriskenningar um kvikmyndir eins áhugaverðar og The Shining.


No comments:

Post a Comment