Monday, November 24, 2014

Guardians of the Galaxy

Just watched this overwhelmingly well received film and I want to say what I think makes it as likable as it is. I got the feeling at times I was watching Star Wars just with different characters and much much more humor. It is essentially a comedy that also has plenty of gorgeous CGI-powered action scenes. But probably the success of the movie lies in it's clever knack of delivering the goods for both adults and kids which is sort of what made Star Wars such a success in the 70's and 80's. The kids will love Rocket and Groot and adults will relate to the 70's and 80's music. All can then

Marvel has again set the standard high for other blockbusters and I wonder if J.J. Abrams is sweating on his upper lip.

Thursday, November 20, 2014

My top 10 Bjork songs

10. Mutual Core

09. Unison

08. Crystalline


07. Bachelorette


06. Venus as a Boy


05. Aurora


04. Thunderbolt


03. Hyberballad


02. Isobel



01. Jóga

Wednesday, November 19, 2014

Why Bjork is one of the most important artist of our time

I recently re-discovered the magic of Björk after having introduced her to my class of Chinese students (who none have ever heard of her). As a person growing up in Iceland and being a teenager in the 90's when Bjork broke out to international stardom, it was hard not to be exposed to her music. I didn't get hooked however until I received the album Homogenic as a Christmas present. I played that album to bits and Bjork became one of my favorite musicians. From her other stuff, I really like Vespertine, where she effortlessly blends organic and electronic sounds. I didn't get so much into Medúlla and Volta however. But with Biophilia and her wide-reaching Biophilia project, it has dawned upon me how brilliant and important she is as an artist.

Her influence on world music has been huge and she has been credited as the first musician to bring electronic music to pop. Her unique style, voice and her desire for challenging conventions all makes her an inspiring figure for people who want to or are making music. Thom Yorke has been quoted saying that her song "Unravel" is the most beautiful song he has heard. And not only is her music ground-breaking, she has also made an art form of visualizing her music in highly imaginative and unique music videos.

Like she has herself described in interviews she is greedy for life. She is very passionate about life and that passion can readily be grasped from her music which incorporates various themes, from Love to The Big Bang.

Pushing the boundaries between music and the natural world has been a long-standing theme for Björk. Never before has she taken that theme to such great heights as on her most recent album which is the ultimate ode to nature. In it, she takes us for a ride through much of the wonders of the natural world, from shifting tectonic plates, to crystals forming in the earth, to lightning, to the phases of the moon and of course how the universe formed. See, Bjork is not just an artist. She is an explorer. A scientist. An inventor.

I love how scientific she is in her approach on Biophilia. It seems she has never lost the child-like curiosity of wanting to understand the world. It's interesting to see this scientific way clash with her big passions expressed through her wide-range voice. And I guess that is where Bjork's attractiveness partly lies. She brings together the natural world and human emotions in her music.


I highly recommend the album Biophilia. For me, it has become one of the most inspiring piece of music that I have had the good luck to encounter. And also watch this great documentary called "When Bjork met Attenborough".







Friday, September 26, 2014

Duglega girtur

Nú er mál að girða sig í brók enda búinn að vera með allt niður um mig síðan fyrir jól. Lífið er áskorun sagði einhver og það er um að gera að gefa sjálfum sér krefjandi áskoranir. 10 plötur sem hafa haft áhrif á mig er of létt og því kynni ég hér:

10 LÖG FRÁ 2014 SEM ÉG MUNDI TAKA MEÐ Í LEIKFIMI.

og ballið byrjar..

Sia - Fire meet Gasoline



Manic Street Preachers - Walk me to the bridge


Talib Kweli - Violations


Royksopp & Robyn - Do it again

Royal Blood - Figure it out



My Brightest Diamond - Pressure

Spoon - Do you


Architecture in Helsinki - I might survive


Broken Bells - Perfect world


Michael Jackson - Slave to the rhythm





Friday, August 22, 2014

Söngdívur

Hér eru tvær söngdívur sem hafa heillað mig upp úr skónum með ljúfum tónum. Fyrst er það hin ameríska Annie Erin Clark, betur þekkt sem St. Vincent með lag sem heitir I Prefer your Love.


Svo er það Lana Del Rey hér í fyrsta laginu af nýju plötu hennar sem heitir Ultraviolence. Þetta vinnur á.

Veep

Ég hef örlítið verið að kynna mér þessa sjónvarpsþætti og horft á nokkra þætti í fyrstu seríu. Mér finnst þeir fyndnir og aldrei að vita nema maður haldi áfram að horfa á ævintýri varaforsetans.

The Fisher King

Ég hafði aldrei gerst svo frægur að stúdera þessa kvikmynd að alvöru. En eftir að hafa horft á hana þá verð ég að koma fram í dagsljósið og mæla með ræmunni. Jeff Bridges og Robin Williams báðir flottir og mynda eitthvert eftirminnilegasta tvíeyki í kvikmyndasögunni. Myndin blandar skemmtilega bráðfyndnum samtölum, karakterstúdíu og hádramatík og útkoman eftirminnileg og áhrifarík.

The Iceman

The Iceman er kvikmynd sem er skyldu áhorf fyrir fólk sem er áhugasamt um dimmari hliðar mannskepnunnar. Myndin byggir á ævi Richard Kuklinski (líklega skólarbókardæmi um mann með andfélagslega persónleikaröskun) sem er sagður hafa myrt yfir 100 manns en hann starfaði sem leigumorðingi. Það sem er þó magnaðast við söguna er að Kuklinski var giftur og átti tvær dætur sem allar höfðu enga hugmynd hvað fjölskyldufaðirinn bardúsaði utan heimilisins. Ég get skilið gagnrýnina sem myndin hefur verið að fá en margir hafa bent á að kvikmyndin sé ekki alltaf sannsögul, það sé hoppað yfir mikilvæg atvik og mikilvægir hlutir teknir úr til að gera Kuklinski samúðarhæfan. Til dæmis kom það aldrei fram í myndinni að Kuklinski beitti fjölskyldu sína líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi. En þrátt fyrir þessa vankanta þá finnst mér kvikmyndin góð og sérstaklega er Michael Shannon magnaður í tiltilhlutverkinu.

Kon-tiki

Ég hysjaði loksins upp um mig brækurnar og setti á þessa norsku kvikmynd sem tilnefnd var sem besta erlenda kvikmyndin á óskarnum 2013. Og já ljómandi fín kvikmynd og allt byggt á sönnum atvikum þó eitthvað hafi þeir notað skáldaleyfi en það var nú eitthvað lítils háttar. Mjög vel gerð kvikmynd og kom mér á óvart hversu mikil gæði er að koma úr kvikmyndaframleiðslu í Skandinavíu. Mæli með þessari ef menn vilja hysja upp um sig skandinavísku kvikmyndabrækurnar.

Sunday, August 17, 2014

Dawn of the Planet of the Apes

Mér fannst hún góð framan af en seinni hlutinn fannst mér klunnalegri og falla í eitthvað part 2 kökuform. Ég get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir næstu mynd. Mæli frekar með að kíkja á fyrri myndina sem mér fannst betur heppnuð.

12 Years a Slave

Þetta er svakalega kröftug mynd og stórfengleg frammistaða hjá Chiwetel Ejiofor. Spurning hvort hann átti óskarinn ekki frekar skilið heldur en McConaughey. 12 Years a Slave er sérstaklega kröftug með því að einblína á upplifun eins manns af skelfilegri grimmd í þrældómi og þannig fær áhorfandinn að finna nánast það sama og persónan finnur og hugsar. Þetta er alveg mögnuð mynd og vel af óskarnum komin. Það er ekki hægt annað en að gefa svona kvikmyndaviðburði fullt hús stjarna.

Sunday, August 10, 2014

The year of living dangerously



Það er alveg vel þess virði að kíkja á kvikmyndir á ferilskrá ástralska leikstjórans Peter Weir eins og til dæmis þessa mynd þar sem Mel Gibson leikur ástralskan fréttamann sem sendur er til Indónesíu á umbrotstímum og hittir í leiðinni dömu sem hann fýsir til leikna af Sigourney Weaver.

Under the skin



Þetta er umtöluð mynd enda margt hægt að ræða um hana, meðal annars vegna nektarsena Scarlett Johansson (sem ætti ný að kæta margan forvitinn sveininn) og þátttöku manns með alvarlega afmyndað andlit. Í myndinni leikur Johansson geimveru sem lítur út eins og manneskja en hún pikkar upp karlmenn á sendibíl sínum en í stað þess að gera þeim glaðan dag þá sökkva þeir (með stinningu) í svart hyldýpi þar sem þeir geymast í hlaupkenndum vökva áður en líffærin eru nýtt í einhverjum óskýrðum tilgangi.

Ég get ekki sagt að ég hafi fílað myndina í botn. Ég átti á köflum erfitt með að halda mér vakandi og dottaði um miðbik myndarinnar sem mögulega truflaði skilning minn á seinni helmingnum. Ég held samt að ég hafi ekki misst af miklu. Myndin er skuggaleg og torskilin en það sem mér fannst verst var hversu rislítil hún var. Ég kunni að meta andrúmsloftið en þar leikur flott tónlist stórt hlutverk og einnig fannst mér flott hversu raunveruleg hún virðist en kvikmyndagerðarmennirnir fóru óvenjulegar leiðir og tóku upp sumar senur á götum úti án þess að fólk vissi að verið væri að taka upp kvikmynd. Þetta er vissulega djörf kvikmyndagerð og greinilega hæfileikaríkt fólk á bakvið kvikmyndina en ég náði lítið að tengja við söguna né persónur.

Wednesday, August 6, 2014

10 uppáhalds

Tryggvi skoraði á mig að setja saman lista yfir topp 10 uppáhalds lög allra tíma. Ansi metnaðarfullt verkefni og þetta er listi sem mér finnst sæmilega skynsamlegur eftir að hafa leitað í hjarta mitt.



10. Wu-tang Clan - Da Mystery of Chessboxin'


09. Weezer - Say it ain't so



08. The Mars Volta - Goliath


07. Guns N' Roses - November Rain


06. Midlake - Head Home


05. Radiohead - High & Dry



 04. Manic Street Preachers - A Design for Life


03. Radiohead - Paranoid Android


02. Michael Jackson - Billie Jean


01. Muse - New Born

10 tónlistarbitar

Eru ekki allir byrjaðir að hlusta á I Never Learn sem er nýjasta platan fra sænska poppundrinu Lykke Li. Hér er hún í frekar hefðbundnum gír í laginu Never gonna love again.


Önnur plata sem kom út á árinu og fólk ætti að gefa gaum sem hefur gaman af silkimjúkri og dreymandi indí popptónlist er platan Beautiful Desolation en maðurinn á bak við hana kýs að kalla sig Paul Thomas Saunders. Hér er eitt af betri lögunum af þeirri plötu: Appointment in Samarra.

 
 
Ég hef lúmskt gaman af nýju plötunni frá Kelis. Mér finnst góður andi á þessari plötu og hún er upplífgandi. Hér er hún að tala um mikilvægi þess að borða hollan og staðgóðan morgunverð en þemað á plötunni er einmitt: matur.
 
 
Svo er hér eitt oldís frá 1994 en lagið er af plötu sem má finna á sándtrakki unglingsára margra góðra drengja.
 

 
 Það er einnig ástæða til að hlýða á mann sem gengur undir nafninu Chet Faker en það er Ástrali sem er að spyrjast út í heimi elektró poppsins. Hann er með plötu sem heitir Built on Glass.
 
 
Voruði búin að heyra þetta? Þetta er töluvert hressandi. Future Islands og lagið Sun in the Morning.
 
 
Lana Del Rey er náttúrulega komin með nýja plötu sem ég hef ekki hlustað nógu vel á ennþá. Hún á hins vegar að mínu mati eitthvað besta popplag sem ég hef heyrt.
 
 
Strákarnir í Elbow standa sjaldan á gati þegar kemur að því að gera heillandi og hugljúfa tóna. Þetta er af plötunni The take off and landing of everything sem kom út á árinu.
 
 
 
Það er gleðiefni að Manic Street Preachers eru ekki dauðir úr öllum æðum.
 
 
Að lokum er hér lag af EP plötu Ed Harcourt, Time of Dust. Mikilfenglegt lag.
 
 


Wednesday, June 4, 2014

Look around you

Not very long ago a video called 'look up' went viral on the internet. The video urged people (using poetry and sentimental music and images) to put down their smartphones or else run the risk of facing loneliness or not meeting people who could potentially turn out to be soul mates. People on Facebook posted the video and some commented that this was a 'must-see' or something 'everybody has to see'. But I think its argument against smartphones (or more accurately the misuse of them) is weak and its not only because of the limitations of having to make the message rhyme.

The video failed to show the real direct harm and suffering the overuse of smartphones can cause to our society. Being lonely or failing to spot a potential lover on the street is not a very strong argument against smartphones. In fact, it can be argued that the internet is a more direct culprit in alienating people in today's society, although the smartphone has indeed strengthened the effect. The message of the video just looked strong because of the use of poetry (bland poetry I might add) and sentimentality. The fact is that the dependence and overuse of smartphones can directly lead to much more serious consequences for the environment we live in. To be honest, I will not feel particularly bad for a person who is constantly staring at his smartphone and fails to interact meaningfully with important people in his or her life or if the same person fails to detect a potential mate walking on the street. That is a choice the person makes and this choice mostly causes harm to the person that consciously makes it. I want to make a more powerful and relevant example of how the overuse of smartphones is making society worse. And I have a real-life example I would like to share that I actually witnessed today. I had actually thought of the same scenario to myself but today I was unfortunate enough to witness it.

I was on the bus (I live in China by the way and its quite rare to get a seat on the bus). This time I was lucky and I got a seat when another person got off the bus. As usual I noticed many people around me looking at their smartphones. Then an old couple came on the bus. Usually people are quite vigilant for old people and quickly offer their seats to them. I might add that respect for elders is an important value in Chinese society. But this time nobody got out of their seats to offer these seniors a seat and the couple just helplessly looked around them and only saw people looking at screens. A lot of people simply failed to notice that an elderly couple had stepped onto the bus because they were busy looking at something on their smartphone. I was sitting quite near the rear of the bus but got out of my seat and offered my seat to them.

This example is much more powerful than the one given in 'look up'. When people choose to lock their attention on their smartphones they can directly be responsible for other people's suffering. Perhaps this is not very severe suffering in my example but it could easily have been an accident that people failed to notice because they were too busy entertaining themselves with their smartphone.

As members of the human species we have a responsibility to be on the lookout for our fellow citizens. I believe that the overuse of smartphones can lead to people becoming more self-centered and detached from the environment. And that is a much bigger threat to society than the failure to spot a pretty-looking girl walking on the street.

And this is just a nice song, really.



Wednesday, May 28, 2014

Undur himingeimsins

Ég ætla að leyfa mér að mæla með þáttaröðum sem ég hef verið að kynna mér en það er BBC sem framleiðir þessa þætti (frá 2010) um undur sólkerfisins með poppvísindamanninum Brian Cox í fararstjórasætinu. Mjög merkilegir þættir og aðgengilegir en þeir ganga undir enska nafninu Wonders of the Solar System. Í fyrsta þætti er umfjöllunarefnið Sólin en hún er grundvöllur þess að við getum lifað á bláa punktinum.






Wednesday, May 21, 2014

Brokeback Mountain með glimmeri

Þessi kvikmynd er ljómandi fín með Michael Douglas sláandi góðum sem píanistinn og skemmtikrafturinn Liberace. Matt Damon leikur elskhugann hans sem skrifaði bókina sem myndin byggir á. Fullt af 80's stemningu, lúxus lifnaðarháttum og hómó-erótík. Það gerist nú ekki mikið betra en það!

Wednesday, May 14, 2014

10 ástæður fyrir að flytja til Kína

1. Þú getur fengið herraklippingu með þvotti á 400 krónur.

2. Hvít húð er guðdómleg fyrir kínverjum og þá sérstaklega fyrir stelpur sem mjaka á sig hvítunarkremi. "Vá hvað þú ert hvít" er eitthvað mesta hrós sem stelpa getur fengið. Íslendingar teljast því þá í fallegri kantinum.

3. Verslun. Ótrúlegt vöruúrval og óteljandi verslanir út um allt. Allt frá götusölum að selja bakaðar sætar kartöflur upp í tískuverslanir, þá er vöruúrvalið sláandi sérstaklega fyrir Íslending sem þarf að setjast inn í bíl og keyra út í stórmarkað til að kaupa banana. Svo ef þú finnur það ekki í verslun þá er allt annað á netinu og sent heim oftast gjaldlaust og verði  haldið vel niðri.

4. Kínverjar eru að öllu jöfnu vingjarnlegir og áhugasamir við fólk frá öðrum löndum. Sumir myndu jafnvel segja að þeir væru vingjarnlegri við þá heldur en við hvorn aðra.

5. Lánamenningin er allt öðruvísi hérna og hér tekur engin 40 ára lán fyrir íbúð eða 5 ára lán á bíl. Fólk safnar pening en ef það á ekki nóg fyrir íbúð þá borgar það lánið á kannski 5-10 árum.

6. Stuttur vetur.

7. Ótrúlega margir fallegir staðir til að ferðast á. Kína er í rauninni heimsálfa með fjölda menninga og allskonar loftslag frá hitabelti og upp í fimbulkulda í norðrinu.

8. Ótakmarkað niðurhal!

9. Úrval af hráefni er gríðarlegt enda geta kínverjar ræktað nánast hvað sem er og því er verð oftast sanngjarnt.

10. Samgöngur. Að taka strætó er lítið mál og kostar nánast ekki neitt (þó oft þurfi maður að standa). Það er því engin þörf á að eiga bíl.

Ég gæti svo örugglega talið upp 20 ástæður fyrir að flytja ekki til Kína. En það gæti hleypt af stað viðvörunarbjöllum hjá internet ritskoðun ríkisins.

Hjólið

Þetta ljóta hjól er búið að koma sér vel við að koma mér frá A til B. Áður átti ég álitlegri hjól en þeim var hvert á fætur öðru stolið frá mér. Ég keypti því ljótasta hjól sem ég fann á skólasvæðinu. En það gerir sitt gagn.

Fjölskylda

Þessa vikuna talaði ég við nemendur mína um fjölskyldu og þá sérstaklega á hvaða hátt vestrænar fjölskyldur væru frábrugðnar kínverskum fjölskyldum. Hérna ætla ég að týna til the main differences.

1. Það er algengt að afar og ömmur búi með barni sínu, maka og börnum eftir að þau leggjast í helgan stein og hjálpi til á heimilinu. Það er ekki mikið fæðingarorlof í boði fyrir foreldra í Kína og þannig hagnast allir af þessum aðstæðum. Amman eldar gjarnan mat og sér um húsverk á meðan foreldrar vinna og amman og afinn sjá að sjálfsögðu um barnið á meðan foreldrarnir eru í burtu. Ég sagði nemendum mínum að þetta væri mjög óvenjulegt á Íslandi þar sem we value independence and privacy more than Chinese people whereas Chinese people place greater importance on taking care of one another and being close. Þetta er eitthvað sem ég kann að meta við kínverska menningu. Þarna hefur eldra fólk hlutverk auk þess sem þau geta eytt miklum tíma með barnabörnum sínum og fylgst með þeim vaxa og dafna.

2. Foreldrar halda uppi börnum sínum fjárhagslega þangað til þau byrja að vinna. Það þýðir að foreldrar halda uppi börnum sínum á meðan þau eru í háskóla því það er sjaldgæft að ungt fólk fari út á vinnumarkaðinn áður en það útskrifast úr háskóla. Foreldrar koma miklu meira af öllum ákvarðanatökum í lífi barna sinna og ákvarða allt frá því hvað börn þeirra læra í háskóla (stelpur = accounting, strákar = viðskipti eða verkfræði) til hverjum börn þeirra giftast (Í Ningbo verður maðurinn að eiga hús og helst bíl ef hann á að fá að giftast konunni). Með öðrum orðum þá er sjálfstæði ekki eiginleiki sem foreldrar reyna að byggja upp í börnum sínum. Hins vegar þá hvetja íslenskir foreldrar börn sín til að vera sjálfstæð, gera og ákveða hluti sjálf þegar það á við.

3. Börn segja nánast aldrei "takk" við foreldra sína. Fljótt á litið mætti túlka þetta sem vanþakklæti en sannleikurinn er sá að þetta tíðkast bara ekki. En það eru ástæður fyrir því og það liggur í hugsunarhætti kínverja. Þeir álita sem svo að fjölskyldymeðlimir séu svo nánir að það er óþarfi að vera með einhverjur seremóníur. "Takk" er eitthvað sem þau nota (samt ekki nógu mikið) á almannafæri við fólk sem það er ekki náið. Það að segja "takk" við foreldra sína myndi þá sýna að þau væru ekki náin foreldrum sínum. Það spilar líka inn í að kínverjar leggja mikla áherslu á skyldu. Það er skylda foreldra að sjá vel um börn sín og seinna meir skylda barna að sjá um foreldra sína þegar þau eldast.

Monday, May 12, 2014

Sohn

Sohn er náungi frá London sem er að gera sálarfulla elektroník, í svipuðum dúr og James Blake. Hér er upphafslag plötunnar Tremors sem er glæsilegt.


Besta uppfinningin

Hjólið, nánar tiltekið reiðhjólið er að mínu mati einhver besta uppfinning sem sköpuð hefur verið. Hönnunin er einföld, og því oftast tiltölulega ódýr. Hraðinn sem næst með reiðhjólinu er umtalsvert betri en þegar gengið er þannig að það eru augljós hagur af minni tíma í að ferðast (þó bíll hafi vinninginn - sérstaklega þegar langar vegalengdir eru farnar - en bíllinn aftur á móti ekki einfaldur og ekki hagkvæmur). Reiðhjólið er umhverfisvænt og í þokkabót líkamsræktartæki. Það eru einfaldlega ekki margar uppfinningar sem toppa þetta frábæra tæki.

Elbow menn

Elbow menn frá Manchester eru komnir með nýtt stykki og hér er ljómandi biti af því sem heitir Charge.


Forgangsröðun

Svona ef maður hugsar til þess hvað matur er mikilvægur fyrir fólk þá er skrítið að hugsa til þess að engir minnisvarðar eða styttur eru til af þessum lífsnauðsynlegu fyrirbærum. Það mætti alveg reisa styttu af banana og skrifa á platta hvaða lífsnauðsynlegu næringarefni banani hefur og hvað át á einum slíkum gerir mannfólki gott. 

Svo eru íslenskar götur oft nefndar eftir einhverjum körlum og stöðum úr íslendingasögum. Væri eitthvað verra að hafa Brokkolístræti 10 eða gulrótargötu 23?

Það má ekki taka þessum lífsnauðsynlegu afurðum móður jarðar sem sjálfsögðum hlut. 

Wednesday, May 7, 2014

Hér er vísindamaðurinn Sam Harris að tala um mikilvægi augnabliksins og leiðir okkur í gegnum Mindfulness hugleiðslu.


Ekki smart

Ég hef ekki enn séð ástæðu til að fjárfesta í svokölluðum smartsíma en eign á slíku tæki virðist hálfpartinn orðið eins algengt og fæðingarvottorð. Ég skil ekki hvað á að vera svona frábært og nauðsynlegt við þessa græju. Sjálfur vill ég leitast við að hafa líf mitt sem einfaldast og ég er handviss að svona sími mun flækja líf mitt, ekki gera það betra. Ég veit hvað internetið bíður upp á rosalega margt og bara það að hafa tölvu á heimilinu veitir aðgang að ógrynni af efni sem keppist um athygli manns. Ég get því ekki skilið hvað á að vera gott við það að vera alltaf tengdur við internetið eða alltaf vera með "vini" inni í þessu tæki. Ég þarf nú bara smá tíma fyrir sjálfan mig.

Kína er gott dæmi um land þar sem smart símar hafa tröllriðið öllu og það eru "allir" með smartsíma. Tískufyrirbrigði grassera einstaklega vel í þessari menningu þar sem samkeppni, og að vera "í hópnum" er sterk hvatning til hegðunar. Fólk einfaldlega vill ekki vera útundan. Og þetta er allt saman rosalega hagkvæmt fyrir fyrirtækin sem koma reglulega upp með nýja og betri tækni og sannfærir fólk um að þetta þurfi allir að eiga. Fólk hérna er yfirleitt frekar hissa á að sjá mig draga upp gamlan (og góðan) Nokia síma.

Ég er ekki sannfærður um að ég þurfi þetta tæki en ég er sannfærður að þetta tæki geri það að verkum að fólk er minna staðsett í tilteknu augnabliki og á færri raunveruleg samskipti við fólkið í kringum það. Ég vil frekar vera til í þessu augnabliki heldur en vera til á Wechat.

Saturday, May 3, 2014

Temples - The Guesser

Flott hljóðið í þessum mönnum.


Hunger Games: Catching Fire

Þessi mynd fannst mér ekki byrja fyrr en hún endaði. Ég var ekki hrifinn.

The Dish (2000)

The Dish er áströlsk kvikmynd byggð á sönnum atburðum en myndin segir frá þeim mönnum (og gervihnattardisknum sem myndin er kennd við) sem unnu við að senda út sjónvarspsmerkið frá tungl-lendingunni árið 1969. Þrátt fyrir viðfangsefnið er myndin mjög jarðbundin, eitthvað sem einkennir jafnan ástralska kvikmyndagerð. Að mínu mati er þetta afar vel heppnuð, lítil mynd sem segir frá venjulegu fólki sem vann á bakvið tjöldin við að skapa söguna. Og ekki skemmir fyrir að Sam Neill er í húsinu og sýnir heillandi leik.


Sunday, April 27, 2014

Robots and work

I am sure that in the future robots with advanced artificial intelligence will be utilized to do most of the jobs humans currently engage in. Today robots are being used in jobs that are dangerous (mining), monotonous (assembly line jobs), simple (cleaning floors in homes), or simply not within the capabilities of humans (space exploration). But I believe that with the advancement of robotics technology and artificial intelligence robots will even be capable of jobs that require intelligence and decision making. Okay, let's imagine that kind of world. Robots do most of the jobs that humans now do. Basically, that would mean two things:

One, people would have more time to devote themselves to important issues such as making clean and sustainable energy, finding cures for chronic illnesses, growing crops in ecologically healthy ways, fighting social problems, and the "make-the-world-a-better-place" list goes on. Of course, lots of devoted and hardworking people are currently involved in solving these issues but more support would definitely make a huge positive impact. We could educate more people in science and get them working on these issues which are of benefit to the whole world.

Secondly, people would have more spare time. Now to a lot of people that sounds quite unattractive. Why would I want to sit on my ass all day? When I probed the reaction of my students to my utopian future one of them said that he would not enjoy a world where he didn't have to work. He said "work gives meaning to our lives". When I further questioned him if he thought his job was meaningful he reluctantly admitted that it was not. So do we actually believe that work gives meaning to our lives? Or is it something that has been told to us by a society that is built on an economic model that is sustained through meaningless jobs and the pursuit of money and material wealth. Of course, there are people who have meaningful jobs. But aren't most of those jobs related to exactly the work I just mentioned. Jobs that have the aim of improving life. I would welcome a world where work would only be aimed at making life on earth healthier, more equal, and more environmentally sustainable. People work their backs off. But what of actual worth is actually gained from that?

That's where I see the robots coming in.

And I could take up meditating again.

möööööö

Þetta er fínt lag frá Mö.


Friday, April 18, 2014

Gott í eyrun

Smá lagasyrpa sem hressir mögulega mann og annan

Damien Jurado - Suns in our Mind


Það er vel þess virði að kíkja á plötuna hans sem heitir Brothers and Sisters of the Eternal Son. Þetta er efni sem vinnur á.

Broken Bells - Perfect World



Strákarnir í Broken Bells gáfu út aðra plötu sína snemma á þessu ári. Hún er vel áhlustanleg og hressir á köflum en mér fannst fyrri platan betri.

Metronomy - The Upsetter


Dan Croll - Wanna Know



I Break Horses - Denial






Talib Kweli - Violations (feat Raekwon)



Architecture in Helsinki - When you walk in the Room


Ed Harcourt - Do as I say not as I do



Einn af popp gimsteinunum af plötu Ed Harcourt, Lustre sem kom út 2010 og er í miklu uppáhaldi.



Tuesday, April 8, 2014

Ed Harcourt - Lustre

Þetta var ein af uppáhalds plötunum mínum árið 2010. Rosa djúsí popp sem titrar af lífi.


The Hunger Games: Catching Fire

Ég hef gaman af satírunni í þessari myndaseríu en það fór allt of lítið fyrir henni í þessu framhaldi. Annars var ég alltaf að bíða eftir að hún byrjaði. Svo komst ég að því í lokin að hún byrjar sennilega ekki fyrr en í þriðju myndinni. Slakt.

3 / 10

Compliance (2012)

Þessi kvikmynd byggir á sönnu réttarmáli þar sem maður hringdi á McDonald's veitingastað, sagðist vera lögreglumaður og að einn starfsmaðurinn væri grunaður um þjófnað. Hann fékk yfirmann staðarins til að leita á starfsstúlkunni naktri en vegna anna hringdi yfirmaðurinn í unnusta sinn til að sitja yfir stúlkunni þangað til lögreglan kæmist á staðinn. Maðurinn í símanum, sem unnustinn hélt líka að væri lögreglumaður fékk unnustann til að gera allskonar skrítna og kynferðislega hluti við stúlkuna, meðal annars rassskella hana.

Þetta er alveg ótrúlegt mál en það hafa komið upp ansi mörg svona tilfelli í Bandaríkjunum þar sem yfirleitt var hringt á skyndibitastaði, starfsmaður sakaður um þjófnað og starfsfólk beðið um að gera eitthvað vafasamt við viðkomandi.

Myndin er á köflum erfið áhorfs því maður trúir varla að fólk sé ekki fært um að hugsa rökrétt í svona aðstæðum. En þetta sýnir bara nákvæmlega það sem Stanley Milgram sýndi fram á í margumtöluðum rannsóknum hans þar sem þátttakendur gáfu öðru fólki rafstraum er þeim fannst yfirvald skipa þeim fyrir. Fólk getur nefninlega látið siðferðislega sannfæringu sína eins og vind um eyru þjóta ef það skynjar að yfirvald gefur skipanir. Þessi rannsókn var talin geta meðal annars skýrt hvernig hermenn geta framið skelfileg ódæði í stríði.

Compliance er lítil og vel gerð kvikmynd sem sýnir ansi kröftuglega þessa hlið á mannlegri hegðun.

9 / 10

Monday, March 31, 2014

Morning Phase

Beck er aldeilis melló á nýrri plötu þar sem hann bíður upp á slakandi morguntóna. Ég fagna þessu nýja framlagi hans enda veitir ekkert af svona slakandi stöffi í önnum dagsins.




Anchorman 2

Anchorman kvikmyndin sem kom út árið 2004 hefur náð ákveðnum költ status og eru frasar úr þeirri mynd orðnir hluti af alþjóðlegu grín-frasa orðabókinni ("sixty percent of the time it works every time". Will Ferrell og félagar voru að sjálfsögðu vel meðvitaðir um vinsældir fyrstu myndarinnar og það er greinilegt að þeir vildu ekki valda aðdáendum fyrri myndarinnar vonbrigðum og að mörgu leyti er eins og þeir hafi viljað toppa fyrstu myndina. Anchorman 2 er lengri og jafnvel enn steiktari en fyrri myndin (Ron Burgundy blindast og Brick með leiserbyssu í staðinn fyrir gaffal). Það fannst mér helsti veikleiki myndarinnar, hvað þeir voru mikið að reyna að gera meira en í fyrri myndinni. Til að mynda er sams konar sena þar sem fréttateymi mætast á vígvellinum en núna er um að ræða fréttateymi á landsvísu og að sjálfsögðu reynt að koma inn sem flestum frægum andlitum en núna birtast meðal annars Kanye West, Jim Carrey og Liam Neeson og láta til sín taka í miklum bardaga. Ég hafði gaman af ansi mörgu í myndinni og hún er fyndin en það hefði mátt klippa slatta út. Anchorman 2 er of löng og full óörugg og reynir því of hart að gleðja aðdáendur í staðinn fyrir að hugsa bara um að gera fyndna kvikmynd.

7 / 10

Nymphomaniac Vol I & II

Ég hafði gaman af fyrri partinum um lausgirtu konuna en ansi fannst mér seinni helmingurinn þunglamalegur og mér fannst botninn alveg detta úr þessu. Það hefði mátt klippa þessa mynd eitthvað til.

6 / 10

Sunday, March 23, 2014

Nymphomaniac Vol.1

Grallarinn danski Lars Von Trier er greinilega búinn að vera önnum kafinn við að búa til kynferðislegar líkingar. Í Nymphomanic er hægt að sjá afraksturinn en hann líkir kynferðislegum athöfnum meðal annars við flugveiði og tónverk Johann Sebastian Bach. Von Trier er hér hressilega að höggva á tvöfalda staðalinn sem hefur ríkt um kynhegðun karla og kvenna og alveg kominn tími á slíkt á hvíta tjaldinu.

Annars finnst mér hún skemmtileg þó á köflum detti hún aðeins niður. Ég á volume II alveg eftir.

In the Loop (2008)

Þetta er nú ein skondnasta myndin sem ég hef séð í langan tíma og sennilega fyndnasta mynd um pólitík sem ég hef séð. Mæli eindregið með þessari!


The Dodos - Carrier

Tveir náungar frá San Francisco sem kalla sig The Dodos eru búnir að vera að gera tónlist síðan 2006. Plata þeirra Carrier sem kom út á síðasta ári hefur verið að smjúga hægt og rólega inn í blóðrásina með allskonar jákvæðum lífeðlislegum áhrifum. Þetta er gott stykki hjá þeim.









Wednesday, March 12, 2014

We are what we are (2013)

Þessi hrollvekja vöfð inn í ádeilu er vel áhorfanleg þó að mér hafi fundist endirinn ótrúverðugur.

8 / 10

The Amazing Spider-Man (2012)

Ég lét mig að lokum hafa það og horfði á þessa endurvinnslu á Spider-Man sögunni en það er Marc Webb (500 Days of Summer) sem leikstýrir og Andrew Garfield sem tekur við vefnum af Tobey Maguire.
Myndin var eiginlega bara nákvæmlega eins og ég bjóst við og var ekkert í henni sem sannfærði mig um að það væri þörf á að endurstarta sögunni. Garfield er ósannfærandi Spider-Man og ég trúði aldrei að hér væri á ferð einhver persóna sem á eftir að verða einhver merkileg ofurhetja. Samtölin eru skelfileg og rómantísku senurnar klunnalegar. Þannig að það er voða lítið í þessari mynd sem gerði mig spenntan og stemningin fyrir framhaldinu í 5%.

4 / 10

Friday, March 7, 2014

The Kings of Summer (2013)

Ég veit ekki hvað krökkum er kennt í skóla í Bandaríkjunum en þegar ég var á fimmtánda aldursári var ég ansi langt frá því að geta smíðað tveggja hæða kofa út í skógi með tveimur vinum. En burtséð frá trúanleika myndarinnar þá er plottið í tómara lagi og því stendur það á herðum leikarana og myndatökunnar að halda fólki við efnið. Ég hafði rétt svo áhuga á að klára hana þannig að hún slefar í að vera áhorfanleg en annars er þetta mynd sem manni finnst að maður hafi séð áður og hefur hún ekkert nýtt fram að færa.

6 / 10

Thursday, March 6, 2014

Manic Street Preachers bara nokkuð léttir á því af plötunni Rewind the Film sem kom út 2013 sem var nú bara la-la plata.




I Break Horses

I Break Horses er tvíeyki búsett í Svíþjóð sem framleiðir hér drungalega og hár-rísandi elektróník. Í góðum eyrnartækjum er þetta dáleiðandi efni.


The Wolf of Wall Street

Ef þú varst ekki sannfærð(ur) um að hlutabréfabrask séu kjöraðstæður fyrir græðgi og sjúklegheit til að grassera þá ber Martin Scorcese hér á borð þessa uppskrift fyrir þig sem inniheldur meðal annars hópkynlíf í flugvél og dvergakast, allt sem alvöru sukk á að innihalda. Myndin er beisiklí um sukk og stjórnlausa græðgi, siðferðisleysi og peningadýrkun. Scorcese er hins vegar frekar hlutlaus á bakvið myndavélina og lætur áhorfandann um að dæma ævintýri Jordan Belfort.

Mér fannst Wolf of Wall Street þokkalega áhorfanleg en ekkert sem ég kem til með að horfa spenntur á aftur.

7 / 10

Monday, February 10, 2014

Blue Jasmine

Ég hef aldrei verið sérstakur áhugamaður Woody Allen og hef ekki verið að hressast yfir töfra realismanum sem hann oft færir fram í myndum sínum. Ég man þó að ég hafði gaman af Match Point af þessum nýju myndum hans. Ég var hins vegar gríðarlega sáttur við nýjasta framlag Allen. Í Blue Jasmine setur hann upp dauðafæri fyrir Cate Blanchett til að túlka þá taugaveiklun sem einkennir efnishyggju og snobb nútímans. Blanchett, fædd og menntuð í leikfræðum í Ástralíu, þakkar pent fyrir sig og skorar mikinn leiksigur. Látið þessa konu hafa Skara!

9/10

Og fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða frekari andhetjur nútímans á hvíta tjaldinu mæli ég einnig með Young Adult þar sem Charlize Theron fer á kostum í aðeins léttari mynd.