Friday, August 22, 2014

The Iceman

The Iceman er kvikmynd sem er skyldu áhorf fyrir fólk sem er áhugasamt um dimmari hliðar mannskepnunnar. Myndin byggir á ævi Richard Kuklinski (líklega skólarbókardæmi um mann með andfélagslega persónleikaröskun) sem er sagður hafa myrt yfir 100 manns en hann starfaði sem leigumorðingi. Það sem er þó magnaðast við söguna er að Kuklinski var giftur og átti tvær dætur sem allar höfðu enga hugmynd hvað fjölskyldufaðirinn bardúsaði utan heimilisins. Ég get skilið gagnrýnina sem myndin hefur verið að fá en margir hafa bent á að kvikmyndin sé ekki alltaf sannsögul, það sé hoppað yfir mikilvæg atvik og mikilvægir hlutir teknir úr til að gera Kuklinski samúðarhæfan. Til dæmis kom það aldrei fram í myndinni að Kuklinski beitti fjölskyldu sína líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi. En þrátt fyrir þessa vankanta þá finnst mér kvikmyndin góð og sérstaklega er Michael Shannon magnaður í tiltilhlutverkinu.

No comments:

Post a Comment