Wednesday, August 6, 2014

10 tónlistarbitar

Eru ekki allir byrjaðir að hlusta á I Never Learn sem er nýjasta platan fra sænska poppundrinu Lykke Li. Hér er hún í frekar hefðbundnum gír í laginu Never gonna love again.


Önnur plata sem kom út á árinu og fólk ætti að gefa gaum sem hefur gaman af silkimjúkri og dreymandi indí popptónlist er platan Beautiful Desolation en maðurinn á bak við hana kýs að kalla sig Paul Thomas Saunders. Hér er eitt af betri lögunum af þeirri plötu: Appointment in Samarra.

 
 
Ég hef lúmskt gaman af nýju plötunni frá Kelis. Mér finnst góður andi á þessari plötu og hún er upplífgandi. Hér er hún að tala um mikilvægi þess að borða hollan og staðgóðan morgunverð en þemað á plötunni er einmitt: matur.
 
 
Svo er hér eitt oldís frá 1994 en lagið er af plötu sem má finna á sándtrakki unglingsára margra góðra drengja.
 

 
 Það er einnig ástæða til að hlýða á mann sem gengur undir nafninu Chet Faker en það er Ástrali sem er að spyrjast út í heimi elektró poppsins. Hann er með plötu sem heitir Built on Glass.
 
 
Voruði búin að heyra þetta? Þetta er töluvert hressandi. Future Islands og lagið Sun in the Morning.
 
 
Lana Del Rey er náttúrulega komin með nýja plötu sem ég hef ekki hlustað nógu vel á ennþá. Hún á hins vegar að mínu mati eitthvað besta popplag sem ég hef heyrt.
 
 
Strákarnir í Elbow standa sjaldan á gati þegar kemur að því að gera heillandi og hugljúfa tóna. Þetta er af plötunni The take off and landing of everything sem kom út á árinu.
 
 
 
Það er gleðiefni að Manic Street Preachers eru ekki dauðir úr öllum æðum.
 
 
Að lokum er hér lag af EP plötu Ed Harcourt, Time of Dust. Mikilfenglegt lag.
 
 


No comments:

Post a Comment