Sunday, August 10, 2014

Under the skin



Þetta er umtöluð mynd enda margt hægt að ræða um hana, meðal annars vegna nektarsena Scarlett Johansson (sem ætti ný að kæta margan forvitinn sveininn) og þátttöku manns með alvarlega afmyndað andlit. Í myndinni leikur Johansson geimveru sem lítur út eins og manneskja en hún pikkar upp karlmenn á sendibíl sínum en í stað þess að gera þeim glaðan dag þá sökkva þeir (með stinningu) í svart hyldýpi þar sem þeir geymast í hlaupkenndum vökva áður en líffærin eru nýtt í einhverjum óskýrðum tilgangi.

Ég get ekki sagt að ég hafi fílað myndina í botn. Ég átti á köflum erfitt með að halda mér vakandi og dottaði um miðbik myndarinnar sem mögulega truflaði skilning minn á seinni helmingnum. Ég held samt að ég hafi ekki misst af miklu. Myndin er skuggaleg og torskilin en það sem mér fannst verst var hversu rislítil hún var. Ég kunni að meta andrúmsloftið en þar leikur flott tónlist stórt hlutverk og einnig fannst mér flott hversu raunveruleg hún virðist en kvikmyndagerðarmennirnir fóru óvenjulegar leiðir og tóku upp sumar senur á götum úti án þess að fólk vissi að verið væri að taka upp kvikmynd. Þetta er vissulega djörf kvikmyndagerð og greinilega hæfileikaríkt fólk á bakvið kvikmyndina en ég náði lítið að tengja við söguna né persónur.

No comments:

Post a Comment