Monday, March 31, 2014

Morning Phase

Beck er aldeilis melló á nýrri plötu þar sem hann bíður upp á slakandi morguntóna. Ég fagna þessu nýja framlagi hans enda veitir ekkert af svona slakandi stöffi í önnum dagsins.




Anchorman 2

Anchorman kvikmyndin sem kom út árið 2004 hefur náð ákveðnum költ status og eru frasar úr þeirri mynd orðnir hluti af alþjóðlegu grín-frasa orðabókinni ("sixty percent of the time it works every time". Will Ferrell og félagar voru að sjálfsögðu vel meðvitaðir um vinsældir fyrstu myndarinnar og það er greinilegt að þeir vildu ekki valda aðdáendum fyrri myndarinnar vonbrigðum og að mörgu leyti er eins og þeir hafi viljað toppa fyrstu myndina. Anchorman 2 er lengri og jafnvel enn steiktari en fyrri myndin (Ron Burgundy blindast og Brick með leiserbyssu í staðinn fyrir gaffal). Það fannst mér helsti veikleiki myndarinnar, hvað þeir voru mikið að reyna að gera meira en í fyrri myndinni. Til að mynda er sams konar sena þar sem fréttateymi mætast á vígvellinum en núna er um að ræða fréttateymi á landsvísu og að sjálfsögðu reynt að koma inn sem flestum frægum andlitum en núna birtast meðal annars Kanye West, Jim Carrey og Liam Neeson og láta til sín taka í miklum bardaga. Ég hafði gaman af ansi mörgu í myndinni og hún er fyndin en það hefði mátt klippa slatta út. Anchorman 2 er of löng og full óörugg og reynir því of hart að gleðja aðdáendur í staðinn fyrir að hugsa bara um að gera fyndna kvikmynd.

7 / 10

Nymphomaniac Vol I & II

Ég hafði gaman af fyrri partinum um lausgirtu konuna en ansi fannst mér seinni helmingurinn þunglamalegur og mér fannst botninn alveg detta úr þessu. Það hefði mátt klippa þessa mynd eitthvað til.

6 / 10

Sunday, March 23, 2014

Nymphomaniac Vol.1

Grallarinn danski Lars Von Trier er greinilega búinn að vera önnum kafinn við að búa til kynferðislegar líkingar. Í Nymphomanic er hægt að sjá afraksturinn en hann líkir kynferðislegum athöfnum meðal annars við flugveiði og tónverk Johann Sebastian Bach. Von Trier er hér hressilega að höggva á tvöfalda staðalinn sem hefur ríkt um kynhegðun karla og kvenna og alveg kominn tími á slíkt á hvíta tjaldinu.

Annars finnst mér hún skemmtileg þó á köflum detti hún aðeins niður. Ég á volume II alveg eftir.

In the Loop (2008)

Þetta er nú ein skondnasta myndin sem ég hef séð í langan tíma og sennilega fyndnasta mynd um pólitík sem ég hef séð. Mæli eindregið með þessari!


The Dodos - Carrier

Tveir náungar frá San Francisco sem kalla sig The Dodos eru búnir að vera að gera tónlist síðan 2006. Plata þeirra Carrier sem kom út á síðasta ári hefur verið að smjúga hægt og rólega inn í blóðrásina með allskonar jákvæðum lífeðlislegum áhrifum. Þetta er gott stykki hjá þeim.









Wednesday, March 12, 2014

We are what we are (2013)

Þessi hrollvekja vöfð inn í ádeilu er vel áhorfanleg þó að mér hafi fundist endirinn ótrúverðugur.

8 / 10

The Amazing Spider-Man (2012)

Ég lét mig að lokum hafa það og horfði á þessa endurvinnslu á Spider-Man sögunni en það er Marc Webb (500 Days of Summer) sem leikstýrir og Andrew Garfield sem tekur við vefnum af Tobey Maguire.
Myndin var eiginlega bara nákvæmlega eins og ég bjóst við og var ekkert í henni sem sannfærði mig um að það væri þörf á að endurstarta sögunni. Garfield er ósannfærandi Spider-Man og ég trúði aldrei að hér væri á ferð einhver persóna sem á eftir að verða einhver merkileg ofurhetja. Samtölin eru skelfileg og rómantísku senurnar klunnalegar. Þannig að það er voða lítið í þessari mynd sem gerði mig spenntan og stemningin fyrir framhaldinu í 5%.

4 / 10

Friday, March 7, 2014

The Kings of Summer (2013)

Ég veit ekki hvað krökkum er kennt í skóla í Bandaríkjunum en þegar ég var á fimmtánda aldursári var ég ansi langt frá því að geta smíðað tveggja hæða kofa út í skógi með tveimur vinum. En burtséð frá trúanleika myndarinnar þá er plottið í tómara lagi og því stendur það á herðum leikarana og myndatökunnar að halda fólki við efnið. Ég hafði rétt svo áhuga á að klára hana þannig að hún slefar í að vera áhorfanleg en annars er þetta mynd sem manni finnst að maður hafi séð áður og hefur hún ekkert nýtt fram að færa.

6 / 10

Thursday, March 6, 2014

Manic Street Preachers bara nokkuð léttir á því af plötunni Rewind the Film sem kom út 2013 sem var nú bara la-la plata.




I Break Horses

I Break Horses er tvíeyki búsett í Svíþjóð sem framleiðir hér drungalega og hár-rísandi elektróník. Í góðum eyrnartækjum er þetta dáleiðandi efni.


The Wolf of Wall Street

Ef þú varst ekki sannfærð(ur) um að hlutabréfabrask séu kjöraðstæður fyrir græðgi og sjúklegheit til að grassera þá ber Martin Scorcese hér á borð þessa uppskrift fyrir þig sem inniheldur meðal annars hópkynlíf í flugvél og dvergakast, allt sem alvöru sukk á að innihalda. Myndin er beisiklí um sukk og stjórnlausa græðgi, siðferðisleysi og peningadýrkun. Scorcese er hins vegar frekar hlutlaus á bakvið myndavélina og lætur áhorfandann um að dæma ævintýri Jordan Belfort.

Mér fannst Wolf of Wall Street þokkalega áhorfanleg en ekkert sem ég kem til með að horfa spenntur á aftur.

7 / 10