Monday, March 31, 2014

Anchorman 2

Anchorman kvikmyndin sem kom út árið 2004 hefur náð ákveðnum költ status og eru frasar úr þeirri mynd orðnir hluti af alþjóðlegu grín-frasa orðabókinni ("sixty percent of the time it works every time". Will Ferrell og félagar voru að sjálfsögðu vel meðvitaðir um vinsældir fyrstu myndarinnar og það er greinilegt að þeir vildu ekki valda aðdáendum fyrri myndarinnar vonbrigðum og að mörgu leyti er eins og þeir hafi viljað toppa fyrstu myndina. Anchorman 2 er lengri og jafnvel enn steiktari en fyrri myndin (Ron Burgundy blindast og Brick með leiserbyssu í staðinn fyrir gaffal). Það fannst mér helsti veikleiki myndarinnar, hvað þeir voru mikið að reyna að gera meira en í fyrri myndinni. Til að mynda er sams konar sena þar sem fréttateymi mætast á vígvellinum en núna er um að ræða fréttateymi á landsvísu og að sjálfsögðu reynt að koma inn sem flestum frægum andlitum en núna birtast meðal annars Kanye West, Jim Carrey og Liam Neeson og láta til sín taka í miklum bardaga. Ég hafði gaman af ansi mörgu í myndinni og hún er fyndin en það hefði mátt klippa slatta út. Anchorman 2 er of löng og full óörugg og reynir því of hart að gleðja aðdáendur í staðinn fyrir að hugsa bara um að gera fyndna kvikmynd.

7 / 10

No comments:

Post a Comment