Thursday, March 6, 2014

The Wolf of Wall Street

Ef þú varst ekki sannfærð(ur) um að hlutabréfabrask séu kjöraðstæður fyrir græðgi og sjúklegheit til að grassera þá ber Martin Scorcese hér á borð þessa uppskrift fyrir þig sem inniheldur meðal annars hópkynlíf í flugvél og dvergakast, allt sem alvöru sukk á að innihalda. Myndin er beisiklí um sukk og stjórnlausa græðgi, siðferðisleysi og peningadýrkun. Scorcese er hins vegar frekar hlutlaus á bakvið myndavélina og lætur áhorfandann um að dæma ævintýri Jordan Belfort.

Mér fannst Wolf of Wall Street þokkalega áhorfanleg en ekkert sem ég kem til með að horfa spenntur á aftur.

7 / 10

No comments:

Post a Comment