Monday, December 31, 2012

Bestir í músík 2012

Þetta var það besta sem ég heyrði árinu. Platan Noctourniquet og þetta lag Zed and Two Naughts.
Ég er fárveikur fyrir The Mars Volta.


Saturday, December 29, 2012

End of Watch (blaut tuska)

Ekki alveg jafn spennandi og Training Day en spennandi þó. Þunn á plotti en sem betur fer eru þarna leikarar sem bera myndina vel og endirinn bara nokkuð hugljúfur. Alveg frambærilegasta löggumynd hér.

Tuesday, December 25, 2012

Tilkynning

Góðir hálsar,

Mér mistókst að halda jólin og hef því ákveðið að fresta þeim þangað til í lok Janúar.

Það breytir því þó ekki að hægt er að vera í hýru skapi og Jason Lytle er sannarlega hýr í skapi á nýju plötunnu sinni Dept. of Disappearance. Grandaddy áhangendur og aðrir geta hér hýrt sig vel upp með því að hlýða á þessa  plötu, til dæmis Willow Wand Willow Wand.

Gleðileg ekki-jól.




Sunday, December 23, 2012

Hleyptu hinum rétta inn (Blaut tuska)

Þessi kvikmynd er nú meiri snilldin. Ég hef horft á hana nokkrum sinnum og alltaf finnst mér hún jafn grípandi og gríðarlega flott. Kvikmyndatakan er svo rúsínan í pulsunni. Ég tel óþarfi að horfa á amerísku útgáfuna þar sem það er ómögulegt að toppa þetta sænska meistaraverk.

Titillinn á myndinni er líka góð speki fyrir ungar hnátur.

Saturday, December 22, 2012

Christmastime

Þá er komið að því að kíkja á hvaða jólalög eru blautar tuskur. Þetta er í engri sérstakri röð en síðasta lagið er í miklu uppáhaldi. Gleðileg Jól hér!

Beach Boys - White Christmas


Enya - Oiche Chun (Silent Night)


John Lennon - Happy Christmas (War is over)

The Darkness - Christmas Time (Don´t let the Bells End)

U2 - Christmas (Baby Please Come Home)

South Park - Mr. Hankey the Christmas Poo

Jimmy Eat World - Last Christmas

Mariah Carey - All I want for Christmas is You

Tori Amos - Have yourself a Merry Little Christmas


 Smashing Pumpkins - Christmastime


 





Friday, December 21, 2012

Blaut tuska

Það er fullt af fínu sleikipinnapoppi á nýju plötu No Doubt.

Hér er hugguleg ballaða af þessari plötu sem heitir Undone.

Gwen Stefani er algjörlega gæðavottuð blaut tuska.

 

Thursday, December 20, 2012

Stálkarlar

You know you are handsome when you are hired to play Superman.

Henry Cavill getur nú notið þess að vera einn heitasti gaurinn gangandi á jarðkúlunni.

Það sem meira er Cavill var næsti maður á eftir Daniel Craig þegar leitað var að nýjum Bond.
..hann er greinilega með'etta.

Cavill tekur við skikkjunni (fyrstur Breta) af fljóttgleymdum Brandon Routh. Routh renndi sér í gúmmígallann árið 2006 í Superman Returns sem þótti í meðallagi. Routh var flottur í gallanum en hann náði samt engan veginn að fylla upp í rauðu stígvélin hans Christopher Reeve heitins sem var gjörsamlega frábær í að túlka bæði hinn klaufalega Clark Kent og svo hinn ofursterka sjarmör Súperman.



Með Zac Snyder (Watchmen, 300) fyrir aftan myndavélina þá bíð ég með slef í munnvikum eftir að sjá ofurmennið aftur á hvíta tjaldinu næsta sumar.

Svo er komin nýr munnvatns-örvandi treiler sem hægt er að kíkja á hér að neðan.










Wednesday, December 12, 2012

The Coup - The Magic Clap

Það er fullt af hressum krökkum í hljómsveitinni The Coup og þau voru að gefa út fjörugt jólalag sem heitir The Magic Clap. Í laginu hvetja þau alla hressa krakka til að vera ófeimin til að hrissta búk í kringum jólatré. Þetta er eitt af þeim jólalögum sem Tuskan kynnir í ár en Tuskan verður á ferð og flugi með Tuskulestinni í Desember.




Monday, December 10, 2012

The Man with the Iron Fists (2012) (þurr)

Eins og ég hef gaman af Wu-tang Clan og góðum Kung-Fu myndum þá kom það mér á óvart hversu mikið mér leiddist á að horfa á þessa mynd eftir Rza. Hvorki fyndin, töff né spennandi.

Það má hafa meira gaman að tónlistinni úr kvikmyndinni og hér eru tvö töff lög af plötunni.











Núið

Ég er upptekinn í núinu. Kem eftir hálftíma. (Takk Addi P)


Rust and Bone trailer (Blaut tuska)

Þessi fransk-belgíska mynd lúkkar vel.


Life of Pi (70% raki)

Ang Lee er æðislegur leikstjóri sem hefur lag á að snerta mann djúpt. Ég var þokkalega spenntur fyrir að sjá nýjustu myndina hans byggða á bókinni eftir Yann Martel.

Ég held að engin geti orðið fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Maður veit fyrirfram hvað mun gerast og að þessi mynd er jú um strák og tígrisdýr í björgunarbát. Þannig að ég get ekki sagt að ég hafi verið gríðarlega spenntur á meðan ég horfði en hins vegar þá er myndin svo stórglæsilega gerð og falleg að ekki var hægt annað en að dást að útliti myndarinnar. Þrívíddin er mjög flott og gerir fallega mynd enn fallegri. Ég held að krakkar eigi eftir að fíla þessa mynd í botn. Fyrir mig, þá var ég bara sæmilega sáttur.

Thursday, December 6, 2012

Death in Gaza (2004)

Þetta er einhver magnaðasta heimildamynd sem ég hef séð. Hún er kannski ekki alveg "up-to-date" því hún er jú frá 2004 (tekin upp 2003) en engu að síður mögnuð frásögn af börnunum á Gaza. Það magnaðasta eru viðhorf ungu strákana til þess að deyja písarvottardauða. Í Vestur heiminum dreymir unga stráka um að verða fótboltahetjur en á Gaza eiga drengir sér drauminn heitast að deyja fyrir Palestínu, deyja fyrir Islam.

Maður getur ímyndað sér að leikstjórar fórni miklu fyrir að koma verkum sínum til áhorfenda. James Miller sem framleiddi og leikstýrði þessari mynd fórnaði lífi sínu til að gera þessa mynd. Dauði hans er innleiddur inn í frásögnina og endirinn á myndinni er ótrúlegur en Palestínumenn heiðruðu Miller sem píslarvott. Þetta er einfaldlega mynd sem allir verða að sjá.






Tuesday, December 4, 2012

Tungu-togari dagsins

Ég rak Viðar sem rak við í Viðey

In the Realm of the Senses (1976)

Sagan af Sada Abe er náttúrulega stórmerkileg en hún kyrkti elskhuga sinn í ástaratlotum og skar svo af honum tólin.

Kvikmyndin In the Realm of the Senses fjallar um hneigðir og girndir þessarar goðsagnakenndu japönsku konu. Myndin er afar umdeild, enda mjög opinská og má sjá aðalleikarana í raunverulegum ástaratlotum. Í myndinni er líka einstakt atriði þar sem soðið egg hverfur upp í æxlunarfæri og þarf Sada Abe að hafa sig alla við til að verpa því aftur út. Mjög eggjandi.

Þrátt fyrir mikla erótík er þetta algjör "bad-feel" kvikmynd og ég bara fíla ekki að sjá fólk kyrkja hvort annað í bólinu. Kallið mig skrítinn. En sögulega séð er þetta náttúrulega merkileg kvikmynd og krassandi kvikmyndagerð um krassandi kvenmann.

Sunday, December 2, 2012

Í fréttum er þetta helst..

Þetta er mikil stuðplata.

The Mars Volta geta ekki klikkað jafnvel þó þeir hafi yfirgefið þrumukraftinn á Bedlam in Goliath.

Smá kántrí, smá popp, smá sól, smá Kate Earl

Það eru engir hestar í þessu bandi, ég athugaði það. Slow Cruel Hands of Time af Mirage Rock.

Beth Orton er komin aftur og þetta er ljúft og hæfilegt lag sem heitir Last Leaves of Autumn.

Það er sumt sem maður getur alltaf reitt sig á og eitt af því er að maður getur alltaf kinkað hratt kolli í takt við Green Day.

Segjum þetta gott í dag.  


The Cabin in the Woods (þurr tuska)

Ég bjóst við einhverju "mind-bending mind-fokki" en eina sem ég sá var ærslafull og blóðug grínmynd.

Thursday, November 29, 2012

f%/!#$%

broskallar eyðilögðu líf mitt

The Eraser (gömul blaut tuska)

Þetta er náttúrulega eldgömul plata sem Thom Yorke gerði á milli Hail to the Thief og In Rainbows. Það má samt ekki gleyma henni því hún er verðugur hluti af Radiohead diskógrafíunni. Analyse og Harrowdown Hill eru þarna fremst meðal jafningja.

Þetta er gamla blauta tuska dagsins.



Broskallar

Lífið væri betra ef samskipti færu einungis fram með brosköllum .


Monday, November 26, 2012

Night Moves (blaut tuska)

Night Moves er hljómsveit sem er að koma sterk inn með plötunni Colored Emotions. Þetta er tríó frá Minneapolis, stofnuð af þremur menntaskólafélögum árið 2010. Ég er búinn að vera að renna yfir þessa plötu og þetta hljómar gríðarlega vel. Það mætti alveg lýsa þeim sem rafmagnslausum Mgmt.








muzik (skagfirsk sveifla)

The Resistance (2009) er eðal plata og þetta lag kæmi hvaða hamstri sem er á lappir og beint á hlaupahjólið.


Mikið er ég hrifinn af No Doubt, sérstaklega þegar þau eru í kraftmeiri ham eins og hér af plötunni Return of Saturn (2000)


Það getur verið drullugaman að hlusta á diskópopprapp drottninguna Nicki Minaj. Hún var að gefa út Pink Friday: Roman Reloaded, the Re-Up þar sem bókað er mikið fjör og nóg af tilefni til rassahrisstunar.



Thursday, November 22, 2012

The Darkness - Hot Cakes (Blaut tuska)

 Það er engin velgja í kökunum hjá The Darkness á nýrri plötu en þeir eru komnir saman aftur eftir að forsprakkinn Justin Hawkins skellti sér í vímuefnameðferð.

Þetta er næringarrrík stuð-plata og ég bíð þá velkomna til baka.

Blaut tuska!





Tuesday, November 20, 2012

Muse - The 2nd Law (65% raki)

Muse liðar gerðu óvænt poppað lag á síðustu plötu sem var þó töff lag (Undisclosed desires) en á The 2nd Law eiga þeir svipaðan leik í Madness sem er bara hallærislegt og væmið lag.

Það er töluvert léttari stemning á The 2nd Law miðað við fyrri afurðir þeirra þremenninga og þeir hafa örugglega haft gaman að því að búa til þessa plötu. Þeir máta á sig ýmsar tónlistarstefnur og taka ágætis U2 eftirhermu í The Big Freeze og 80´s hljóðgervla popp í hressandi Panic Station og nota svo kraftmikinn dubstep takt í Follow Me. Mér finnst mjög gaman að þessum þremur lögum og Survival venst líka vel auk þess sem mér finnst Supremacy flott lag. Animals er svo hógværasta lagið á plötunni en líka það sem vinnur hvað mest á og sýnir að þeir geta þroskað lagasmíðar sínar. Annað á plötunni finnst mér ekki Muse sæmandi og tilraunir bassaleikarans til að semja og syngja lög finnst mér alveg steingeld og þau tvö lög auðgleymd sem og instrúmental kaflinn í lok plötunnar.



Þó að það sé gott stuð í mörgum lögum þá er The 2nd Law of samhengislaus og kraftlaus til að snúast fyrri plötum snúning.

Einungis 65% raki í þessari tusku.


Monday, November 19, 2012

Shame (2011)

 Hann er ansi skömmustulegur hann Michael Fassbander í þessari mynd. Fassbanderinn leikur Brandon sem á erfitt með að mynda tengsl við fólk en lætur í staðinn eftir sér að sofa hjá vændiskonum og horfa á klám í frítíma sínum og í vinnunni. Þetta er frekar átakanleg mynd því kallinn er svo sorgmæddur og skammast sín en hann ræður bara ekki við sig. Sem karlmaður þá getur maður skilið hann. Það er erfitt að finna raunverulega ást og það þarfnast fórnunar og sjálfsskoðunar sem getur verið sársaukafullt. Kynlíf er hins vegar alltaf ánægjulegt og er fljót leið til að líða vel, þarfnast engrar fórnunar né sjálfsskoðunar. Brandon þráir að mynda tengsl við konu en hann hefur lágan þröskuld fyrir erfiðum tilfinningum og þolir ekki mikla nánd. Hann hrindir öllu fólki frá sér á endanum, meira að segja systur sinni sem grátbiður hann um að vera til staðar.

Flottasta atriðið og líka það áhrifamesta er þegar Brandon er að hafa samfarir við tvær vændiskonur og á sama tíma heyrum við systur hans tala inn á talhólfið hans: "We are not bad people. We just come from a bad place". Svo sjáum við andlitið á Brandon þegar hann er við það að fá það og það er einhvers konar blanda af depurð og örvæntingu frekar en ánægju. Það er eins og allt líf sé farið úr honum, hefur hvorki sæði né sál og eina sem stendur eftir er visnað líflaust andlitið hans.

Áhorfandanum er svo falið það hlutverk að ákveða hvort að Brandon hafi breyst í lokin eða ekki sem er flott trix sem fær fólk til að hugsa fyrir sjálft sig. Ég persónulega trúi því að hann hafi breyst.

Shame er deit mynd fyrir lengra komna.

Og að sjálfsögðu Blaut Tuska.

Thursday, November 15, 2012

Wednesday, November 14, 2012

The Five Year Engagement (2012)


Maður sá Jason Segel fyrst í How I met your Mother þar sem hann var (er?) góður sem Marshall. Segellinn er svo heldur betur búinn að hrista af sér aukahluverkastimpilinn með skemmtilegri frammistöðu í Forgetting Sarah Marshall, Ted Who lives at Home og núna í The Five Year Engagement auk þess sem hann skrifaði Sarah Marshall og The Five Year Engagement. Kallinn er heldur betur ekki við eina fjölina felldur því hann er líka þekktur fyrir að vera brúðustjórnandi og tónlistarmaður.

TFYE er flott viðbót í Jason Segel/Judd Apatow bíógrafíuna. Bæði fyndin, skemmtileg or rómantísk, þetta er hin fullkomna kvikmynd fyrir ánægjulega kvöldstund með betri helmingnum.

Tuesday, November 13, 2012

Shortbus (2006)


Þessi kvikmynd var vel umtöluð vegna kynlífssena þar sem leikararnir voru víst raunverulega að gera það. Sumir töluðu um að þetta væri náttúrulega argasta klám og aðalleikkonunni var næstum því vikið út starfi fyrir að vera viðriðin (no pun intended) þessa kvikmynd. Hins vegar kom þessi mynd mér skemmtilega á óvart því þessar kynlífssenur eru ekki aðalmálið heldur er þetta fyndin og góð skoðun á raunverulegu fólki og vandamálum þess. Jújú það eru typpi á lofti, fljúgandi sæði og andlit á kafi í bossa en það hefur þó alltaf eitthvað með frásögnina að gera. Auk þess sem ég gæti aldrei enst í yfir 90 mínútur yfir klámmynd. Ef þú ert að leita af krassandi efni sem er samt ekki heimskulegt þá er þessi mynd vel þess virði að kíkja á.

Því er Shortbus vel blaut tuska.

Paul Dawson á stórleik í Shortbus

Wednesday, November 7, 2012

This must be the Place (2011)


 Edward Scissorhands meets I am Sam?

Ef kvikmyndagerðarmennirnir hafi ætlað að láta Sean Penn líta sem bjánalegast út tekst þeim frábærlega til. Útlitið hans minnir á Eðvarð Klippikrumlu en vitsmunirnir á persónuna í Ég er Sámur (sem Penn sjálfur lék að sjálfsögðu stórkostlega). Nú ef þeir hafi ætlað að láta þessa kvikmynd líta fallega út með elegant kvikmyndatöku tekst þeim einnig frábærlega til. Að öðru leyti tekst þeim ekki neitt nema að vara fólk við að taka inn eiturlyf og að syngja með Mick Jagger.

This must be the Place er skraufþurr ræma.

Open

Music needs more "búkhljóð".

Regina Spektor er flott kona sem vann hart af sér til að koma sér á framfæri. What we saw from the Cheap Seats er nýjasta platan hennar sem tuskan er að fíla allvel.

Innsogið hennar er blaut tuska.


What do Chinese people think about Iceland: Gay

Hvað halda Kínverjar um Ísland?

Ég spurði tvo hópa þessa spurningu og bað þá um að skrifa svarið á blað. Hér eru nokkur svör:

"skin is white and beautiful"

"Iceland money is krone"

"Iceland is near Finland. The population is few"

"Small country and developed"

"have a good benefit. In the morning and evening they often eat cold food. In the afternoon they eat warm food"

"Tall. White. Gentleman. Handsome"

"The people of Iceland are tall. The country is around by ocean"

"Gay"

"Earthquake"

"Have many waters"

"People work less than Chinese. They have more leisure time"

"Warm resource underground. Maybe drink hot wine."

"Is the food more delicious than Chinese food?"

"The people live in Iceland is very rich"

Ég sprakk úr hlátri þegar ég las á miðann "Gay". Þá hélt ég að þessi unga stelpa ætti við að fólk á Íslandi væri "gay" (fannst ég kannski full gay) en þega ég spurði hana út í þetta átti hún við að samkynhneigt fólk fær að gifta sig á Íslandi. Skörp hún!

Tuesday, November 6, 2012

Friday, September 28, 2012

Thursday, September 27, 2012

Mikilvægasta máltíð dagsins

Nú byrja ég alla morgna á instagram með appi.

Blaut tuska

Hér er sköpunarsagan í boði Bjarkar Guðmundsdóttir. Ég var einu sinni næstum því búinn að hitta hana.


No Doubt

Mikið var ég kátur að sjá það að Gwen "ávallt-í-góðu-líkamlegu-ásigkomulagi" Stefani og kó í No Doubt eru komin aftur og búinn að fleygja út eins og einu stykki af Push and Shove. Það eru orðin hvorki fleiri né færri en 11 ár síðan þau gáfu út plötuna Rock Steady. No Doubt eiga náttúrulega nokkur af anthemum níunda áratugarins og gáfu út plötu árið 2000 sem heitir Return of Saturn sem ég hlustaði á í hakk á sínum tíma Til að hita upp fyrir herlegheitin eru hér fimm tuskublaut frá No Doubt.


5. A Simple Kind of Life

4. Sunday Morning

3. Just a girl

2. Don´t speak

1. New









Wednesday, September 26, 2012

Beach House

Beach House eru frá Baltimore og eru með tónlist sem hægt er að hlusta á fyrir svefninn. Þetta er af plötunni Bloom.


Tuesday, September 25, 2012

Vegfarendur athugið

Munið beltin.

Nafnagleði

James Bönd?
Íslendingar eru mikið fyrir orðaleiki. Það má til dæmis sjá á nöfnum á ýmsum fyrirtækjum. Maður lifandi, og Á næstu grösum eru tvö nöfn sem koma upp í hugann. En stundum er árangurinn af verri kantinum og vinninginn í vondunafnakeppninni hlýtur bifreiðaskoðunin Tékkland (æi kom on þetta er nú soldið langsótt) hárgreiðslustofan Flóki og svo var myndbandaleiga sem hét James Bönd (sem að augljósum ástæðum er ekki starfandi í dag). Mikil gleði, mikið grín hér.

Tvíhöfðinn minn

Við megum aldrei gleyma því hvað Tvíhöfðinn gerði fyrir mennina


Monday, September 24, 2012

Tuska

Hinn 31 árs Joseph Gordon-Levitt hefur ekki verið að bora mikið í nefið þegar kemur að hlutverkum í góðum myndum. Næst á dagskrá er hin sjóðheita LOOPER.

Þeir eru komnir aftur

Þessi plata er komin á fóninn. Heitar kökur!

Sunday, September 23, 2012

Given to the Wild

Besta platan sem Tuskan hefur heyrt á þessu ári kemur frá London. Eðal andrúmsloftsrokkpopp frá strákunum í The Maccabees. Rennvot tuska!


Saturday, September 22, 2012

Brandarahornið

Nei bíddu hvernig var þetta aftur já alveg rétt. Það voru sem sagt Múslimi, Kínverji, Frakki, Hafnfirðingur, Prestur, Nasisti, Japani, ljóska, gyðingur, hommi, feministi, blökkumaður, nörd, repúblikani, hryðjuverkamaður, mormóni, fatafella, kynskiptingur, betlari, grænmetisæta, indjáni, vændiskona, eskimói, læknir og fyrirsæta á bar.

Og það var bara gott stuð.

Væntanlegir hrollar

Ungstirnið knáa Jennifer "ég-er-nokkuð-heit" Lawrence sem við sáum teygja bogann í The Hunger Games er að mæta í hrollvekju sem heitir House at the End of the Street. En kannski enn meira spennandi er Ethan "raunveruleikinn bítur" Hawke í hrollaranum Sinister sem er að fá rosa dóma og lítur vel út.


Adventures in your own backyard

Tuskan er byrjuð að grafa eftir ævintýrum í eigin bakgarði með kanadísku hljómsveitinni Patrick Watson. Þetta er Lighthouse. Draumkennt og ljúft, gott í magann.


 

Friday, September 21, 2012

Tuskufréttir (geisp)

Lítið að frétta. Einhver sími kominn í verslanir. En það eiga nú allir síma í dag. Þetta verður nú eitthvað flopp. Múslimar brjálaðir. Kínverjar óhressir. Suð suð vestan þrír. Gallúp könnun. 23% fylgi. Icesave. Takk.

Thursday, September 20, 2012

Wednesday, September 19, 2012

Vatnsmelónusafi með Regina Spektor

Það er fátt ferskara en að sturta í sig ferskum vatnsmelónusafa. Um daginn var ég með hálfa vatnsmelónu og hafði byrjað á að moka úr henni með matskeið en hún var troðfull af steinum sem ég nennti ekki að senda í rússíbanaferð um ristilinn. Því tók ég á það ráð að tæma úr henni í blandara. Svo notaði ég sigti til að skilja steinana eftir svo að fallega bleikrauði safinn bunaði í glasið. Þetta er unaðslegur drykkur með góðum skammti af A og C vítamíni. Vatnsmelónuglasið fer svo vel saman með lagi af plötunni hennar Regina Spektor, What We Saw from the Cheap Seats. Þá er maður nokkuð vel settur.




Tuesday, September 18, 2012

Monday, September 17, 2012

The Campaign

Ég var ánægður með þessa mynd þó hún hafi aðeins lækkað flugið í lokin. Will Ferrell mjög fyndin. Zach Galf... ekki eins mikið. Skemmtileg ádeila á pólitíkusa og á köflum sprenghlægileg.

Orðinn full

Það er ofmetið að verða fullorðinn

Muse topp 5

Nú styttist í að ný Muse plata líti dagsins ljós en fyrsti singullinn er nú þegar farin að hljóma á öldvökum ljósvakans. Ég hef á tilfinningunni að fólk sem hefur ekki kynnt sér Muse mikið sé að fíla nýja lagið en harðir aðdáendur ekki sérstaklega hrifnir. Madness má samt eiga það að það er grípandi skítur en bara ekki nógu töff lag. Ég er engu að síður gríðarlega spenntur að heyra nýju plötuna sem kemur út 2. Október. Matt Bellamy sagði einhvern tíma í gríni á Twitter síðunni sinni orðrétt að nýju plötunni mætta lýsa sem "christian gangsta rap jazz odyssey, with some ambient rebellious dubstep and face melting metal flamenco cowboy psychedelia" sem hljómar auðvitað afar framandlega. En í meiri alvöru hafa þeir sagt að þeir séu undir áhrifum Hans Zimmer sem er kvikmynda tónskáld sem gerði meðal annars tónlistina í The Dark Knight.

Það er því við hæfi að Tuskan þrykki 5 bestu lögum Muse hér á síðuna.

5. Map of the Problematique (Black Holes & Revelations)

4. Apocalypse Please (Absolution)

3. Space Dementia (Origin of Symmetry)

2. New Born (Origin of Symmetry)

1. Citizen Erased (Origin of Symmetry)

Sunday, September 16, 2012

The Dictator

Hún á ágæta spretti þessi en kemst ekki með hælana þar sem Borat og Bruno hafa hælana.





Hér má sjá epískt atriði úr Da Ali G show með hinum eina sanna Borat.



Saturday, September 15, 2012

Tuskuna á loft drengir!

Það er frábær tilfinning að bleyta í góðri tusku og sveifla henni vægðarlaust. Þetta vita strákarnir í Bloc Party en þeir eru með sína tusku vel raka og í þéttri sveiflu á plötunni Four.


Friday, September 14, 2012

The Hunger Games

Það er alveg hægt að horfa á þessa mynd. Samt ekkert voða spenntur fyrir framhaldi.

Prótein

Er ekki lang mest prótein í sæði? Það hlýtur einhver að fara að markaðssetja sæðisdrykki fyrir líkamsræktarfólk. Kannski þeir Ívar og hinn geti komið með Sæðishleðsluna (með bananabragði).

Thursday, September 13, 2012

tUnE-yArDs

tUnE-yArDs eru áunnið bragð. Það er gott diskó í þessu og fullt af krökkum á sýru í myndbandinu. Ég hélt alltaf að það væri karl sem syngur í bandinu en þetta er víst dama sem leikur listir sýnar með röddina og er allt í öllu í þessu bandi. Dama að nafni Merrill Garbus frá Nýja Englandi. Respek.


Wednesday, September 12, 2012

Mutual Core

Jarðfræðikennsla í boði Bjarkar Guðmundsdóttur af plötunni Biophilia.


Tuesday, September 11, 2012

10 sjokkerar

Sumar kvikmyndir sjokkera meira en aðrar og vekja upp mikið umtal. Ætli Gaspar Noe og Lars Von Trier geti ekki kallast sjokk-konungarnir. Ég ætla að birta listann minn yfir mest sjokkerandi myndir sem ég hef séð. Sjokkerandi þýðir hér ekki bara einhver viðbjóður heldur frekar eiginleikinn að vekja upp sterkar tilfinningar hjá áhorfandanum. Svo nú er um að gera að taka fram fötuna og kíkja á þessar 10 kvikmyndir.





10. Bruno (2009)

Ég varð að hafa Bruno á listanum. Það var náttúrulega sjokkerandi hvað Sacha Baron-Cohen gerði í þessari mynd. En fyndið sjokkerandi. Samfara-atriðið hjá Bruno og litla asíska kærastanum hans var fyndið og allt sem gerðist í swinger partýinu var fyndið og smá sjokkerandi.

Atriðið: Fljúgandi typpið var tvímælalaust mesti sjokkarinn.






09. Sympathy for Mr. Vengeance (2002)

Fyrsta myndin í hefndarþríleik Park Chanwook er sjokkerandi vonlaus og ofbeldisfull.


Atriðið: Hinn heyrnar og mállausi Ryu lemur menn sem sviku hann með hafnaboltakylfu







08. Happiness (1998)
Þessi mynd var óþægileg því að hún sýnir barnaníðing og samband hans við son sinn. Þetta er ansi djörf mynd og áhugaverð.

Atriðið: Þegar barnaníðingurinn talar við son sinn um hneigðir sínar.






07. I stand Alone (1998)

Franski leikstjórinn Gaspar Noe er ansi vægðarlaus leikstjóri og í þessari mynd er hvergi gefið eftir í að kafa í myrkustu kima mannshugans. Sifjaspell og ofbeldi sjokkera hér mest auk þess sem að haturinn og hugmyndir aðalpersónunnar eru töluvert sjokkerandi út af fyrir sig.

Atriðið: Slátrarinn og aðalpersónan kýlir ítrekað í magann á óléttri barnsmóður sinni.


06. Martyrs (2008)

Aftur koma Frakkar sterkir inn með hroll og ofbeldis-óperu sem er ekki fyrir viðkvæma. Mikið af pyntingum á varnarlausri konu sjokkeruðu mest.

Atriðið: Persónan Anna flegin lifandi







05. Pink Flamingos (1972)

Mynd sem inniheldur nærmynd af munnmökum dragdrottningu á syni sínum fer sjálfkrafa á þennan lista.

Atriðið: Syngjandi endaþarmsopið var soldið óvænt atriði.







04. The Exorcist (1973)
Andrúmsloftið í þessari mynd er sjokkerandi drungalegt og svo er sjokkerandi hvað hin fjórtan ára Linda Blair lét út úr sér sem hin tólf-ára andsetin Regan. 

Atriðið: Það er að sjálfsögðu þegar útúr-andsetin Regan tekur róðurkross og notar sem kynlífshjálpartæki og fer með hina fleygu setningu "let Jesus fuck you".



03. Salo or the 120 Days of Sodomy (1975)

Þeir eru ófáir sem telja þetta eina af merkustu kvikmyndum sögunnar. Það breytir hins vegar ekki því að það er ómögulegt að horfa á þessa mynd með kruðeríi. Ég var bjarstýnn og opnaði ilmandi Stjörnu Popp með myndinni en það reyndist svo ómögulegt. Það er nokkuð öruggt að þessi mynd inniheldur mesta magn hægða sem ég hef séð í kvikmynd. Kvikmyndagerðarmennirnir notuðu súkkulaði og appelsínu marmelaði til að skapa kúkinn. Annars inniheldur myndin alls konar ófögnuð, afbrigðilegheit og mannvonsku. Einhver myrkasta og illa þefjandi ádeila sem gerð hefur verið.

Atriðið: Greyið stelpan sem þurfti að snæða nýkreistann kúkinn (fékk þó skeið).





02. Irreversible (2002)

Gaspar Noe með sýna aðra mynd á listanum. Þessi mynd er gríðarlega erfið að horfa á. Í fyrsta atriðinu eltum við aðalsöguhetjuna um subbulegan neðanjarðar hommaklúbb þar sem mikið ofbeldisverk er síðan framið og leikstjórinn ákvað til að gera áhorfið sem óþægilegast að setja inn látíðni hljóð sem getur leitt til svima og óáttunar.

Atriðið: Það er fyrrnefnt atriði.




01. Antichrist (2009)

Mynd sem inniheldur getnaðarlim í fullri reisn sem síðan fær sáðlát með blóði hlýtur að vera mest sjokkerandi mynd sem ég hef séð. Ég held ég hafi aldrei upplifað eins óþægilega tilfinningu og að horfa á þetta atriði. Andrúmsloftið í þessari mynd er líka mjög drungalegt og óþægilegt. Mér finnst þetta samt mjög fín mynd.

Atriðið: Gettu