Tuesday, September 11, 2012

10 sjokkerar

Sumar kvikmyndir sjokkera meira en aðrar og vekja upp mikið umtal. Ætli Gaspar Noe og Lars Von Trier geti ekki kallast sjokk-konungarnir. Ég ætla að birta listann minn yfir mest sjokkerandi myndir sem ég hef séð. Sjokkerandi þýðir hér ekki bara einhver viðbjóður heldur frekar eiginleikinn að vekja upp sterkar tilfinningar hjá áhorfandanum. Svo nú er um að gera að taka fram fötuna og kíkja á þessar 10 kvikmyndir.





10. Bruno (2009)

Ég varð að hafa Bruno á listanum. Það var náttúrulega sjokkerandi hvað Sacha Baron-Cohen gerði í þessari mynd. En fyndið sjokkerandi. Samfara-atriðið hjá Bruno og litla asíska kærastanum hans var fyndið og allt sem gerðist í swinger partýinu var fyndið og smá sjokkerandi.

Atriðið: Fljúgandi typpið var tvímælalaust mesti sjokkarinn.






09. Sympathy for Mr. Vengeance (2002)

Fyrsta myndin í hefndarþríleik Park Chanwook er sjokkerandi vonlaus og ofbeldisfull.


Atriðið: Hinn heyrnar og mállausi Ryu lemur menn sem sviku hann með hafnaboltakylfu







08. Happiness (1998)
Þessi mynd var óþægileg því að hún sýnir barnaníðing og samband hans við son sinn. Þetta er ansi djörf mynd og áhugaverð.

Atriðið: Þegar barnaníðingurinn talar við son sinn um hneigðir sínar.






07. I stand Alone (1998)

Franski leikstjórinn Gaspar Noe er ansi vægðarlaus leikstjóri og í þessari mynd er hvergi gefið eftir í að kafa í myrkustu kima mannshugans. Sifjaspell og ofbeldi sjokkera hér mest auk þess sem að haturinn og hugmyndir aðalpersónunnar eru töluvert sjokkerandi út af fyrir sig.

Atriðið: Slátrarinn og aðalpersónan kýlir ítrekað í magann á óléttri barnsmóður sinni.


06. Martyrs (2008)

Aftur koma Frakkar sterkir inn með hroll og ofbeldis-óperu sem er ekki fyrir viðkvæma. Mikið af pyntingum á varnarlausri konu sjokkeruðu mest.

Atriðið: Persónan Anna flegin lifandi







05. Pink Flamingos (1972)

Mynd sem inniheldur nærmynd af munnmökum dragdrottningu á syni sínum fer sjálfkrafa á þennan lista.

Atriðið: Syngjandi endaþarmsopið var soldið óvænt atriði.







04. The Exorcist (1973)
Andrúmsloftið í þessari mynd er sjokkerandi drungalegt og svo er sjokkerandi hvað hin fjórtan ára Linda Blair lét út úr sér sem hin tólf-ára andsetin Regan. 

Atriðið: Það er að sjálfsögðu þegar útúr-andsetin Regan tekur róðurkross og notar sem kynlífshjálpartæki og fer með hina fleygu setningu "let Jesus fuck you".



03. Salo or the 120 Days of Sodomy (1975)

Þeir eru ófáir sem telja þetta eina af merkustu kvikmyndum sögunnar. Það breytir hins vegar ekki því að það er ómögulegt að horfa á þessa mynd með kruðeríi. Ég var bjarstýnn og opnaði ilmandi Stjörnu Popp með myndinni en það reyndist svo ómögulegt. Það er nokkuð öruggt að þessi mynd inniheldur mesta magn hægða sem ég hef séð í kvikmynd. Kvikmyndagerðarmennirnir notuðu súkkulaði og appelsínu marmelaði til að skapa kúkinn. Annars inniheldur myndin alls konar ófögnuð, afbrigðilegheit og mannvonsku. Einhver myrkasta og illa þefjandi ádeila sem gerð hefur verið.

Atriðið: Greyið stelpan sem þurfti að snæða nýkreistann kúkinn (fékk þó skeið).





02. Irreversible (2002)

Gaspar Noe með sýna aðra mynd á listanum. Þessi mynd er gríðarlega erfið að horfa á. Í fyrsta atriðinu eltum við aðalsöguhetjuna um subbulegan neðanjarðar hommaklúbb þar sem mikið ofbeldisverk er síðan framið og leikstjórinn ákvað til að gera áhorfið sem óþægilegast að setja inn látíðni hljóð sem getur leitt til svima og óáttunar.

Atriðið: Það er fyrrnefnt atriði.




01. Antichrist (2009)

Mynd sem inniheldur getnaðarlim í fullri reisn sem síðan fær sáðlát með blóði hlýtur að vera mest sjokkerandi mynd sem ég hef séð. Ég held ég hafi aldrei upplifað eins óþægilega tilfinningu og að horfa á þetta atriði. Andrúmsloftið í þessari mynd er líka mjög drungalegt og óþægilegt. Mér finnst þetta samt mjög fín mynd.

Atriðið: Gettu



No comments:

Post a Comment