Tuesday, September 4, 2012
Cat Power
Það er ansi merkilegt að lesa bíógrafíuna um Chan Marshall en hún er fertug söngkona og lagasmiður sem hefur samið lög síðan hún var í fjórða bekk. Líf hennar hefur ekki verið dans á rósum en hún hefur átt við áfengisvandamál og geðræn vandamál að stríða. Hún kynntist áfengi snemma en hún segir að mamma sín hafi gefið sér bjór í pela. Fyrir útgáfu á plötunni The Greatest segist hún hafa lokað sig inni í sjö daga með Miles Davis á rípít, ekki borðað né sofið og óskað þess að deyja. Hún eyddi svo viku á geðsjúkrahúsi en hún lýsir þeirri reynslu sem algjöru helvíti. Í dag líður henni betur og segist nokkurn vegin vera edrú þó hún noti enn lyf við kvíða og til að sofa. Hún er nýhætt með leikaranum Giovanni Ribisi sem var fljótur að ná sér í aðra og giftast henni. Í kjölfarið á sambandsslitunum kláraði hún nýju plötuna sína sem hún kallar Sun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment