Sunday, September 2, 2012

Jeon Do-yeon

Þessi hæfileikaríka kóreska leikkona á einhvern flottasta leik sem ég hef séð á filmu. Það er í myndinni Secret Sunshine. Þessi mynd er mikil tragedía og eiginlega skrítið að maður hafi setið yfir þessu en það er einfaldlega út af frammistöðu Do-yeon sem gerir það að verkum að mér fannst ég vera að horfa á raunverulega manneskju takast á við sorg.

Svo er önnur mynd með sömu leikkonu sem ég mæli með, hún var ansi eftirminnileg. Ekki eins hrikalega hjartbrjótandi og Secret Sunshine en samt alls engin sápufroða. Sú heitir The Housemaid og er já ansi...eftirminnileg.

Suður-Kórea framleiðir mikið af myndum (í tólfta sæti yfir flestar myndir framleiddar) og gæðin töluvert betri en til dæmis í kínverskum kvikmyndum. Japan og S-Kórea eru kóngar kvikmyndanna í Asíu (Indland er náttúrulega sér á báti með sitt Bollywood).




No comments:

Post a Comment