Sunday, September 9, 2012

Karlar sem slefa

Maður getur verið fljótur að missa kúlið.

Það er maður á stefnumóti að snæða kvöldverð á elegant veitingahúsi með aðlaðandi kvenmanni. Þau eru á fyrsta stefnumóti. Ástríða og daður í loftinu. Bros hennar eins og hjá ljósmyndafyrirsætu. Maðurinn er í hvítri skyrtu með tvær efstu tölurnar óhnepptar þannig að bringuhárin gægjast upp úr. Maðurinn hugsvar hvort hann ætti að kyssa hana þegar hann keyrir hana heim. Kannski eitthvað meira. Ilmandi nautasteikin, blóðug og safarík er komin á borðið. Hún er byrjað að nasla í avokadó pastaið sitt. En svo gerist það. Maðurinn ætlar að stinga upp í sig bita af nautinu búinn að dýfa því í piparsósuna að væn buna af munnvatni lekur úr munni hans og á diskinn hans. Hann panikkar. Sá hún þetta? Alveg örugglega! Hann er ekki viss en finnst hún vera komin með hausinn meira ofaní diskinn sinn. Hann spyr hana. Sástu mig slefa? Hún horfir hissa en vandræðalega á hann og svarar fljótt nei og lútir svo höfði og snýr gafflinum í pastainu. Hún sá þetta! Fokk. Ég get gleymt kossinum. Þetta er búið.

Þessi maður lenti í því mikla tabúi sem er að fullorðinn maður (eða kona) slefi. Eftir slíkt atvik er engin sjens á neinu frekara áframhaldandi sambandi. Dömur vilja einfaldlega ekki karla sem slefa.

No comments:

Post a Comment