Nú styttist í að ný Muse plata líti dagsins ljós en fyrsti singullinn er nú þegar farin að hljóma á öldvökum ljósvakans. Ég hef á tilfinningunni að fólk sem hefur ekki kynnt sér Muse mikið sé að fíla nýja lagið en harðir aðdáendur ekki sérstaklega hrifnir. Madness má samt eiga það að það er grípandi skítur en bara ekki nógu töff lag. Ég er engu að síður gríðarlega spenntur að heyra nýju plötuna sem kemur út 2. Október. Matt Bellamy sagði einhvern tíma í gríni á Twitter síðunni sinni orðrétt að nýju plötunni mætta lýsa sem "christian gangsta rap jazz odyssey, with some ambient rebellious dubstep and face melting metal flamenco cowboy psychedelia" sem hljómar auðvitað afar framandlega. En í meiri alvöru hafa þeir sagt að þeir séu undir áhrifum Hans Zimmer sem er kvikmynda tónskáld sem gerði meðal annars tónlistina í The Dark Knight.
Það er því við hæfi að Tuskan þrykki 5 bestu lögum Muse hér á síðuna.
5. Map of the Problematique (Black Holes & Revelations)
No comments:
Post a Comment