Friday, August 22, 2014

Söngdívur

Hér eru tvær söngdívur sem hafa heillað mig upp úr skónum með ljúfum tónum. Fyrst er það hin ameríska Annie Erin Clark, betur þekkt sem St. Vincent með lag sem heitir I Prefer your Love.


Svo er það Lana Del Rey hér í fyrsta laginu af nýju plötu hennar sem heitir Ultraviolence. Þetta vinnur á.

Veep

Ég hef örlítið verið að kynna mér þessa sjónvarpsþætti og horft á nokkra þætti í fyrstu seríu. Mér finnst þeir fyndnir og aldrei að vita nema maður haldi áfram að horfa á ævintýri varaforsetans.

The Fisher King

Ég hafði aldrei gerst svo frægur að stúdera þessa kvikmynd að alvöru. En eftir að hafa horft á hana þá verð ég að koma fram í dagsljósið og mæla með ræmunni. Jeff Bridges og Robin Williams báðir flottir og mynda eitthvert eftirminnilegasta tvíeyki í kvikmyndasögunni. Myndin blandar skemmtilega bráðfyndnum samtölum, karakterstúdíu og hádramatík og útkoman eftirminnileg og áhrifarík.

The Iceman

The Iceman er kvikmynd sem er skyldu áhorf fyrir fólk sem er áhugasamt um dimmari hliðar mannskepnunnar. Myndin byggir á ævi Richard Kuklinski (líklega skólarbókardæmi um mann með andfélagslega persónleikaröskun) sem er sagður hafa myrt yfir 100 manns en hann starfaði sem leigumorðingi. Það sem er þó magnaðast við söguna er að Kuklinski var giftur og átti tvær dætur sem allar höfðu enga hugmynd hvað fjölskyldufaðirinn bardúsaði utan heimilisins. Ég get skilið gagnrýnina sem myndin hefur verið að fá en margir hafa bent á að kvikmyndin sé ekki alltaf sannsögul, það sé hoppað yfir mikilvæg atvik og mikilvægir hlutir teknir úr til að gera Kuklinski samúðarhæfan. Til dæmis kom það aldrei fram í myndinni að Kuklinski beitti fjölskyldu sína líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi. En þrátt fyrir þessa vankanta þá finnst mér kvikmyndin góð og sérstaklega er Michael Shannon magnaður í tiltilhlutverkinu.

Kon-tiki

Ég hysjaði loksins upp um mig brækurnar og setti á þessa norsku kvikmynd sem tilnefnd var sem besta erlenda kvikmyndin á óskarnum 2013. Og já ljómandi fín kvikmynd og allt byggt á sönnum atvikum þó eitthvað hafi þeir notað skáldaleyfi en það var nú eitthvað lítils háttar. Mjög vel gerð kvikmynd og kom mér á óvart hversu mikil gæði er að koma úr kvikmyndaframleiðslu í Skandinavíu. Mæli með þessari ef menn vilja hysja upp um sig skandinavísku kvikmyndabrækurnar.

Sunday, August 17, 2014

Dawn of the Planet of the Apes

Mér fannst hún góð framan af en seinni hlutinn fannst mér klunnalegri og falla í eitthvað part 2 kökuform. Ég get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir næstu mynd. Mæli frekar með að kíkja á fyrri myndina sem mér fannst betur heppnuð.

12 Years a Slave

Þetta er svakalega kröftug mynd og stórfengleg frammistaða hjá Chiwetel Ejiofor. Spurning hvort hann átti óskarinn ekki frekar skilið heldur en McConaughey. 12 Years a Slave er sérstaklega kröftug með því að einblína á upplifun eins manns af skelfilegri grimmd í þrældómi og þannig fær áhorfandinn að finna nánast það sama og persónan finnur og hugsar. Þetta er alveg mögnuð mynd og vel af óskarnum komin. Það er ekki hægt annað en að gefa svona kvikmyndaviðburði fullt hús stjarna.

Sunday, August 10, 2014

The year of living dangerously



Það er alveg vel þess virði að kíkja á kvikmyndir á ferilskrá ástralska leikstjórans Peter Weir eins og til dæmis þessa mynd þar sem Mel Gibson leikur ástralskan fréttamann sem sendur er til Indónesíu á umbrotstímum og hittir í leiðinni dömu sem hann fýsir til leikna af Sigourney Weaver.

Under the skin



Þetta er umtöluð mynd enda margt hægt að ræða um hana, meðal annars vegna nektarsena Scarlett Johansson (sem ætti ný að kæta margan forvitinn sveininn) og þátttöku manns með alvarlega afmyndað andlit. Í myndinni leikur Johansson geimveru sem lítur út eins og manneskja en hún pikkar upp karlmenn á sendibíl sínum en í stað þess að gera þeim glaðan dag þá sökkva þeir (með stinningu) í svart hyldýpi þar sem þeir geymast í hlaupkenndum vökva áður en líffærin eru nýtt í einhverjum óskýrðum tilgangi.

Ég get ekki sagt að ég hafi fílað myndina í botn. Ég átti á köflum erfitt með að halda mér vakandi og dottaði um miðbik myndarinnar sem mögulega truflaði skilning minn á seinni helmingnum. Ég held samt að ég hafi ekki misst af miklu. Myndin er skuggaleg og torskilin en það sem mér fannst verst var hversu rislítil hún var. Ég kunni að meta andrúmsloftið en þar leikur flott tónlist stórt hlutverk og einnig fannst mér flott hversu raunveruleg hún virðist en kvikmyndagerðarmennirnir fóru óvenjulegar leiðir og tóku upp sumar senur á götum úti án þess að fólk vissi að verið væri að taka upp kvikmynd. Þetta er vissulega djörf kvikmyndagerð og greinilega hæfileikaríkt fólk á bakvið kvikmyndina en ég náði lítið að tengja við söguna né persónur.

Wednesday, August 6, 2014

10 uppáhalds

Tryggvi skoraði á mig að setja saman lista yfir topp 10 uppáhalds lög allra tíma. Ansi metnaðarfullt verkefni og þetta er listi sem mér finnst sæmilega skynsamlegur eftir að hafa leitað í hjarta mitt.



10. Wu-tang Clan - Da Mystery of Chessboxin'


09. Weezer - Say it ain't so



08. The Mars Volta - Goliath


07. Guns N' Roses - November Rain


06. Midlake - Head Home


05. Radiohead - High & Dry



 04. Manic Street Preachers - A Design for Life


03. Radiohead - Paranoid Android


02. Michael Jackson - Billie Jean


01. Muse - New Born

10 tónlistarbitar

Eru ekki allir byrjaðir að hlusta á I Never Learn sem er nýjasta platan fra sænska poppundrinu Lykke Li. Hér er hún í frekar hefðbundnum gír í laginu Never gonna love again.


Önnur plata sem kom út á árinu og fólk ætti að gefa gaum sem hefur gaman af silkimjúkri og dreymandi indí popptónlist er platan Beautiful Desolation en maðurinn á bak við hana kýs að kalla sig Paul Thomas Saunders. Hér er eitt af betri lögunum af þeirri plötu: Appointment in Samarra.

 
 
Ég hef lúmskt gaman af nýju plötunni frá Kelis. Mér finnst góður andi á þessari plötu og hún er upplífgandi. Hér er hún að tala um mikilvægi þess að borða hollan og staðgóðan morgunverð en þemað á plötunni er einmitt: matur.
 
 
Svo er hér eitt oldís frá 1994 en lagið er af plötu sem má finna á sándtrakki unglingsára margra góðra drengja.
 

 
 Það er einnig ástæða til að hlýða á mann sem gengur undir nafninu Chet Faker en það er Ástrali sem er að spyrjast út í heimi elektró poppsins. Hann er með plötu sem heitir Built on Glass.
 
 
Voruði búin að heyra þetta? Þetta er töluvert hressandi. Future Islands og lagið Sun in the Morning.
 
 
Lana Del Rey er náttúrulega komin með nýja plötu sem ég hef ekki hlustað nógu vel á ennþá. Hún á hins vegar að mínu mati eitthvað besta popplag sem ég hef heyrt.
 
 
Strákarnir í Elbow standa sjaldan á gati þegar kemur að því að gera heillandi og hugljúfa tóna. Þetta er af plötunni The take off and landing of everything sem kom út á árinu.
 
 
 
Það er gleðiefni að Manic Street Preachers eru ekki dauðir úr öllum æðum.
 
 
Að lokum er hér lag af EP plötu Ed Harcourt, Time of Dust. Mikilfenglegt lag.