Wednesday, July 31, 2013

Umskipting Wikus

District 9 er ein besta geimverumynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Það er svo margt í gangi í þessari mynd að það er hrein unun á að horfa burt séð frá vel gerðum tæknibrellum og spennandi hasar. Það er umskipting sem minnir á fræga sögu eftir Franz Kafka, og þannig séð er þetta áhrifamikil tragedía. Það er félagsleg gagnrýni á aðskilnaðarstefnu og xenófóbíu sem og volduga vopnaframleiðendur. Það er húmor í myndinni og hún er hröð og vel skrifuð. Einnig má líta á   myndina sem skoðun á mannlegu eðli og þá sérstaklega hve ástin er lífseig samanber lokaatriðið í myndinni. Það er ekki á hverjum degi sem svona gæða vísindaskáldsögur detta fyrir augun og það er um að gera að njóta þessarar myndar oftar en einu sinni.

Þessi og Alien eru að mínu mati bestu kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um geimverur.

Tuesday, July 30, 2013

Sexí sviti, yfirvaraskegg og hættuleg leggjalöng dama .

Þó að þessi mynd sé nú orðin jafngömul og undirritaður þá er hún ennþá rennsveitt, heit og sexí. Alveg hægt að slengja rauðvíni í glas og tína nokkur jarðarber og koma sér í hættulega sveitta og sexí stemningu með Kathleen Turner ("you shouldn't wear that body") og William Hurt (flottur með töff mottu). Þessi klikkar ekki.

Myndin heitir Body Heat og er leikstýrð af Lawrence Kasdan.

Amour

Þá er ég búinn að horfa á þessa. Það er ekkert verið að skafa utan af því hérna eða fegra eitt né neitt um það að verða gamall og veikburða. Það eru engir strengir eða dramatískir hápunktar þar sem einhver segir eitthvað fallegt og áhorfendur fara að væla. Þetta er anti-Hollywood. Myndavélin er bara sett á þrífót og látin standa þar á meðan við fylgjumst með gömlu hjónunum takast á við hríðversnandi ástand konunnar og þá aðallega hvernig maðurinn höndlar það að konan hans missir tengslin við raunveruleikann og þarf sífellt meiri umönnun. Þetta er bara mynd um það að verða gamall og veikur. Já og það er líka dúfa í myndinni. Gott, áhrifaríkt og vel leikið bíó.

Sunday, July 28, 2013

System of a Down - Prison Song

Það eru ekki mörg bönd sem vitna í rannsóknir í lögum sínum og hvað þá að gera það á sama tíma og þeyta flösu í allar áttir. Frábært lag af Toxicity sem er orðin 12 ára gömul!


James Blake - Retrograde

Þetta er eargasm dagsins. James Blake af Overgrown sem er töff plata og þess virði að hlusta á. Hann er með ótrúlega rödd og gerir súper slaka og sexí tónlist.

Klassík

karlmaður með ofskynjanir og krónískan vindgang, lögreglumaður með mikilmennskubrjálæði, og túristar með vafasöm fetish koma öll við sögu í þessu klassíska lagi. 


Friday, July 26, 2013

Bumbukóngar Evrópu og Kínverjar

Í ljósi þess að við Íslendingar erum nú bumbukóngar Evrópu langar mig til gamans að bera okkur saman við öllu fitusnauðari Kínverja. Gen hafa auðvitað eitthvað að segja um mismunandi líkamsstærðir en venjur er líklega stærsti orsakaþátturinn.

Fyrst eitt orð: Síðdegiskaffi.

Kínverjar fá sér ekki síðdegiskaffi en við Íslendingar úðum í okkur sætar kökur og brauð um miðjan dag. Ég er svo sannarlega engin undantekning á því þó það hafi minnkað eftir að ég flutti til Kína.

Málið er nefninlega að í Kína er  hádegismaturinn  mun mikilvægari máltíð heldur en kvöldmatur. Þeir fá sér heita máltíð í hádeginu og borða vel þannig að þeir verði ekki svangir um daginn. Ef þeir borða á milli mála er algengt að fá sér ávexti þó að lítil kex (ekki súkkulaðikex) séu líka vinsæl sem viðbiti.

Orð númer tvö: Hreyfing.

Það hafa ekki allir efni á að kaupa sér bíl í Kína og almenningssamgöngur eru nokkuð góðar. Það þýðir að fólk labbar meira. Sjálfur nota ég alltaf strætó í Kína og þarf stundum að ganga ágætis vegalengdir til að ná áfangastað eða til að ganga heim.

Og svo annað: Matur

Kjöt er frekar meðlæti heldur en aðalrétturinn í máltíð og fólk borðar yfirleitt meira grænmeti en kjöt. Hrísgrjón eða núðlur eru yfirleitt undirstaða máltíðarinnar og grænmeti og kjöt er borðað með því. Matur er líka borðaður í mun minni skömmtum og fólk deilir matnum saman sem kemur pottþétt í veg fyrir að fólk borði of mikið.

Að lokum: Eftirréttur

Í Kína tíðkast ekki að borða sæta og fitumikla eftirrétti. Þeir borða yfirleitt ekkert eftir matinn.

Ofþyngd á samt eftir að verða vandamál í framtíðinni í Kína með meiri þróun   og  stærri millistétt. Ég held samt að þessar venjur sem þeir hafa muni leiða til að vandamálið verður ekki eins stórt og á vesturlöndum.

 

Wednesday, July 24, 2013

Eðal skegg-rokk

Þessi gæi heitir Matthew Houck og er að gera ótrúlega fína hluti með tilraunaskotið kántrí rokk sem hann getur út undir nafninu Phosphorescent. Þessi tvö lög af plötunni Muchacho eru must-hear. Neðar er svo hægt að sjá hann spila þessi lög og önnur live á KEXP sem er frammistaða sem er ekki af síðri endanum.




Tuesday, July 23, 2013

Ofvirkur Hrói Höttur á ofskynjunarlyfjum

Það er eiginlega ómögulegt að ætla að lýsa þessari japönsku kvikmynd sem er borin á disk af Kazuaki Kiriya en hann leikstýrir, skrifar, stjórnar kvikmyndaupptöku, klippir, framleiðir og leikur aukahlutverk. Myndin er lauslega byggð á goðsagnarkenndri hetju sem stal frá þeim ríku og gaf fátækum. Myndin er hins vegar langt frá því að vera einhver sögukennsla enda er þetta 100% fantasía og er stíllinn allur mjög ýktur en í leiðinni er skapaður kjálka-dettandi sjónrænn heimur og í myndinni eru ótrúlega flott útsett bardaga atriði. Svo er þessu haldið uppi með sögu sem maður getur auðveldlega dottið í og þá er hérna kominn einhver ferskasta, flottasta og skemmtilegasta poppkorn mynd síðustu ára. Ef þú ert enn í vafa skoðaðu þá treilerinn hér að neðan.

Friday, July 19, 2013

Í fréttum var þetta helst..

Enn lýsir lögreglan á höfðuborgarsvæðinu eftir Ariel Pink en nýja lagið hans heitir Hang on to Life

Of Montreal var látinn laus úr gæsluvarðhaldi eftir að nýjar upplýsingar úr laginu hans Fugitive Air bárust ríkissaksóknara.




Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti vararitara Evrópusambandsins á nýja lagið með Goldfrapp sem tímabundna lausn á makríl deilunni.


Trúarleiðtogi menningarseturs múslima, Ahmad Seddeq dregur orð sín til baka um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum og segir að lagið Summer Winter með bandarísku indí hljómsveitinni Fialta ýti undir át á mannakjöti.


Ekki fleira í fréttum að sinni. Hangið slök.  
 
   

Játningar

Japönsk kvikmyndagerð er gríðarlega spennandi og sýnist mér sem Asía muni í framtíðinni taka við draumaverksmiðjunni sem leiðandi í kvikmyndagerð. Það eru meiri spennandi hlutir í gangi þarna fyrir austan annað en í vitlausa vestrinu þar sem allt snýst um tæknibrellur og stórsmelli með sama söguþráðinn. Þó auðvitað megi finna margt gott inni á milli af því sem kemur frá Hollow-wood. Hér fyrir neðan eru tvö dæmi um eðal kvikmyndir frá Japan. Sú fyrri (Confessions) er drama-tryllir með ansi djúsí söguþráði og flottum stíl en sú seinni (Departures) er mun mýkri drama sem kemur virkilega á óvart með blöndu af  húmor og hlýjum tilfinningum.



Wednesday, July 17, 2013

Vel greiddur í sOMBÍ-heimsenda

Ég skellti mér á Sombí sumar-smellinn World War Z

 Þetta er ósköp venjuleg heimsendamynd og ekkert sem myndin bætir við nú þegar ofnýtta sombí geirann.

Þeir sem hafa gaman af stanslausum eltingarleikjum og bregðuatriðum ættu að vera sáttir.

Plottið í þynnra lagi.

Það þurfti ekkert meira en flugslys til að setja hárið á Brad Pitt úr skorðum.

Hrollvekjuáhugamenn verða frek ar súrir því myndin beygist að mestu undan að sýna óhugnaðinn sem fylgir sombíum og það er fáránlega lítið um blóð miðað við að heimurinn sé þjakaður af snaróðum mannætum. Andrúmsloftið er heldur ekki sérstaklega óhugnarlegt.

 Þannig endar World War Z á því að vera bara enn ein týpíska heimsenda-sumarmyndin. Það vill bara svo til að núna eru sombíar að bÖGGa fólk- og hárið á Brad Pitt er fullkomið nánast allan tímann.

Monday, July 15, 2013

Diet-Þunglyndi

2 Ljómandi fín innilög með kleinunum. Því bakkelsi ég vil.



Sunday, July 14, 2013

Frankenstein

Annars ef ég gæti skapað draumaprinsessuna eftir eigin höfði það yrði bara eitthvað algjört frík

Ruby Sparks

Þessi mynd frá 2012 er um rithöfund sem bókstaflega skapar draumastelpuna sína. Hann getur svo breytt henni eftir sínu höfði með því að skrifa um hana á ritvélina sína. Þetta er svona blanda af Stranger than Fiction og Lars and the Real Girl frá leikstjórum Little Miss Sunshine. Ég fílaði þessa mynd en hún skartar real-liFE kærustuparinu Paul Dano og Zoe Kazan ÁSAMT fullt af skemmtilegum leikurum í aukahlutverkum. Lífleg og fyndin mynd með slurk af innsæi inn í hugmyndir um Hinn Eina/Einu Sanna/Sönnu. Mæli með þessari.

Friday, July 12, 2013

Bankrupt!

Það fer engin á hausinn með þetta í eyrunum! Ef þú ert ekki búinn að ná þér í Bankrupt! fyrir sumarið taktu þá puttaNN úr nefinu og gerðu það eina rétta í stöðunni. Eða hlustaðu bara á Spotify.


Ánægjubær

Góðar bíómyndir eru þannig að maður getur horft á þær aftur og upplifað eitthvað nýtt í hvert sinn. Fyrir mig þá er Pleasantville  dæmi um slíka mynd. Burtséð frá því að þessi mynd er fyndin og skemmtileg og með konsept sem svínvirkar á hvíta tjaldinu þá er hún líka með skilaboð sem allir geta tengt við (þó á köflum sé honum troðið í kokið á manni) . Málið er það að láta ekki lífið verða svarthvítt. Hvað svo sem það þýðir fyrir hvern og einn.  En ég mæli með að fólk heimsæki Ánægjubæinn aftur og spái í því hvað gerir lífið litríkt.

Thursday, July 11, 2013

Þessi

Ég veit ekki hvort þessi maður er að koma eða að fara. Það skiptir engu máli. Hlusta bara á þetta. Það er hægt að ná þessum gæa á plötunni Anxiety eða á Body EP sem hann tók upp heima hjá sér. Flottur.


klassískur andskoti


Outkast menn ekki þekktir fyrir að gera andfúlar plötur en þessi feiti pakki frá 1998 er sem fersk morgundögg í fúlann kjaftinn. Klassískt verk sem vert er að heimsækja til viðhressunar.



Friday, July 5, 2013

Chelsea Wolfe

Þessi bandaríska söngkona var nú ekkert á Seljaveginum en engu að síður er þetta kona sem ég ætla að fylgjast gaumgæfilega með á næstunni. Ástæðan er að þetta nýja lag hennar er algjört eyrnakonfekt.


Wednesday, July 3, 2013

CSS

Þetta er viðbjóðslega dílísjöss lag með brasilíska elektró-rokk hópnum CSS.



Nú er hægt að komast í nýja plötu frá CSS sem heitir Planta sem hljómar nú frekar bitlaus. Mögulega skynsamlegra að tjekka á einhverju af eldra stöffinu þeirra sem margt kemur af stað mjaðmakippum.

Monday, July 1, 2013

Lúxus vandamál



Allt frá því ég sá Christopher Reeve túlka Clark Kent / Superman í Superman: The Movie og Superman 2 hef ég verið mikill aðdáandi persónunnar á hvíta tjaldinu. Ég horfi reglulega á þessar myndir (minna á Superman 3 sem reyndar á móment og enn minna á Superman 4) og alltaf grípur mig nostalgía og aðdáun á frábærum kvikmyndum og frábærri hetju (ekki skemmir frábær tónlist John Williams).

Eins og margir ungir aðdáendur þá fékk ég Súperman búning sem drengur og ég var nokkuð viss um að þegar ég væri kominn í gallann gæti ég flogið (og rauða hárið breytast í svart hár með krulluðum lokk hangandi yfir enninu).        

Í síðustu viku gafst mér loksins tækifæri að sjá Man of Steel en ég er búinn að bíða gríðarlega spenntur allt frá því tilkynnt var að fara ætti í framleiðslu á myndinni í leikstjórn Zack Snyder (The Watchmen; 300). Ekki minnkaði spennan þegar tilkynnt var að Christopher Nolan ætti að vera með framlag til sögunnar en Nolan endurræsti Batman á tilkomumikinn hátt. Ég var sem sagt handviss um að þessi ástkæra söguhetja væri í réttum höndum.

Ég keypti miða í dýrari kantinum svo ég gæti séð herlegheitin í IMAX 3-D. Ég var ekkert lítið spenntur þegar allt fór í gang með klunnalegu þrívíddargleraugun á nefinu. Allt frá fyrstu mínutunum fékk ég hins vegar sökkvandi tilfinningu og skynjaði að hér var ekki allt með felldu. Myndin fannst mér fjarlæg og köld og náði ég ekki að mynda tengsl við hvorki persónur né þennan skapaða heim sem birtist á skjánum. Þrátt fyrir að Superman sé ein mín uppáhalds persóna þá var mér bara eiginlega drullu sama um hann í þessari mynd.

Það er alveg á hreinu að gömlu myndirnar (1 og 2) eru á allan hátt (nema kannski tæknilega) betri myndir. Þær hafa kemistríu, sjarma, húmor, og eru með mikið meira tilfinningalegt aðdráttarafl. Þrátt fyrir að Zack Snyder og félagar hafi yfir að ráða öflugri tækni til að búa til hasar senur þá virðast þeim vanta  öll tól til að búa til trúverðugan heim, persónur og atburðarrás. Ég bjóst við The Dark Knight en ég fékk Fantastic Four.

Þetta er mitt lúxus vandamál í dag.

10 reasons why Man of Steel disappoints


10. Tedious action scenes 
Although it packs a lot of  action there is no scene that really takes your breath away. In a word it gets tedious.


 09. Amy Adams
Amy Adams is a very bland Lois Lane.

08. Michael Shannon
is miscast as General Zod and instead of displaying powerful ruthlessness he is a mere barking dog.

07. The opening scene on Krypton
Although well made, is a ridiculous action scene where the scientist Jor-El takes on Zod's henchmen and goes swimming in a Matrix-like underwater breeding station. Intead of making this key scene grand and beautiful, the filmmakers chose to turn it into a Star Wars-Avatar-Matrix themed action scene.

06. Jonathan Kent´s death
Another scene that should be a key scene in the movie sent my eyes rolling. It was just incredibly stupid. Why did they have to make it another action scene with a tornado involved? Really? He dies in a tornado? And Clark Kent does nothing? Outrageous.

05. The ending
I mean after the final battle, those scenes were just dreadful. There is a scene where Superman talks pointlessly to a general and his assistant laughs and says "I just think he´s kind of hot". After the heaviness of the movie this joke misses the mark completely. And there at the very end Clark Kent is now a journalist at The Daily Planet. How convenient!

04. Charmless
Where is the charm? The fun? There is not one witty or funny scene in the movie.

03. Flow
The movie does not flow well. Part due to a lot of flashbacks, part due to editing and a big part do to senselessness. A lot in the movie just doesn´t make any sense. Why did Clark Kent all of a sudden in primary school start to have X-ray vision?  Why does Lois Lane just pop up like in the train station? Why did Zod want Lois Lane aboard his ship?

02. Lois Lane and Clark Kent/Superman chemistry
There was obviously no chemistry involved so that kiss in the end was painful to watch.

01. Fast pace
The movie is in too much hurry to give way for the next action scene that little time is taken to giving the characters and their interactions any depth. There is basically no time to care about these characters.