Wednesday, July 31, 2013

Umskipting Wikus

District 9 er ein besta geimverumynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Það er svo margt í gangi í þessari mynd að það er hrein unun á að horfa burt séð frá vel gerðum tæknibrellum og spennandi hasar. Það er umskipting sem minnir á fræga sögu eftir Franz Kafka, og þannig séð er þetta áhrifamikil tragedía. Það er félagsleg gagnrýni á aðskilnaðarstefnu og xenófóbíu sem og volduga vopnaframleiðendur. Það er húmor í myndinni og hún er hröð og vel skrifuð. Einnig má líta á   myndina sem skoðun á mannlegu eðli og þá sérstaklega hve ástin er lífseig samanber lokaatriðið í myndinni. Það er ekki á hverjum degi sem svona gæða vísindaskáldsögur detta fyrir augun og það er um að gera að njóta þessarar myndar oftar en einu sinni.

Þessi og Alien eru að mínu mati bestu kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um geimverur.

No comments:

Post a Comment