Friday, July 19, 2013

Játningar

Japönsk kvikmyndagerð er gríðarlega spennandi og sýnist mér sem Asía muni í framtíðinni taka við draumaverksmiðjunni sem leiðandi í kvikmyndagerð. Það eru meiri spennandi hlutir í gangi þarna fyrir austan annað en í vitlausa vestrinu þar sem allt snýst um tæknibrellur og stórsmelli með sama söguþráðinn. Þó auðvitað megi finna margt gott inni á milli af því sem kemur frá Hollow-wood. Hér fyrir neðan eru tvö dæmi um eðal kvikmyndir frá Japan. Sú fyrri (Confessions) er drama-tryllir með ansi djúsí söguþráði og flottum stíl en sú seinni (Departures) er mun mýkri drama sem kemur virkilega á óvart með blöndu af  húmor og hlýjum tilfinningum.



No comments:

Post a Comment