Tuesday, July 30, 2013

Amour

Þá er ég búinn að horfa á þessa. Það er ekkert verið að skafa utan af því hérna eða fegra eitt né neitt um það að verða gamall og veikburða. Það eru engir strengir eða dramatískir hápunktar þar sem einhver segir eitthvað fallegt og áhorfendur fara að væla. Þetta er anti-Hollywood. Myndavélin er bara sett á þrífót og látin standa þar á meðan við fylgjumst með gömlu hjónunum takast á við hríðversnandi ástand konunnar og þá aðallega hvernig maðurinn höndlar það að konan hans missir tengslin við raunveruleikann og þarf sífellt meiri umönnun. Þetta er bara mynd um það að verða gamall og veikur. Já og það er líka dúfa í myndinni. Gott, áhrifaríkt og vel leikið bíó.

No comments:

Post a Comment