Friday, July 12, 2013

Ánægjubær

Góðar bíómyndir eru þannig að maður getur horft á þær aftur og upplifað eitthvað nýtt í hvert sinn. Fyrir mig þá er Pleasantville  dæmi um slíka mynd. Burtséð frá því að þessi mynd er fyndin og skemmtileg og með konsept sem svínvirkar á hvíta tjaldinu þá er hún líka með skilaboð sem allir geta tengt við (þó á köflum sé honum troðið í kokið á manni) . Málið er það að láta ekki lífið verða svarthvítt. Hvað svo sem það þýðir fyrir hvern og einn.  En ég mæli með að fólk heimsæki Ánægjubæinn aftur og spái í því hvað gerir lífið litríkt.

No comments:

Post a Comment