Wednesday, September 19, 2012

Vatnsmelónusafi með Regina Spektor

Það er fátt ferskara en að sturta í sig ferskum vatnsmelónusafa. Um daginn var ég með hálfa vatnsmelónu og hafði byrjað á að moka úr henni með matskeið en hún var troðfull af steinum sem ég nennti ekki að senda í rússíbanaferð um ristilinn. Því tók ég á það ráð að tæma úr henni í blandara. Svo notaði ég sigti til að skilja steinana eftir svo að fallega bleikrauði safinn bunaði í glasið. Þetta er unaðslegur drykkur með góðum skammti af A og C vítamíni. Vatnsmelónuglasið fer svo vel saman með lagi af plötunni hennar Regina Spektor, What We Saw from the Cheap Seats. Þá er maður nokkuð vel settur.




No comments:

Post a Comment