M83 er band sem gaman er að grípa í við og við. Þetta er franskt eins-manns band sem gerir rafrænt 80's skotið draumapopp. Það skemmtilega við M83 er hvað tónlistin þeirra er fjölbreytt og maður veit aldrei hverju maður getur átt von á næst. Á síðasta ári kom út hin tvöfalda Hurry Up, We´re Dreaming sem er búin að vera að grassera í eyrunum á mér í dágóðan tíma og er virkilega feitur pakki. Þar kennir ýmissa góðra grasa en viðfangsefnið á þeirri plötu eru jú draumar.
No comments:
Post a Comment