Já Henry Cavill getur nú notið þess að vera einn heitasti gaurinn gangandi á jarðkúlunni.
Það sem meira er Cavill var næsti maður á eftir Daniel Craig þegar leitað var að nýjum Bond.
..hann er greinilega með'etta.
Cavill tekur við skikkjunni (fyrstur Breta) af fljóttgleymdum Brandon Routh. Routh renndi sér í gúmmígallann árið 2006 í Superman Returns sem þótti í meðallagi. Routh var flottur í gallanum en hann náði samt engan veginn að fylla upp í rauðu stígvélin hans Christopher Reeve heitins sem var gjörsamlega frábær í að túlka bæði hinn klaufalega Clark Kent og svo hinn ofursterka sjarmör Súperman.
Með Zac Snyder (Watchmen, 300) fyrir aftan myndavélina þá bíð ég með slef í munnvikum eftir að sjá ofurmennið aftur á hvíta tjaldinu næsta sumar.
Svo er komin nýr munnvatns-örvandi treiler sem hægt er að kíkja á hér að neðan.
No comments:
Post a Comment