Ang Lee er æðislegur leikstjóri sem hefur lag á að snerta mann djúpt. Ég var þokkalega spenntur fyrir að sjá nýjustu myndina hans byggða á bókinni eftir Yann Martel.
Ég held að engin geti orðið fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Maður veit fyrirfram hvað mun gerast og að þessi mynd er jú um strák og tígrisdýr í björgunarbát. Þannig að ég get ekki sagt að ég hafi verið gríðarlega spenntur á meðan ég horfði en hins vegar þá er myndin svo stórglæsilega gerð og falleg að ekki var hægt annað en að dást að útliti myndarinnar. Þrívíddin er mjög flott og gerir fallega mynd enn fallegri. Ég held að krakkar eigi eftir að fíla þessa mynd í botn. Fyrir mig, þá var ég bara sæmilega sáttur.
No comments:
Post a Comment