Þessi kvikmynd var vel umtöluð vegna kynlífssena þar sem leikararnir voru víst raunverulega að gera það. Sumir töluðu um að þetta væri náttúrulega argasta klám og aðalleikkonunni var næstum því vikið út starfi fyrir að vera viðriðin (no pun intended) þessa kvikmynd. Hins vegar kom þessi mynd mér skemmtilega á óvart því þessar kynlífssenur eru ekki aðalmálið heldur er þetta fyndin og góð skoðun á raunverulegu fólki og vandamálum þess. Jújú það eru typpi á lofti, fljúgandi sæði og andlit á kafi í bossa en það hefur þó alltaf eitthvað með frásögnina að gera. Auk þess sem ég gæti aldrei enst í yfir 90 mínútur yfir klámmynd. Ef þú ert að leita af krassandi efni sem er samt ekki heimskulegt þá er þessi mynd vel þess virði að kíkja á.
Því er Shortbus vel blaut tuska.
![]() |
Paul Dawson á stórleik í Shortbus |
No comments:
Post a Comment