Monday, February 10, 2014

Blue Jasmine

Ég hef aldrei verið sérstakur áhugamaður Woody Allen og hef ekki verið að hressast yfir töfra realismanum sem hann oft færir fram í myndum sínum. Ég man þó að ég hafði gaman af Match Point af þessum nýju myndum hans. Ég var hins vegar gríðarlega sáttur við nýjasta framlag Allen. Í Blue Jasmine setur hann upp dauðafæri fyrir Cate Blanchett til að túlka þá taugaveiklun sem einkennir efnishyggju og snobb nútímans. Blanchett, fædd og menntuð í leikfræðum í Ástralíu, þakkar pent fyrir sig og skorar mikinn leiksigur. Látið þessa konu hafa Skara!

9/10

Og fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða frekari andhetjur nútímans á hvíta tjaldinu mæli ég einnig með Young Adult þar sem Charlize Theron fer á kostum í aðeins léttari mynd.






No comments:

Post a Comment