Saturday, February 8, 2014

2013 aukaefni

Hér eru lög af öðrum plötum sem toguðu í eyrun á síðasta ári. Annars fer tónlistarárið 2014 hægt af stað.

Midlake gáfu út fína plötu sem heitir Antiphon


Kings of Leon voru meira spennandi band þegar þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið. Þeir eru orðnir mun meira straumlínulegir núna en þeir gerðu plötu á síðasta ári sem heitir Mechanical Bull sem hitti oft í mark með grípandi rokki.


Emilíana Torrini gerði vinalega plötu að venju sem olli alls engum ónæmisviðbrögðum.


The Dodos gerðu plötu sem heitir Carrier. Hún þarf smá tíma en verður betri með hverri hlustun.


The National platan var mikið að þvælast um eyrun á mér á síðasta ári. Fín plata þar.


Sigur-Rós gerðu ágætis plötu sem er þó engin ágætis byrjun.


The Spinto Band gerðu plötu með óhugnanlega grípandi lögum.


Torres er tónlistarkona sem ég veit nú ekki mikil deili á en samnefnd plata hennar fannst mér áhugaverð.




Gagnrýnendur fíluðu þessa plötu hvað mest á árinu 2013. Mér fannst hún ágæt.


Youth Lagoon gerði framúrstefnulega poppplötu með fullt af bergmáli og allt þetta kunni ég vel að meta.


Arctic Monkeys platan var svo ansi skotheld rokkplata.


Chvrches komu með sérstaklega skemmtilegt blátt-áfram elektrópopp.



 Ég varð sárlega fyrir vonbrigðum með framlögum Arcade Fire og Janelle Monae á árinu 2013.

No comments:

Post a Comment