Wednesday, May 14, 2014

10 ástæður fyrir að flytja til Kína

1. Þú getur fengið herraklippingu með þvotti á 400 krónur.

2. Hvít húð er guðdómleg fyrir kínverjum og þá sérstaklega fyrir stelpur sem mjaka á sig hvítunarkremi. "Vá hvað þú ert hvít" er eitthvað mesta hrós sem stelpa getur fengið. Íslendingar teljast því þá í fallegri kantinum.

3. Verslun. Ótrúlegt vöruúrval og óteljandi verslanir út um allt. Allt frá götusölum að selja bakaðar sætar kartöflur upp í tískuverslanir, þá er vöruúrvalið sláandi sérstaklega fyrir Íslending sem þarf að setjast inn í bíl og keyra út í stórmarkað til að kaupa banana. Svo ef þú finnur það ekki í verslun þá er allt annað á netinu og sent heim oftast gjaldlaust og verði  haldið vel niðri.

4. Kínverjar eru að öllu jöfnu vingjarnlegir og áhugasamir við fólk frá öðrum löndum. Sumir myndu jafnvel segja að þeir væru vingjarnlegri við þá heldur en við hvorn aðra.

5. Lánamenningin er allt öðruvísi hérna og hér tekur engin 40 ára lán fyrir íbúð eða 5 ára lán á bíl. Fólk safnar pening en ef það á ekki nóg fyrir íbúð þá borgar það lánið á kannski 5-10 árum.

6. Stuttur vetur.

7. Ótrúlega margir fallegir staðir til að ferðast á. Kína er í rauninni heimsálfa með fjölda menninga og allskonar loftslag frá hitabelti og upp í fimbulkulda í norðrinu.

8. Ótakmarkað niðurhal!

9. Úrval af hráefni er gríðarlegt enda geta kínverjar ræktað nánast hvað sem er og því er verð oftast sanngjarnt.

10. Samgöngur. Að taka strætó er lítið mál og kostar nánast ekki neitt (þó oft þurfi maður að standa). Það er því engin þörf á að eiga bíl.

Ég gæti svo örugglega talið upp 20 ástæður fyrir að flytja ekki til Kína. En það gæti hleypt af stað viðvörunarbjöllum hjá internet ritskoðun ríkisins.

No comments:

Post a Comment