Friday, October 11, 2013

Ég talaði við mann sem hafði verið í klaustri með munkum í nokkrar vikur að læra bardagaíþrótt. Ég hef mikinn áhuga á hugleiðslu og munkalíferni þannig að ég spurði hann hvort þeir hefðu gefið honum einhver góð ráð til að ná hugarró. Ráðið sem þeir gáfu honum var stutt og einfalt: "Þegar þú borðar, borðaðu bara. Þegar þú gengur, gakktu bara. Þegar þú situr, sittu bara."  Mjög munkalegt svar.

No comments:

Post a Comment