Sunday, October 27, 2013

The Conjuring

Ég plataði Söru til að horfa á The Conjuring með mér um daginn og uppskar eitt nokkuð kröftugt öskur. Það flugu nokkrir fuglar af húsþakinu heyrði ég þegar hún öskraði. En burtséð frá tilraunum mínum til að venja Söru á að horfa á hrollvekjur þá er The Conjuring ekki sérstaklega frumleg hrollvekja. Það er smjattað á sömu gömlu tuggunni að fjölskylda flytur inn í gamalt hús þar sem einhver djöfulgangur átti sér stað á árum áður og á nóttunnni fer ýmislegt undarlegt að gerast (og hundurinn auðvitað skynjar þetta og stígur ekki fæti inn í húsið- sá fékk svo á baukinn seinna). Það var margt í myndinni sem minnti mig á Poltergeist og The Exorcist og svo er alveg klassíkt að krydda þetta allt saman með skuggalega útlítandi dúkku með óhreint í pokahorninu. En þótt að frumleikinn leki ekki af myndinni þá hafði ég samt gaman af henni því hún er vel gerð og er nægilega spennuþrungin til að halda manni við efnið. Góðir leikarar sjá svo um að selja manni söguna og fannst mér Lili Taylor eiga hrós skilið fyrir flottan leik.

Þannig að það er alveg þess virði að slökkva ljósin og kíkja á The Conjuring.

No comments:

Post a Comment